Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 34
Heilsumolar gaua
- Aðsendar greinar34
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
Hvert næst?
Við fórum 14 saman úr Kettlebells
Iceland æfingahópnum til
Austurríkis um síðustu helgi til að
taka þátt í Spartan Race þrauta-
hlaupi. Kaprun þrautahlaupið
þykir með þeim erfiðari en það fer
að mestu fram í háum skíðabrekkum
og hækkunin mikil. Þrautirnar eru
fjölbreyttar og flestar krefjandi. Þetta
var frábær ferð, allir kláruðu sín
hlaup með stæl og komu stoltir og
ánægðir í mark.
Þetta var erfitt. Það verður að segj-
ast. Það erfiðasta sem ég hef gert,
sagði einn. Við þurftum öll að kafa
djúpt í orkubrunninn til þess að klára
þetta. Sumir föðmuðu tré og fögnuðu
hinu kyngimagnaða umhverfi, aðrir
blótuðu og tóku erfiðustu kaflana
á uppsafnaðri reiðiorku. Báðar
aðferðir virkuðu.
Það sem mér finnst skemmtilegast
og mest gefandi við að taka þátt í
svona áskorunum með góðu fólki er
sjá fólki takast að gera hluti sem það
hélt einhvern tíma að það gæti ekki.
Það er ekkert sem toppar það. Mér
finnst líka ótrúlega gaman að leysa
þrautirnar, klára þær og ef ég næ
ekki að klára þær, finna leiðir til þess
að gera það í næsta þrautahlaupi.
Greina hvað ég þarf að bæta og æfa
það reglulega. Ég einbeitti mér að því
fyrir þetta þrautahlaup, að æfa mig
fyrir ákveðnar þrautir sem ég hafði
verið í veseni með í síðustu þrautum.
Og tilfinningin að upplifa það takast
var geggjuð, ólýsanleg eiginlega.
En þessi félagsskapur, maður
lifandi! Margar sögur eiga eftir
að lifa lengi, bjallan á toppnum,
straumharða áin og ljónhressi
hvetjarinn svo nokkrar séu nefndar.
Það er magnað að vera í félagsskap
fólks sem er til í svona léttruglaðar
áskoranir, þorir að stíga út fyrir þæg-
indarammann og búa
saman til orku sem
er hvetjandi fyrir
einstaklingana í
hópnum. Það tók
okkur ekki langan
tíma að byrja
að pæla í næsta
þrautahlaupi,
spurningin er ekki
hvort heldur
hvenær!
Fulltrúar D-listans hafa
nýlega lagt fram tvær
spennandi tillögur, ann-
ars vegar í íþrótta- og
tómstundanefnd og hins
vegar í bæjarráði. Báðum
þessum tillögum var vísað
til umsagnar og verður
áhugavert að sjá hvernig
afgreiðslu þeirra verður
háttað.
Í íþrótta- og tómstunda-
nefnd var lögð fram tillaga
þann 17. ágúst um breyt-
ingu á skilyrðum fyrir út-
hlutun frístundaávísunar
fyrir 67 ára og eldri, í þeim
tilgangi að auka aðgengi og notkun. Í dag
er skilyrði fyrir úthlutun frístundaávísunar
fyrir 67 ára og eldri að ávísunin sé notuð á
námskeið sem vari að lágmarki í 4 vikur og
sé stýrt af viðurkenndum leiðbeinendum
eða kennurum.
Við höfum lagt til að
núverandi reglum verði
breytt á þann hátt að 67
ára og eldri hafi frjálsari
hendur varðandi ráðstöf-
un og fái þar með tæki-
færi til að nýta frístunda-
ávísunina fyrir þær iðjur
sem það kýs og hentar
hverjum og einum, s.s.
upp í mánaðarkort í
líkamsræktarstöðvum,
sundkort, skíðapassa eða
annað álíka.
Á fundi bæjarráðs þann
7. september sl. var svo lögð fram tillaga D-
lista um að Mosfellsbær bjóði upp á heim-
greiðslur til foreldra/forráðamanna barna
með lögheimili í Mosfellsbæ sem eru ekki
með pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri
frá 12 mánaða aldri þar til barn verður 30
mánaða. Gildistími heimgreiðslu miðast
við næstu mánaðamót eftir að barn nær 12
mánaða aldri.
