Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Stjórn FaMoS
jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Þorsteinn Birgisson gjaldkeri
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
Guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
ólafur Guðmundsson meðstjórnandi
s. 868-2566 polarafi@gmail.com
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir varamaður
s. 894-5677 igg@simnet.is
Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður
s. 896-7518 asath52@gmail.com
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Nýr organisti og
prestur í sókninni
Í sumar lét Þórður Sigurðarson
organisti til 6 ára af störfum og
tók við stöðu organista í Dalvíkur-
prestakalli. Árni Heiðar Karlsson
hefur verið ráðinn nýr organisti
og tónlistarstjóri við söfnuðinn.
Árni Heiðar hefur starfað víða sem
píanóleikari, organisti, meðleikari,
tónskáld, tónlistarkennari og
hljómsveitarstjóri. Hann hefur
meistaragráðu í píanóleik frá
Háskólanum í Cincinnati auk þess
að hafa stundað nám í jasspíanóleik
á Íslandi og við Tónlistarháskólann í
Amsterdam.
Sr. Arndís Linn sóknarprestur verð-
ur í námsleyfi frá 1. september fram
að áramótum. Í fjarveru hennar
mun sr. Henning Emil gegna stöðu
setts sóknarprests. Til liðssinnis
honum mun sr. Hólmgrímur Elís
Bragason gegna stöðu prest í
afleysingum til áramóta.
Sr. Hólmgrímur hefur áður gegnt
stöðu héraðsprests Austfjarðapróf-
astsdæmis en síðan 2012 hefur
hann unnið sem mannauðssér-
fræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli á
Reyðarfirði. Því má segja að sr.
Hólmgrímur muni dusta rykið af
prestahempunni, tímabundið, þó
að samhliða mannauðsstarfi sínu
hafi hann oft hlaupið til og sinnt
athöfnum á Austurlandi.
Félagsvist alla föstudaga á Eirhömr-
um kl. 13:00. Bridds alla þriðjudaga
á Eirhömrum kl. 13:00. Kanasta spil
Hlégarði þriðjudaga kl. 13:00.
Gaman saman með Helga og
börnunum Eirhömrum annan hvern
fimmtudag, byrjar 14. sept. Gaman
saman Þverholti safnaðarheimili
annan hvern fimmtudag, byrjar 21.
sept. Postulíns/Keramik hópur byrjar
26. sept. kl. 12:30 (verður alltaf 11:30)
á Eirhömrum. tiffanys/mosaik hópur
byrjar 25. sept. kl. 11:30 á Eirhömrum.
leikfimi hjá Karin Eirhömrum fimmtu-
daga kl. 10:45/11:15. Útsaumshópur
Eirhömrum byrjar 13. sept. kl. 12:30.
Íþróttanefnd FaMos
Dagskrá haustannar 2023
Heilsa og hugur leikfimi fyrir 60+ úti
og inni í íþróttahúsinu að Varmá.
Mánudaga kl. 9:30 báðir hópar
saman í Fellinu, þriðjudaga og
föstudaga kl. 9:00 og 10:00. Skráning
Vatnsleikfimi Lágafellslaug mánud.,
þriðjud., fimmtud. Skráning. ringó
í íþróttahúsinu Varmá þriðjud. kl.
12:10 og fimmtud. kl. 11:30. Boccia í
íþróttahúsinu Varmá mið. kl. 12:00.
Púttæfingar mánud. kl. 11:00 í
golfskálanum, neðri hæð.
Gönguferðir alla miðvikudaga
kl. 10:30 frá Hlégarði.
BInGó 19. september
Þriðjudaginn 19. september kl. 13:30
Bingónefnd FaMos heldur bingó í
borðsal Hlaðhamra 2. Spjaldið kostar
500 kr. Glæsilegir vinningar af öllum
stærðum og gerðum í boði.
ALLIR VELKOMNIR.
ljóSÁlFar- BaSarHóPUr
Vilt þú vera með okkur í hóp að
gera fallega muni fyrir basarinn sem
verður í nóvember 2023? Við ætlum
að hittast þriðjudag 19. september
kl. 13:00 í handverksstofunni Hlað-
hömrum 2. Ef svo er þá erum við alla
þriðjudaga kl. 13:00 á Eirhömrum að
skemmta okkur saman, við hlæjum
mikið og töfrum fram fallega muni.
