Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 36
Í eldhúsinu Hildur og Þórður skora á Guðrúnu og Sighvat að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Suðrænn sveitakjúlli hjá hildi og þórði - Heyrst hefur...36 Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Elín Myrra Kristinsdóttir fæddist 14 merkur og 51 cm þann 13. júlí 2023. Foreldrar eru Kristinn H. Elísberg og Aþena Valý Orradóttir. Hildur Halldóra Bjarnadóttir og Þórður Elef- sen deila með okkur Mosfellingum að þessu sinni uppskrift að Suðrænum sveitakjúlla. Hráefni • 4-6 kjúklingalæri • 1 hvítlaukur • 1 sítróna skorin í ca 6 báta • 4-6 greinar af fersku rósmarín • Smjör og olía • Kartöflur og annað grænmeti sem til er í ísskápnum. Aðferð Þrífið sítrónuna að utan. Kryddið kjúkl- inginn með pipar og krömdu hvítlauksrifi og kreistið úr einum sítrónubátnum yfir. Látið liggja þannig á meðan rest er útbúin. Grófskerið grænmetið sem til er í ísskápnum ásamt kartöflum og skutlið í skál með olíu, smá salti, pipar, rifjum úr ca hálfum hvítlauk, sem búið er að opna aðeins (kraminn pínulítið með hnífsblaði) og tættri rósmaríngrein. Hrærið saman og látið liggja í örfáar mínútur. Hellið grænmetinu og kartöflunum yfir í bakka með grind. Saltið kjúklinginn og leggið bitana ofan á allt klabbið. Skutlið restinni af sítrónubátunum, rósmaríngreinunum og hvítlauksrifjunum ofan á. Setjið smá smjörklípu hist og her á kjúllann. Sett á grillið við ca 330-350°C í 7-10 mínútur og lækkið svo niður í ca 200-220°C í hálftíma í viðbót, eða þar til kjúllinn er til. Munið „if you’re looking you ain’t cooking“. Hellið soðinu af kjúllanum í lítinn pott og kreistið úr slatta af hvítlauksrifjum út í soðið. Ef maður vill þykkja sósuna er tilvalið að taka 1-2 kartöflubita og setja í soðið. Á þessu stigi má sletta smá hvítvíni út í ef vill. Massað með töfrasprota og láta suðuna koma upp.    Verðiykkuraðgóðu! haustið Það er ekki vorsins yndi, sem ornar og kveikir bál. Nei, það er einhver rökurró sem reifast þá mjúkt um sál. Og ekki er það vonaeldur, sem allt gerir bjart og heitt. Það eru einhver hulduhljóð, sem hafa mig allan seitt. Svona orti Jóhann Gunnar Sigurðs- son um árstíðina sem gengin er í garð. Haustið er í miklu uppáhaldi hjá mér, ég læt mig hlakka til allt sumarið eftir því að geta kveikt á kertum í rökkrinu á kvöldin og sest undir hlýtt teppi með góða bók. Sumum finnst gott að finna lyktina af vorinu í loftinu þegar allt springur út og teygir sig í átt að sólinni en ég hef alltaf verið veik fyrir því að fylgjast með laufblöðunum falla af trjánum og stíga út í kalt loftið á morgnana. Það er eins og óeirðin sem fyllir líkamann á sumrin hverfi með skammdeginu og snúi ekki aftur fyrr en jörðin þiðnar aftur mörgum mánuðum seinna. Það eru allir litlu hlutirnir sem gera haustið að bestu árstíðinni. Pottréttir sem malla á eldavélinni hálfan daginn og fylla húsið af dísætri lykt, uppljóm- aðir stofugluggarnir í kvöldgöngu- túrnum, brakandi ferskt grænmetið á markaðnum á Reykjum, lítið fólk með stórar töskur á leið út í fyrsta skóla- daginn, hryllilegar Hrekkjavöku- skreytingar sem bæði hræða og kæta, ískaldar tær sem hlýna í heitu baðkari og svo mætti lengi telja. Ég þekki til margra sem hræðast haustið eins og heitan eldinn og líta á það sem einhvers konar endalok á sumrinu sem virtist í fyrstu enda- laust. Þá er um að gera að staldra við í amstri dagsins, draga kalt loftið alla leið ofan í lungun og finna það sem manni finnst best við haustið. Ástrós hind heyrst hefur... ...að Stefanía Svavars og GDRN séu fulltrúar Aftureldingar í nýjustu seríu KVISS og eigi titil að verja. Þær keppa á laugardaginn á Stöð 2. ...að æðstu stjórnendur bæjarins séu búnir að vera að glíma við Covid síðustu vikurnar. ...að vopnuð sérsveit hafi handtekið hnífamann í Álafosskvos eftir eltingaleik í gegnum bæinn. ...að Hrannar Guðmunds sé kominn í þjálfarateymi FH. ...að réttað verði í Mosfellsdal laugar- daginn 16. september kl. 16. ...að Magnús Már og Enes séu búnir að framlengja sem þjálfarar Aftureld- ingar út 2025. ...að búið sé að ráða Árna Heiðar Karlsson sem nýjan organista í sókninni. ...að Svava Ýr sé hætt með Íþrótta- skóla barnanna eftir 30 ára starf. Leitað er að arftaka hennar. ...að karlaliði Aftureldingar sé spáð 3. sæti í Olísdeildinni í vetur. ...að Sprite Zero Klan hafi sigrað keppnina um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. ...að Inga Vals hafi verið að gefa út nýja barnabók, Að breyta heiminum. ...að Bubbi Morthens ætli að byrja Þorláksmessutónleikaröðina sína í Hlégarði 6. desember. ...að skreytingarnar á hringtorginu við Kjarna á bæjarhátíðinni hafi algjörlega slegið í gegn. ...að Einar Ingi sé byrjaður að þjálfa Hvíta riddarann í handbolta. ...að Kaffi sæti hafi slegið Íslandsmet um helgina þegar afgreiddir voru 72 espresso-bollar til jafnmargra viðskiptavina. ...að fyrsti heimaleikur nýliða Aftureldingar í Olísdeild kvenna fari fram á laugardaginn. ...að Guðmundur Vignir og Tanja hafi gengið í það heilaga um helgina. ...að Guðjón Jensson sé að fara gefa út bókina Löngu horfin spor sem fjallar um mögulegan njósnara nasista á Íslandi. ...að Afturelding gæti orðið fyrsta liðið til að lenda í 2. sæti í Lengjudeildinni án þess að komast upp í efstu deild eftir breytt fyrirkomulag og umspil. ...að söngkonan Bríet sé farin að mæta á handboltaleiki Aftureldingar og fylgjast með strákunum. ...að bændaglíman fari fram á Hlíða- velli um helgina og munu Kristján Þór og Þorvaldur Borgar leiða sitt hvort liðið. ...að handverkstæðið Ásgarður ætli að bjóða í stórafmæli í Hlégarði í lok mánaðarins. ...að handboltastrákarnir spili fyrsta heimaleik tímabilsins í kvöld gegn Selfyssingum. ...að Tobba verð fertug um helgina. mosfellingur@mosfellingur.is TóLF SpOR Andlegt ferðalag Tólf sporin – Andlegt ferðalag í Mosfellsbæ í vetur. Undirbúningsfundur fyrir starfið í vetur verður í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3, 4. október kl. 19.30. Þrjú næstu miðvikudagskvöld verða framhalds undirbúningsfundir til frekari kynningar. Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.