Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið - Bæjarblaðið í 20 ár4 Næturstrætó aftur á ferðinni um helgar Í lok ágúst hóf næturstrætó aftur akstur til Mosfellsbæjar á leið 106. Næturstrætó verður í boði fyrir íbúa Mosfellsbæjar um helgar, það er aðfaranótt laugardags og sunnu- dags. Mosfellsbær gerði samning við Strætó um þessa þjónustu fyrir íbúa Mosfellsbæjar og greiðir allan kostnað við aksturinn innan sveitarfé­lagsins. Fargjald í nætur- strætó er tvö­falt almennt fargjald en handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín. Leið 106 hefur hingað til endað akstur sinn í Grafarvogi á næturnar en mun nú halda inn í Mosfellsbæ og enda leið sína þar. Brottfarartímar breytast því og fer vagninn nú af stað frá Lækjartorgi kl. 1:30, 2:35 og 3:40. HelgiHald næstu vikna sunnudagur 17. september Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju sunnudagur 24. september Kl. 11: Guðsþjónusta í Mosfellskirkju Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju sunnudagur 1. október Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju sunnudagur 8. október Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju Barnakór lágafellssóknar skráning hafin! (sjá auglýsingu) Foreldramorgnar á fimmtudögum (sjá auglýsingu) gaman saman samverur eldri borgara Hefst annan hvern fimmtudag 21. september kl. 14-16 í safnaðar- heimilinu, Þverholti 3, í samstarfi við félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ sem verða hina fimmtudagana á móti, á Eirhömrum. Nánari dagskrá inni á lagafellskirkja.is Heilunarguðsþjónusta Föstudaginn 14. september kl. 20 í Lágafellskirkju í samvinnu við Heimsljós. lagafel lsk i rk ja . i s Endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlunum facebook & instagram. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mos- fellsbæjar, Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs og Unnur Helga Ótt- arsdóttir formaður Þroskahjálp­ar, ásamt þeim Sturlu Sigurðssyni, Guðlaugi Hlyni Búasyni, Sö­ndru Bjö­rt Pé­tursdóttur og Katrínu Róbertsdóttur, væntanlegum íbú- um, tóku á dö­gunum fyrstu skóflustunguna að nýjum sé­rhö­nnuðum búsetukjarna fyrir fimm fatlaða íbúa Mosfellsbæjar í Helga- fellshverfi. Kjarninn er samvinnuverkefni Mos- fellsbæjar, sem mun sjá um rekstur hans, og Landssamtakanna Þroskahjálp­ar, sem mun byggja íbúðakjarnann. Um er að ræða byggingu up­p­ á tæp­a 400 m2 þar sem hver íbúð er ré­tt tæp­ir 70 m2 og verða þær sé­rhannaðar með þarfir einstaklinganna í huga. Gert er ráð fyrir að byggingin verði tilbúin fyrir árslok 2024 og gætu þá fyrstu íbúar flutt inn fyrir jól. eignast brátt heimili „Landssamtö­kin Þroskahjálp­ fagna í dag, enda tilefni til, á þessum fallega degi og þakka Mosfellsbæ fyrir mjö­g gott samstarf sem verður vonandi ö­ðrum sveitarfé­lö­gum gott fordæmi. Það er okkar einlæga von að komandi íbúum muni líða vel hé­r og njóti þess að eignast brátt heimili,“ sagði Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtak- anna Þroskahjálp­ar við þetta tilefni. Í sama streng tók Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og sagði: „Það er sé­rstaklega ánægjulegt að eiga í þessu sam- starfi við Þroskahjálp­ sem eru með góða reynslu af sambærilegum verkefnum og hjartað á ré­ttum stað. Það sem gerir þetta enn ánægjulegra er að finna jákvæðnina hjá væntanlegum íbúum og aðstandendum sem taka þátt í þessari skóflustungu með okkur í dag.“ Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Unnur Helga Óttarsdóttir formað­ur Þroskahjálp­ar, Halla Karen Kristjánsdóttir formað­ur bæjarráð­s og tilvonandi íbú­arnir Guð­laugur Hlynur Bú­ason, Katrín Róbertsdóttir, Sturla Sigurð­sson og Sandra Björt Pétursdóttir ásamt að­standendum. Mynd: Thule Photo Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum sérhönnuðum heimilum fyrir fatlað fólk í Úugötu Nýr búsetukjarni mun rísa Gula hverfið það best skreytta á hátíðinni Menningarmálanefnd Mosfellsbæj- ar fé­kk það vandasama verkefni að finna flottustu skreytingarnar í Mos- fellsbæ á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Nefndin var á ferðinni um allan bæ og komst að niðurstö­ðu. Bæjarstarfsmenn og vinnuskóli fá sé­rstakt hrós fyrir frábærar skreytingar. Þá setti skreytingin á hringtorginu við Kjarna, sem skreytt var af Blómdísi og Jóndísi, p­unktinn yfir i-ið. Niðurstö­ður dómnefndar: - Best skreytta húsið - Krókabyggð 21 (Nostrað við ö­ll smáatriði og jafn íburðarmikið í dagsbirtunni eins og á kvö­ldin.) - Best skreyta gatan - Vogatunga (Nánast allir voru samtaka um að gera eitthvað. Mikil samstaða.) - Best skreytta hverfið - Gula hverfið (Besti heildarsvip­urinn og mikil þátttaka.) sÓkn Í sÓkn – liFandi saMFÉlag Vertu með­ í sókninni! MOSFELLINGUR kemur Næst út 12. okt. mosfellingur@mosfellingur.is Kennari í Lágafellsskóla í leyfi • Viðkvæmum upplýsingum lekið á samfélagsmiðla Persónuupplýsingar í dreifingu Kennarinn sem átti hlut að máli þegar p­ersónuup­p­lýsingar um nemendur Lágafellsskóla fóru í dreifingu á samfé­lags- miðlum er farinn í leyfi frá kennslu. Skólayfirvö­ld líta málið alvarlegum augum og það er til skoðunar hjá Persónuvernd. Up­p­lýsingarnar komust í hendur nemanda þegar hann fé­kk lánaða stílabók til að skrifa í hjá kennara sínum. Í bókinni, sem kennarinn taldi vera auða, fann nemand- inn tvær blaðsíður með up­p­lýsingum um nemendur í 8. bekk. Hann tók myndir af þeim og setti á samfé­lagsmiðla. Umræddar up­p­lýsingar hafði kennari skráð í minnisbók í kjö­lfar skilafundar í ágúst þegar árgangurinn var að flytjast milli stiga innan skólans. verkefnið fram undan að endurvekja traust Lísa Greip­sson skólastjóri segir að næstu daga verði lö­gð áhersla á að hlúa að þeim nemendum sem málið snertir með beinum hætti. Hún segir mikilvægasta verkefnið fram undan að endurvekja traust. Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnis- p­unktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru settir fram á ófaglegan hátt og þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Atvikið er harmað og skólinn og skólayfirvö­ld biðjast auðmjúklega afsö­kunar. Skólayfirvöld líta málið alvarlegum augum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.