Upp í vindinn - 01.05.2017, Qupperneq 64

Upp í vindinn - 01.05.2017, Qupperneq 64
Upp í vindinn í ferðinni voru tveir háskólar heimsóttir, Seoul National University og Kang- won National University. í þeim heimsóknum kynntumst við starfsemi skólanna og stærð þeirra. Háskólasvæðið og öll tæki, t.d. vindgöng og ölduhermir, voru margfalt stærri en það sem við höfðum kynnst á íslandi. Einnig var skemmti- legt að kynnast mötuneytum skólanna. í Kangwon National University sátum við fyrirlestur um vatnsgæði í Soyang stíflunni og í framhaldinu var farið upp á ris- avaxna stífluna, siglt yfir lónið og gengið upp að gömlu musteri, Cheongpyeong Temple. Dagurinn endaði á því að við snæddum korean barbeque kvöldverð með tveimur prófessorum og einum nemanda úr skólanum. Síðasta daginn í Kóreu var farið til DMZ að landamærum Norður- og Suður- Kóreu. Byrjað var á að fara ofan í göng sem N-Kórea gróf til að geta gert skyn- diárás á S-Kóreu. Göngin eru hönnuð þannig að tveir fullbúnir hermenn gætu hlaupið hlið við hlið, en allir í hópnum urðu að beygja sig vegna lágrar lofthæðar. Næst var farið að útsýnispalli með hermenn á alla kanta þar sem horft var yflr til N-Kóreu. Á ákveðnu svæði var leyfilegt að taka myndir, en fyrir utan svæðið var einungis leyfilegt að taka selfie. Landamærin voru afar greinileg þar sem S-Kórea er öll þakin trjám, en í N-Kóreu sést varla tré. Síðasta stoppið var á Dorasan lestarstöðinni við DMZ. Þar er risastór glæný lestarstöð sem bíður í raun eftir því að N-Kórea opni landamæri sín svo hægt sé að ferðast með lest milli landanna. Þegar námshluta ferðarinnar lauk hélt hópurinn til Víetnam þar sem við dvöldum í höfuðborginni Hanoi í nokkra daga. Þar var engin skipulögð dagskrá og gerðum við fátt annað en að svitna og rölta um. Því næst var farið í tveggja daga bátsferð á Ha Long Bay, einum fallegasta stað í heimi. Sú ferð var vel skipulögð þar sem við fórum m.a. á kajak, stukkum í sjóinn, lærðum að gera víetnamskar vorrúl- lur, heimsóttum perluræktun og nutum þess að vera í fríi í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. Frá Víetnam var flogið til eyjunnar Koh Samui í Tælandi þar sem við nutum þess að liggja á ströndinni, fórum í safariferð og helmingur hópsins skellti sér á Half moon party á annarri eyju. Síðustu dögum ferðarinnar var varið í Bangkok þar sem við skoðuðum bor- gina og versluðum smá. Eftir þriggja vikna dvöl á öðrum stöðum í Asíu kom það okkur mjög á óvart hvað Bangkok er í raun vestræn borg, sérstaklega í samburði við Koh Samui og Víetnam. Ferðin var frábær í alla staði og afar vel heppnuð, og viljum við þakka Guðmundi Frey sérstaklega fyrir sitt framlag til námsferðarinnar. Þessi ferð var ógleymanleg og æðislegur endir á þriggja ára samveru yfir bókunum í VRII. Háskóli íslands Allur tíminn var ekki nýttur í vísindaferðir og fengum við nægan tíma til að skoða okkur um í Seoul, þar sem við heimsóttum m.a. höllina og fórum upp í útsýnisturn. Eitt það skemmtilegasta við ferðina var að kynnast menningu Suður- Kóreu, og þá sérstaklega matarmenningu landsins. Lítill sem enginn munur er á máltíðum dagsins, eins og við fengum að kynnast strax fýrsta morguninn. Ekki er venjan að fá sér bara drykk á börum, heldur er ætlast til að maður fái sér furðulegt snarl með, t.d. þurrkaðan smokkfisk. Upplifunin af Suður-Kóreu var frábær í alla staði, og við vonum að við munum fá tækifæri til að heimsækja landið aftur. 64 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.