Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Þann 1. september tók nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ. Bæjarstjórn samþykkti skipulagsbreyt- ingarnar í kjölfar stjórnsýslu- og rekstrar- úttektar sem var framkvæmd í vetur. Leið­arljós við­ mótun nýs skipurits var að­ horfa á verkefnin út frá áherslum sveit- arfé­lagsins og efla þjónustu við­ bæjarbúa í stækkandi sveitarfé­lagi. Með­ nýju skipulagi gefst aukið­ svigrúm til að­ skerpa á áhersl- um varð­andi stjórnarhætti, efla áhættu- og árangursmat, samhæfa verkefni á milli svið­a og deilda, fylgja eftir umbótum og nýta betur þá tækniþróun sem hefur orð­ið­ í samfé­laginu. Áhersla lögð á farsæld barna Nýtt svið­, menningar-, íþrótta- og lýð­- heilsusvið­. verð­ur sett á laggirnar auk skrif- stofu umbóta og þróunar en þjónustu- og samskiptadeild verð­ur lögð­ nið­ur. Á menningar-, íþrótta og lýð­heilsusvið­i verð­a málefni bókasafnsins, Hlé­garð­s, hé­rað­sskjalasafns, íþróttamið­stöð­varinn- ar að­ Varmá og íþróttamið­stöð­varinnar Lágafells, samningar við­ íþróttafé­lög og lýð­heilsuverkefni. Á skrifstofu umbóta og þróunar verð­a verkefni tengd stafrænni umbreytingu, upplýsingatækni, upplýsingamið­lun, tölfræð­i og greiningu auk innleið­ingar á helstu umbótatillögum sem komu fram í skýrslu ráð­gjafafyrirtækisins Strategíu. Sé­rstök áhersla er lögð­ á farsæld barna í þessum skipulagsbreytingum og verð­ur þé­tt samstarf milli svið­a í því mikilvæga verkefni. Á myndinni eru Þóra Hjaltested bæjar- lögmað­ur, Arnar Jónsson svið­sstjóri menn- ingar-, íþrótta- og lýð­heilsumála, Jóhanna B. Hansen svið­sstjóri umhverf­issvið­s, Pé­tur J. Lockton svið­sstjóri fjármála- og áhættu- svið­s, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Ólafía D. Ásgeirsdóttir skrifstofustjóri um- bóta og þróunar, Gunnhildur Sæmunds- dóttir svið­sstjóri fræð­slu- og frístundasvið­s, Kristján Þór Magnússon svið­sstjóri mann- auð­s- og starfsumhverf­issvið­s og Sigurbjörg Fjölnisdóttir svið­sstjóri velferð­arsvið­s. Th ul e Ph ot o Nýtt skipurit tók gildi 1. september • Menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið • Skrifstofa umbóta og þróunar Skipulagsbreytingar taka gildi Verkefnið­ Göngum í skólann var sett við­ hátíð­lega dagskrá í Helgafellsskóla og var það­ í sautjánda sinn frá upphaf­i. Halla Karen Kristjánsdóttir formað­ur bæjarráð­s tók þátt í setningunni fyrir hönd Mosfellsbæjar ásamt Ásmundi Einari Dað­asyni mennta- og barnamálaráð­herra, Willum Þór Þórssyni heilbrigð­isráð­herra og Sigríð­i Björk Guð­jónsdóttur, ríkislögreglu- stjóra. Flutt voru stutt ávörp og Sirkus Íslands var með­ skemmtiatrið­i áð­ur en nemendur, starfsfólk og gestir fóru í stuttan göngutúr nálægt skólanum. Þátttaka í verkefninu hefur aukist jafnt og þé­tt í gegnum árin og voru 82 skólar skráð­ir til þátttöku á síð­asta ári. Helgafellsskóli er einn af þeim skólum sem taka þátt í ár. Skráning stendur enn yf­ir og ekki of seint að­ skrá sig samkvæmt upplýsingum á vef verkefnisins. Hátíð­ardagskrá fór fram í Hlé­garð­i í tengsl- um við­ bæjarhátíð­ina Í túninu heima. Þar voru með­al annars veittar umhverf­isvið­ur- kenningar. Venju samkvæmt voru veittar við­urkenn- ingar fyrir fallegan einkagarð­, fjölbýlishúsa- garð­ með­ leikvelli, fyrirtæki til fyrirmyndar, plokkara ársins og snyrtilegustu götuna ásamt þeirri nýbreytni að­ velja tré­ ársins. Við­ur­kenning­ar­ 2023 hlutu: Mosskógar og Dalsgarð­ur sem fyrirtæki til fyrirmyndar. Mosskógar fyrir flott fram- tak við­ rekstur útimarkað­ar og góð­a að­- stöð­u fyrir ferð­amenn og tók Jón Jóhanns- son á móti við­urkenningunni. Dalsgarð­ur fyrir framfarir og áherslu á ræktun blóma, sumarblóma og umhverf­ismála og tók Gísli Jóhannsson á móti við­urkenningunni. Við­urkenningu fyrir fallegt fjölbýli hlaut Vefarastræti 16-22 fyrir fallegan og vel hirtan garð­ með­ snyrtilegum leikvelli. Formað­ur húsfé­lagsins Kristján Imsland tók við­ við­urkenningunni. Hjarð­arland 6 hlaut við­urkenningu fyrir fallegan garð­ við­ einbýlishús þar sem garð­urinn er fjölbreyttur, fallegur ævintýra- heimur sem gaman er að­ skoð­a. Eigendun- um Söru Rún Róbertsdóttur og Kristni Inga Hrafnssyni var veitt við­urkenningin. Garð­ar Smárason fé­kk við­urkenningu sem plokkari ársins. Garð­ar hefur plokkað­ síð­an 2007 og fer á hverjum morgni og tínir upp bæð­i rusl í miklu magni og skilagjald- skyldar umbúð­ir. Tré­ ársins er af tegundinni Sitkagreini – Picea sitchensis og stendur við­ Álafoss- veg 10. Tré­ð­ var upprunalega á einkalóð­ en tilheyrir núna bæjarlandi, það­ er 17,5 m og þykir ekki hávax­ið­ en það­ er 71 cm í þvermál sem þykir mjög svert fyrir þessa tegund hé­r á landi. Örvar Jó­hanns­s­on formað­ur umhverf­is­nefnd­ar, Garð­ar Smáras­on plokkari, Jó­n Jó­hanns­s­on Mos­s­kó­g- um, Gís­li Jó­hanns­s­on Dals­garð­i, Kris­tján Ims­land­ formað­ur hús­fé­lags­ins­ Vefaras­træti 16-22 ás­amt Söru Rún Ró­berts­d­ó­ttur og Kris­tni Inga Hrafns­s­yni Hjarð­arland­i 6. Hátíðardagskrá á bæjarhátíðinni Í túninu heima • Bræðurnir Gísli og Nonni verðlaunaðir • Garðar plokkari ársins Umhverfisviðurkenningar veittar Verkefnið Göngum í skólann sett Setningarathöfn í Helgafellsskóla • 82 skólar skráðir rósa skólastjóri í helgafellsskólahalla karen flytur ávarp gengið af stað

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.