Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 6
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Þann 1. september tók nýtt skipurit gildi
hjá Mosfellsbæ.
Bæjarstjórn samþykkti skipulagsbreyt-
ingarnar í kjölfar stjórnsýslu- og rekstrar-
úttektar sem var framkvæmd í vetur.
Leiðarljós við mótun nýs skipurits var
að horfa á verkefnin út frá áherslum sveit-
arfélagsins og efla þjónustu við bæjarbúa í
stækkandi sveitarfélagi. Með nýju skipulagi
gefst aukið svigrúm til að skerpa á áhersl-
um varðandi stjórnarhætti, efla áhættu-
og árangursmat, samhæfa verkefni á milli
sviða og deilda, fylgja eftir umbótum og
nýta betur þá tækniþróun sem hefur orðið
í samfélaginu.
Áhersla lögð á farsæld barna
Nýtt svið, menningar-, íþrótta- og lýð-
heilsusvið. verður sett á laggirnar auk skrif-
stofu umbóta og þróunar en þjónustu- og
samskiptadeild verður lögð niður.
Á menningar-, íþrótta og lýðheilsusviði
verða málefni bókasafnsins, Hlégarðs,
héraðsskjalasafns, íþróttamiðstöðvarinn-
ar að Varmá og íþróttamiðstöðvarinnar
Lágafells, samningar við íþróttafélög og
lýðheilsuverkefni.
Á skrifstofu umbóta og þróunar verða
verkefni tengd stafrænni umbreytingu,
upplýsingatækni, upplýsingamiðlun,
tölfræði og greiningu auk innleiðingar á
helstu umbótatillögum sem komu fram í
skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Strategíu.
Sérstök áhersla er lögð á farsæld barna
í þessum skipulagsbreytingum og verður
þétt samstarf milli sviða í því mikilvæga
verkefni.
Á myndinni eru Þóra Hjaltested bæjar-
lögmaður, Arnar Jónsson sviðsstjóri menn-
ingar-, íþrótta- og lýðheilsumála, Jóhanna
B. Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs, Pétur
J. Lockton sviðsstjóri fjármála- og áhættu-
sviðs, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri,
Ólafía D. Ásgeirsdóttir skrifstofustjóri um-
bóta og þróunar, Gunnhildur Sæmunds-
dóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs,
Kristján Þór Magnússon sviðsstjóri mann-
auðs- og starfsumhverfissviðs og Sigurbjörg
Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs. Th
ul
e
Ph
ot
o
Nýtt skipurit tók gildi 1. september • Menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið • Skrifstofa umbóta og þróunar
Skipulagsbreytingar taka gildi
Verkefnið Göngum í skólann var sett við
hátíðlega dagskrá í Helgafellsskóla og var
það í sautjánda sinn frá upphafi.
Halla Karen Kristjánsdóttir formaður
bæjarráðs tók þátt í setningunni fyrir hönd
Mosfellsbæjar ásamt Ásmundi Einari
Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra,
Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og
Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglu-
stjóra.
Flutt voru stutt ávörp og Sirkus Íslands
var með skemmtiatriði áður en nemendur,
starfsfólk og gestir fóru í stuttan göngutúr
nálægt skólanum.
Þátttaka í verkefninu hefur aukist jafnt og
þétt í gegnum árin og voru 82 skólar skráðir
til þátttöku á síðasta ári. Helgafellsskóli er
einn af þeim skólum sem taka þátt í ár.
Skráning stendur enn yfir og ekki of seint
að skrá sig samkvæmt upplýsingum á vef
verkefnisins.
Hátíðardagskrá fór fram í Hlégarði í tengsl-
um við bæjarhátíðina Í túninu heima. Þar
voru meðal annars veittar umhverfisviður-
kenningar.
Venju samkvæmt voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir fallegan einkagarð, fjölbýlishúsa-
garð með leikvelli, fyrirtæki til fyrirmyndar,
plokkara ársins og snyrtilegustu götuna
ásamt þeirri nýbreytni að velja tré ársins.
Viðurkenningar 2023 hlutu:
Mosskógar og Dalsgarður sem fyrirtæki
til fyrirmyndar. Mosskógar fyrir flott fram-
tak við rekstur útimarkaðar og góða að-
stöðu fyrir ferðamenn og tók Jón Jóhanns-
son á móti viðurkenningunni. Dalsgarður
fyrir framfarir og áherslu á ræktun blóma,
sumarblóma og umhverfismála og tók Gísli
Jóhannsson á móti viðurkenningunni.
Viðurkenningu fyrir fallegt fjölbýli
hlaut Vefarastræti 16-22 fyrir fallegan og
vel hirtan garð með snyrtilegum leikvelli.
Formaður húsfélagsins Kristján Imsland
tók við viðurkenningunni.
Hjarðarland 6 hlaut viðurkenningu
fyrir fallegan garð við einbýlishús þar sem
garðurinn er fjölbreyttur, fallegur ævintýra-
heimur sem gaman er að skoða. Eigendun-
um Söru Rún Róbertsdóttur og Kristni Inga
Hrafnssyni var veitt viðurkenningin.
Garðar Smárason fékk viðurkenningu
sem plokkari ársins. Garðar hefur plokkað
síðan 2007 og fer á hverjum morgni og tínir
upp bæði rusl í miklu magni og skilagjald-
skyldar umbúðir.
Tré ársins er af tegundinni Sitkagreini
– Picea sitchensis og stendur við Álafoss-
veg 10. Tréð var upprunalega á einkalóð
en tilheyrir núna bæjarlandi, það er 17,5
m og þykir ekki hávaxið en það er 71 cm
í þvermál sem þykir mjög svert fyrir þessa
tegund hér á landi.
Örvar Jóhannsson formaður umhverfisnefndar, Garðar Smárason plokkari, Jón Jóhannsson Mosskóg-
um, Gísli Jóhannsson Dalsgarði, Kristján Imsland formaður húsfélagsins Vefarastræti 16-22 ásamt
Söru Rún Róbertsdóttur og Kristni Inga Hrafnssyni Hjarðarlandi 6.
Hátíðardagskrá á bæjarhátíðinni Í túninu heima • Bræðurnir Gísli og Nonni verðlaunaðir • Garðar plokkari ársins
Umhverfisviðurkenningar veittar
Verkefnið Göngum
í skólann sett
Setningarathöfn í Helgafellsskóla • 82 skólar skráðir
rósa skólastjóri
í helgafellsskólahalla karen flytur ávarp
gengið af stað