Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 10
- Fréttir úr bæjarlífinu10
Laus störf
í Mosfellsbæ
Öll laus störf hjá Mosfellsbæ
og stofnunum má sjá og sækja
um á ráðningarvef bæjarins:
www.mos.is/storf
Evrópsk samgönguvika, European Mobility
Week, er haldin 16.-22. september ár hvert.
Markmið vikunnar er að kynna íbúum í
þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn
eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu
fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á
umhverfi og andrúmsloft.
Þannig er almenningur hvattur til að
nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar
og aðra vistvæna fararkosti. Mosfellsbær
tók fyrst þátt í samgönguvikunni 2003.
Þriðjudagur, 19. september kl. 17-19.
BMX-hátíð á Miðbæjartorginu. BMX
BRÓS verða með orkumikla sýningu og
í kjölfarið bjóða þeir upp á skemmtilegt
hjólanámskeið þar sem þátttakendur leysa
krefjandi hjólaþrautir, fá kennslu í grund-
vallaratriðum og enda svo á tímatöku.
Muna að taka hjól og hjálm með.
Miðvikudagur, 20. september kl. 15-17
Dr. Bæk á Miðbæjartorgi. Allir hjólaeig-
endur hvattir til að koma með hjólhesta
sína í fría ástandsskoðun hjá Dr. Bæk.
Doktorinn kemur með farandskoðun-
arstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra
skiptilykla. Hann skoðar hjólin og vottar
heilsu þeirra.
Föstudagur, 22. september
Bíllausi dagurinn. Strætó bs. og sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða frítt
í strætó þennan dag. Mosfellingar hvattir
til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér
vistvæna samgöngumáta.
Snyrtistofan BeautyStar opnaði með pomp
og prakt á bæjarhátíðinni Í túninu heima
en stofan er staðsett í Sunnukrika 3, fyrir
aftan Apótekarann.
Það er snyrtifræðingurinn Ágústa Nellý
Hafsteinsdóttir sem er eigandi stofunnar
en þess má geta að Ágústa er að láta ára-
tugagamlan draum rætast.
„Ég hef starfað í faginu í rúm 20 ár og
alltaf langað til að opna mína eigin stofu.
Ég er að koma úr krabbameinsveikindum
og í þessu veikindaferli þá ákvað ég að nú
væri tími til að láta verkin tala og draumana
rætast. Ég er í endurhæfingu og ætla mér
að sigrast á þessu,“ segir Ágústa sem er í
skýjunum með viðtökurnar og segir að fullt
hafi verið út að dyrum í opnuninni.
Brúnkusprautun og göt í eyru
„Við bjóðum upp á alla almenna snyrt-
ingu, litun og plokkun, hand- og fótsnyrt-
ingu, vaxmeðferðir, naglaásetningu og
fleira. Við bjóðum upp á brúnkusprautun
sem ég held að sé nýjung hér í Mosfellsbæ.
Við getum sett göt í eyru og í framtíðinni
munum við bjóða upp á nudd og ýmsar
líkamsmeðferðir.
Við erum í frábæru húsnæði, stofan er
180 fm rúmgóð og björt. Hér er pláss fyrir
alla og aðkoman hentar öllum hvort sem
fólk notast við hjólastól eða göngugrind.“
20% afsláttur í september
Opnunartilboð BeautyStar er 20% afslátt-
ur á öllum meðferðum sem pantaðar eru
í september. „Við erum uppfullar af hug-
myndum, nú er opnunartilboðið í gildi og
okkur langar að taka þátt í bleikum október
með einhverjum hætti þar sem það málefni
stendur mér nærri.
Við verðum með sérstakt tilboð á öllum
bleikum vörum sem við bjóðum upp á
og viljum gefa áfram af okkur til Krabba-
meinsfélagsins. Svo langar okkur að gera
okkar eigið jóladagatal og fleira í þeim dúr.
Okkur langar að sjá stofuna okkar vaxa
og dafna í takt með bæjarbúum, tökum
fagnandi á móti hugmyndum og viljum
gera okkar besta til að verða við þörfum og
óskum Mosfellinga,“ segir Ágústa að lokum
en hægt er að panta tíma í gegnum Noona.
is eða í síma 8680844.
BMX Brós, Dr. Bæk og frítt í Strætó • Bíllinn eftir heima
Samgönguvika haldin
í Mosfellsbæ
Mosfellsbær og Alefli ehf. hafa undirritað
verksamning um byggingu leikskóla í
Helgafellslandi.
Um er að ræða uppsteypu og fullnaðar-
frágang á um 1.680 m2 leikskóla og tilheyr-
andi lóð að Vefarastræti 2-6.
Markmiðið er að byggja hagkvæman og
vel útfærðan leikskóla sem mætir þörfum
metnaðarfulls leikskólastarfs og mennta-
stefnu Mosfellsbæjar. Leikskólinn verði
hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing
og loftgæði verði sem best og byggingin í
heild sinni falli þannig að umhverfi sínu
að auðvelt sé að tengja saman skólastarf,
náttúru, umhverfi og samfélag.
Verkinu að fullu lokið 1. maí 2025
Vinna Aleflis felst í að steypa upp leik-
skólann, framkvæma nauðsynlegar fyll-
ingar innan lóðar og mannvirkja ásamt því
að loka og klára húsið að fullu að innan og
utan.
Lóð leikskólans verður við opnun
fullkláruð með leiktækjum, bílaplani og
gönguleiðum og skal verkinu að fullu lokið
1. maí 2025.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Magnús Þór Magnússon frá alefli fyrir framan. Gunnhildur
Sæmundsdóttir, Jóhanna B. Hansen, Óskar Gísli Sveinsson og Helga Hannesdóttir fyrir aftan.
Samningur Mosfellsbæjar og Aleflis • 1.680 m2 leikskóli
Alefli byggir leikskóla
í Helgafellslandi
Áratugagamall draumur hjá Ágústu Nellý að rætast
Snyrtistofan Beauty-
Star opnar í Sunnukrika
ágústa nellý
hafsteinsdóttir
bmx-hátíð á
miðbæjartorginu
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum
á mosfellingur@mosfellingur.is