Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 14
 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ14 Helgina 15.-17. september mun Mann- ræktarfélag Íslands standa fyrir Heims- ljóss messunni, sem er árlegur viðburður, tileinkaður fólki sem hefur áhuga á heilsu og heilsueflingu. Þarna gefst gestum tæki- færi til að uppgötva og kynnast fjölmörgu af því sem er í boði í dag, til heilsueflingar á ýmsum sviðum. Þetta er einstök blanda af samveru; kynningar, fyrirlestrar, meðferðir, hugleiðslur og hópsamkomur. Dagskrá Heimsljóss byrjar þann 15. sept- ember kl. 20 með heilunarguðsþjónustu í Lágafellskirkju, þar sem allir eru velkomn- ir. Fyrirlestrar á klukkutíma fresti Í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ er dagskrá- in bæði laugardag og sunnudag frá 11:00 til 17:00, þar sem allir áhugasamir geta mætt og notið þess sem Heimsljós hefur upp á að bjóða. Aðgangseyrir er einungis greiddur við innganginn og gildir miðinn fyrir báða dagana. Verði hefur verið stillt í hóf og er nú 1.500 kr. fyrir báða daga. Núna er sú nýbreytni að meðferðaraðilar taka við greiðslu fyrir vinnu sína 0-3.000 kr. í reiðufé. Veitingar eru í boði í matsal skólans alla helgina fyrir gesti hátíðarinnar, þar er notalegt að tylla sér og njóta samveru hvers annars í rólegu og nærandi umhverfi. Fyrirlestrar eru haldnir á klukkutíma fresti, aðrir viðburðir og meðferðir á ýms- um tímum alla helgina. Mælt er með að áhugasamir kynni sér dagskrána og tíma- setningar og mæti tímanlega til að komast örugglega að. Lokaathöfn Heimsljóss er svo hin ein- staka hópheilunarsamkoma, sem hefst kl. 17:20 á sunnudaginn, þar sem allir eru vel- komnir þótt þeir hafi ekki verið á hátíðinni. Aðgangur er ókeypis. Árleg heilsuhátíð • Fjölbreytt dagskrá • Heilsa og hamingja Heimsljós um helgina Hægt er að sjá yfirlit og fjölbreytta dagskrá viðburða og þátttakenda Heimsljóss á vefsíðunni heimsljos.is. Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2023. Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til fatlaðs fólks til náms eða verkfæra- og tækjakaupa vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Úthlutun fer fram einu sinni á ári og fer upphæð styrkja eftir fjölda umsókna, þó er miðað við að styrkur hverju sinni fari ekki upp fyrir 70.000 kr. til hvers einstaklings. Skilyrði sem þarf að uppfylla til að eiga rétt á styrk eru: Eiga lögheimili í Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi Hafa náð 18 ára aldri Hafa varanlega örorku og uppfylla skilyrði um fötlun samkvæmt 2. gr. laga nr. 38/2018 Enn fremur þurfa að fylgja með umsókn frumrit af kvittunum vegna kaupa á þjónustu eða tækjum. Sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Mosfellsbær www.mos.is 525 6700

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.