Tillagan er lögð fram til þess að brúa
bilið frá fæðingarorlofi þar til barn fær
vistunarúrræði og koma þannig til móts
við fjölskyldur barna sem ekki fá pláss á
leikskóla frá 12 mánaða aldri. Vonandi
tekst Mosfellsbæ þó að uppfylla markmið
sín þannig að ekki þurfi að grípa til þessa
úrræðis en okkur þykir sjálfsagt að boðið
sé upp á þetta í slíkum aðstæðum.
Um er að ræða tillögu sem nú þegar er
komin í framkvæmd hjá nokkrum sveitar-
félögum.
Bæjarfulltrúar D-lista
Ásgeir Sveinsson
Jana Katrín Knútsdóttir
Rúnar Bragi Guðlaugsson
Helga Jóhannesdóttir
Frístundaávísun 67 ára og eldri og heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna
Tillögur D-lista í bæjarstjórn
Síðastliðið vor samþykkti bæjar-
stjórn stjórnkerfisbreytingar hjá
Mosfellsbæ og nýtt skipurit tók gildi
1. september síðastliðinn.
Markmið með breytingunum er
að styrkja þjónustu við bæjarbúa,
meðal annars með því að efla staf-
ræna þróun.
Í kjölfarið á breytingunum voru
auglýst sjö ný störf hjá Mosfellsbæ. Þau
voru:
• Leiðtogar í grunn- og leikskólamálum
• Leiðtogi í málefni fatlaðs fólks
• Leiðtogi umhverfis og framkvæmda
• Leiðtogi Mosfellsveitna
• Sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfis
• Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Einungis eitt af þessum störfum kom
til vegna stjórnkerfisbreytinganna og
það er starf skrifstofustjóra umbóta og
þróunar. Stöðugildi vegna hinna
sex starfanna komu annars vegar
til vegna stjórnenda sem höfðu
hætt fyrr á árinu og stöður ekki
verið auglýstar og vegna fyrir-
hugaðra starfsloka stjórnenda
á fræðslu og frístundasviði m.a.
vegna aldurs.
Þá var staða framkvæmda-
stjóra Skálatúns lögð niður í kjölfar þess að
þjónusta við íbúa Skálatúns fluttist yfir til
Mosfellsbæjar og ný staða auglýst, leiðtogi
í málefnum fatlaðs fólks.
Það var sterkur hópur fólks sem var ráð-
inn í ný og breytt störf hjá Mosfellsbæ og
við væntum mikils af þeirra vinnu.
Á nýju skrifstofunni, skrifstofu umbóta
og þróunar, verða verkefni tengd stafrænni
umbreytingu, upplýsingatækni, upplýs-
ingamiðlun, tölfræði og greiningum auk
innleiðingar á umbótaverkefnum.
Frá áramótum hefur verið markvisst
unnið að stafrænum umbótum, meðal
annars bættri afgreiðslu ábendinga í gegn-
um ábendingagátt, stafrænum umsóknum
um fjárhagsaðstoð með sjálfvirkri gagna-
öflun frá Þjóðskrá og Skattinum, rafrænum
undirritunum á hönnunargögnum vegna
byggingarleyfa og einfaldari umsóknarferli
fyrir vetrar- og sumarfrístund, mötuneyti
og vinnuskólann svo þau helstu séu
nefnd.
Fjölmörg verkefni til viðbótar eru í
undirbúningi. Með þeim er lagður góður
grunnur að skilvirkari stjórnsýslu fyrir íbúa
Mosfellsbæjar. Breytingunum á bæjarskrif-
stofunum er ætlað að styðja enn frekar við
slík umbótaverkefni með þjónustumiðaðri
nálgun og hagkvæmni að leiðarljósi.
Regín Ásvaldsdóttir
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Breytingar á bæjarskrifstofum
Tindahlaup Mosfellsbæjar
fór fram laugardaginn 26.
ágúst í tenglsum við bæjar-
hátíðina Í túninu heima.
Þátttakendur voru
jákvæðir og tókust á við
alvöru íslenskar hlaupa-
aðstæður.
Metskráning var í hlaup-
ið eða 407 hlauparar. Á
næsta ári fagnar Tindahlaupið 15 ára afmæli og er markmiðið að
blása til sérstakrar afmælisútgáfu af hlaupinu.
Í ár voru veitt 13 Tindahöfðingjaverðlaun en þá nafnbót hljóta
allir þeir sem lokið hafa öllum vegalengdum hlaupsins það er 1, 3,
5 og 7 tindum. Öll úrslit má finna á hlaup.is.
Yngsti keppandi hlaupsins í ár er 11 ára og sá elsti 73 ára.
Yfir 400 manns tóku þátt • 15 ára næst
Metþátttaka
í Tindahlaupi
lagt af stað
klárir í tindana