Allt efni er skaffað á staðnum og er
því ekkert nema að mæta með góða
skapið, allir velkomnir að vera með.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
opið hús/menningarkvöld
H&M dúettinn í Hlégarði
Fyrsta Opna hús/menningarkvöld
vetrarins verður í Hlégarði mánu-
daginn 9. október klukkan 20:00.
Þar mun H&M dúettinn ( Heiða og
Matthías) flytja þessi gömlu góðu
og hvetja okkur til að taka vel undir
þegar við á. Í lokin verða flutt nokkur
danslög fyrir þá sem vilja taka nokkur
lauflétt spor. Kaffinefndin verður með
sitt rómaða kaffihlaðborð að venju.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 (posi er ekki
á staðnum).
Með kveðju Menningar-
og skemmtinefnd FaMos.
Á sérstakri hátíðardagskrá í lok bæjarhá-
tíðarinnar Í túninu heima var hljómsveitin
Gildran útnefnd bæjarlistamaður Mosfells-
bæjar árið 2023.
Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfells-
bæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert
og veitti Hrafnhildur Gísladóttir formaður
nefndarinnar hljómsveitinni Gildrunni
verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu
ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbót-
inni. Sveitin er skipuð þeim Þórhalli Árna-
syni, Karli Tómassyni, Birgi Haraldssyni og
Sigurgeiri Sigmundssyni.
Hljómsveitin Gildran var stofnuð 1985
í Mosfellsbæ og samanstendur að stórum
hluta af einstaklingum sem hófu sinn tón-
listarferil sem unglingar í Gagnfræðaskóla
Mosfellsbæjar og hefur átt því sem næst
órofa feril síðan þá. Gildran starfaði í ára-
tugi í Mosfellsbæ og er órjúfanlegur hluti af
menningarlífi bæjarins.
Gildran hefur gefið út sjö plötur og mun
koma fram á tónleikum í Hlégarði í haust.
Hljómsveitin hefur stutt við menningar-
líf í Mosfellsbæ á liðnum árum og leikið á
fjölda styrktartónleika fyrir félagasamtök í
Mosfellsbæ. Gildran samdi Aftureldingar-
lagið og veitti jafnframt félaginu veglega
peningagjöf vegna fyrsta gervigrasvallarins
í Mosfellsbæ svo nokkuð sé nefnt.
Gildran þakkaði fyrir sig á dögunum með
því að setja í loftið lagið „Veturinn verður
hlýr“ sem er endurútgáfa á lagi sem kom
út á safnplötu fyrir 20 árum.
„Við erum sannarlega þakklátir fyrir
þann mikla meðbyr sem við höfum fengið
að undanförnu og hlökkum mikið til að sjá
ykkur á tónleikum haustsins.“
Hljómsveitin Gildran er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
Hlakka til að koma
saman á nýjan leik
verðlaunaðir í túninu heima
Bæjarlistamenn
mosfellsBæjar
1995 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
1996 Leikfélag Mosfellssveitar
1997 Inga Elín Kristinsdóttir
1998 Sigrún Hjálmtýsdóttir
1999 Sigurður Þórólfsson
2000 Karlakórinn Stefnir
2001 Sigur Rós
2002 Anna Guðný Guðmundsdóttir
2003 Steinunn Marteinsdóttir
2004 Guðrún Tómasd. og Frank Ponzi
2005 Símon H. Ívarsson
2006 Jóhann Hjálmarsson
2007 Ólöf Oddgeirsdóttir
2008 Guðný Halldórsdóttir
2009 Sigurður Ingvi Snorrason
2010 Jón Kalman Stefánsson
2011 Bergsteinn Björgúlfsson
2012 Páll Helgason
2013 Ólafur Gunnarsson
2014 Kaleo
2015 Leikfélag Mosfellssveitar
2016 Greta Salóme Stefánsdóttir
2017 Davíð Þór Jónsson
2018 Steinþór Hróar Steinþórsson
2019 GDRN
2020 Óskar Einarsson
2021 Þórir Gunnarsson Listapúki
2022 Leikhópurinn Miðnætti
2023 Gildran