Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 12
Vorboðar kór eldri borgara í Mosfellsbæ
heldur söngskemmtun í Hlégarði 1. október kl 16:00
Vorboðar syngja ljúf lög undir stjórn Hrannar Helgadóttur.
Undirleik annast Helgi Helgason
Gestir verða hjómsveitin Hrókar frá Keflavík
Kaffi og meðlæti . Aðgangseyrir 1.500 kr í reiðufé
- Frítt, frjáls og óháð bæjarblað12
Í vikunni undirrituðu Mosfellsbær, Byggingafélagið Bakki og Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun viljayfirlýsingu um byggingu íbúða
sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán við Huldugötu 2-4 og 6-8
í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkti að fella burt kvöð um tiltekinn fjölda íbúða
fyrir 55 ára og eldri á þessum lóðum og auka þannig möguleika
fyrstu kaupenda og efnaminni einstaklinga og fjölskyldna.
Auknir möguleikar fyrstu kaupenda
Byggingafélagið Bakki skuldbindur sig til að byggja allar 60
íbúðirnar þannig að þær uppfylli skilyrði og reglugerð um hlut-
deildarlán og einnig skuldbindur félagið sig til að selja að lágmarki
30 þeirra til einstaklinga sem hafa fengið samþykki fyrir veitingu
lánsins.
Þá skuldbindur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sig til að gera
ráð fyrir úthlutun að lágmarki 30 hlutdeildarlána á umræddum
lóðum. Um er að ræða 2ja og 3ja herbergja íbúðir.
Með því að skapa skilyrði fyrir þessum breytingum er Mosfells-
bær að auka möguleika fyrstu kaupenda og efnaminni einstaklinga
til að komast inn á fasteignamarkaðinn.
Góð aðsókn á kynn
ingu eldri borgara
Það var fullt út úr dyrum í Hlégarði
miðvikudaginn 23. ágúst þegar
þjónusta við eldri borgara í sveitar-
félaginu var kynnt fyrir opnu húsi.
Þjónustuaðilar við eldri borgara í
Mosfellsbæ buðu upp á kynningar-
bása um það starf sem fram fer hjá
þeim og voru þessir aðilar velferð-
arsvið Mosfellsbæjar, Félag aldraðra
í Mosfellsbæ (FaMos), Öldungaráð
Mosfellsbæjar, Heilsugæslan, Safn-
aðarheimili kirkjunnar, félagsstarfið
og síðast en ekki síst 65+ klúbbur
Golfklúbbs Mosfellsbæjar, sem
bauð m.a. upp á púttæfingar á
staðnum. Það er ljóst að mikið og
öflugt starf er í boði fyrir þennan
aldurshóp í Mosfellsbæ og ættu allir
að geta fundið sér eitthvað við hæfi.
Þetta er annað árið í röð sem slík
kynning á sér stað og ljóst miðað við
þátttökuna og gleðina sem skein úr
öllum andlitum að hún er komin til
að vera.
Mosfellsbær, Byggingafélagið Bakki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar semja
Íbúðir með hlutdeildarlánum
byggðar í Helgafellshverfinu
Anna Guðmundsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Örn Kjærnested framkvæmdastjóri Bygginga-
félagsins Bakka. Fyrir aftan standa Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar og Einar Páll Kjærnested frá Bakka. Fjölbýlin sjást efst á tölvugerðu myndinni.
Hlutdeildarláni er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir
ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup.
Kaupandi leggur fram a.m.k. 5% kaupverðs í útborgun.
Kaupandi tekur húsnæðislán fyrir 75% kaupverðs.
HMS veitir kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að 20% kaupverðs.