Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Bæjarblaðið í 20 ár4
Næturstrætó aftur á
ferðinni um helgar
Í lok ágúst hóf næturstrætó aftur
akstur til Mosfellsbæjar á leið 106.
Næturstrætó verður í boði fyrir íbúa
Mosfellsbæjar um helgar, það er
aðfaranótt laugardags og sunnu-
dags. Mosfellsbær gerði samning
við Strætó um þessa þjónustu
fyrir íbúa Mosfellsbæjar og greiðir
allan kostnað við aksturinn innan
sveitarfélagsins. Fargjald í nætur-
strætó er tvöfalt almennt fargjald
en handhafar mánaðar- og árskorta
geta notað kortin sín. Leið 106
hefur hingað til endað akstur sinn
í Grafarvogi á næturnar en mun nú
halda inn í Mosfellsbæ og enda leið
sína þar. Brottfarartímar breytast
því og fer vagninn nú af stað frá
Lækjartorgi kl. 1:30, 2:35 og 3:40.
HelgiHald næstu vikna
sunnudagur 17. september
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju
sunnudagur 24. september
Kl. 11: Guðsþjónusta í Mosfellskirkju
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju
sunnudagur 1. október
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju
sunnudagur 8. október
Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju
Barnakór lágafellssóknar
skráning hafin! (sjá auglýsingu)
Foreldramorgnar
á fimmtudögum (sjá auglýsingu)
gaman saman
samverur eldri borgara
Hefst annan hvern fimmtudag
21. september kl. 14-16 í safnaðar-
heimilinu, Þverholti 3, í samstarfi við
félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ
sem verða hina fimmtudagana á móti,
á Eirhömrum.
Nánari dagskrá inni á lagafellskirkja.is
Heilunarguðsþjónusta
Föstudaginn 14. september
kl. 20 í Lágafellskirkju í samvinnu
við Heimsljós.
lagafel lsk i rk ja . i s
Endilega fylgdu okkur
á samfélagsmiðlunum
facebook & instagram.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mos-
fellsbæjar, Halla Karen Kristjánsdóttir
formaður bæjarráðs og Unnur Helga Ótt-
arsdóttir formaður Þroskahjálpar, ásamt
þeim Sturlu Sigurðssyni, Guðlaugi Hlyni
Búasyni, Söndru Björt Pétursdóttur og
Katrínu Róbertsdóttur, væntanlegum íbú-
um, tóku á dögunum fyrstu skóflustunguna
að nýjum sérhönnuðum búsetukjarna fyrir
fimm fatlaða íbúa Mosfellsbæjar í Helga-
fellshverfi.
Kjarninn er samvinnuverkefni Mos-
fellsbæjar, sem mun sjá um rekstur hans,
og Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem
mun byggja íbúðakjarnann. Um er að
ræða byggingu upp á tæpa 400 m2 þar sem
hver íbúð er rétt tæpir 70 m2 og verða þær
sérhannaðar með þarfir einstaklinganna í
huga. Gert er ráð fyrir að byggingin verði
tilbúin fyrir árslok 2024 og gætu þá fyrstu
íbúar flutt inn fyrir jól.
eignast brátt heimili
„Landssamtökin Þroskahjálp fagna í dag,
enda tilefni til, á þessum fallega degi og
þakka Mosfellsbæ fyrir mjög gott samstarf
sem verður vonandi öðrum sveitarfélögum
gott fordæmi. Það er okkar einlæga von að
komandi íbúum muni líða vel hér og njóti
þess að eignast brátt heimili,“ sagði Unnur
Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtak-
anna Þroskahjálpar við þetta tilefni.
Í sama streng tók Regína Ásvaldsdóttir
bæjarstjóri Mosfellsbæjar og sagði: „Það er
sérstaklega ánægjulegt að eiga í þessu sam-
starfi við Þroskahjálp sem eru með góða
reynslu af sambærilegum verkefnum og
hjartað á réttum stað. Það sem gerir þetta
enn ánægjulegra er að finna jákvæðnina
hjá væntanlegum íbúum og aðstandendum
sem taka þátt í þessari skóflustungu með
okkur í dag.“
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar, Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs og tilvonandi íbúarnir
Guðlaugur Hlynur Búason, Katrín Róbertsdóttir, Sturla Sigurðsson og Sandra Björt Pétursdóttir ásamt aðstandendum. Mynd: Thule Photo
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum sérhönnuðum heimilum fyrir fatlað fólk í Úugötu
Nýr búsetukjarni mun rísa
Gula hverfið það best
skreytta á hátíðinni
Menningarmálanefnd Mosfellsbæj-
ar fékk það vandasama verkefni að
finna flottustu skreytingarnar í Mos-
fellsbæ á bæjarhátíðinni Í túninu
heima. Nefndin var á ferðinni um
allan bæ og komst að niðurstöðu.
Bæjarstarfsmenn og vinnuskóli
fá sérstakt hrós fyrir frábærar
skreytingar. Þá setti skreytingin á
hringtorginu við Kjarna, sem skreytt
var af Blómdísi og Jóndísi, punktinn
yfir i-ið.
Niðurstöður dómnefndar:
- Best skreytta húsið - Krókabyggð
21 (Nostrað við öll smáatriði og jafn
íburðarmikið í dagsbirtunni eins og
á kvöldin.)
- Best skreyta gatan - Vogatunga
(Nánast allir voru samtaka um að
gera eitthvað. Mikil samstaða.)
- Best skreytta hverfið - Gula hverfið
(Besti heildarsvipurinn og mikil
þátttaka.)
sÓkn Í sÓkn
– liFandi saMFÉlag
Vertu með í sókninni!
MOSFELLINGUR
kemur Næst út 12. okt.
mosfellingur@mosfellingur.is
Kennari í Lágafellsskóla í leyfi • Viðkvæmum upplýsingum lekið á samfélagsmiðla
Persónuupplýsingar í dreifingu
Kennarinn sem átti hlut að máli þegar persónuupplýsingar
um nemendur Lágafellsskóla fóru í dreifingu á samfélags-
miðlum er farinn í leyfi frá kennslu.
Skólayfirvöld líta málið alvarlegum augum og það er til
skoðunar hjá Persónuvernd.
Upplýsingarnar komust í hendur nemanda þegar hann
fékk lánaða stílabók til að skrifa í hjá kennara sínum.
Í bókinni, sem kennarinn taldi vera auða, fann nemand-
inn tvær blaðsíður með upplýsingum um nemendur í 8.
bekk. Hann tók myndir af þeim og setti á samfélagsmiðla.
Umræddar upplýsingar hafði kennari skráð í minnisbók í
kjölfar skilafundar í ágúst þegar árgangurinn var að flytjast
milli stiga innan skólans.
verkefnið fram undan að endurvekja traust
Lísa Greipsson skólastjóri segir að næstu daga verði lögð
áhersla á að hlúa að þeim nemendum sem málið snertir
með beinum hætti. Hún segir mikilvægasta verkefnið fram
undan að endurvekja traust.
Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnis-
punktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru settir fram
á ófaglegan hátt og þannig óásættanlegir og óviðeigandi.
Atvikið er harmað og skólinn og skólayfirvöld biðjast
auðmjúklega afsökunar.
Skólayfirvöld líta málið
alvarlegum augum