Mosfellingur - 14.09.2023, Blaðsíða 30
- Íþróttir30
ÚTIVISTAR-
REGLURNAR*
Á skólatíma 1. september til 1. maí
12 ára börn og yngri
mega lengst vera úti til kl. 20
13 – 16 ára börn mega
lengst vera úti til kl. 22
1. maí til 1. september
12 ára börn og yngri
mega lengst vera úti til kl. 22
13 – 16 ára börn mega
lengst vera úti til kl. 24
*Skv. 92 gr. laga nr. 80/2002
www.samanhopurinn.is
FORELDRAR VERUM SAMTAKA!
Foreldrum er heimilt að stytta þennan tíma en ekki lengja. Bregða má út af reglu-
num þegar börn eru í fylgd með fullorðnum og börn 13-16 ára eru á heimleið frá
viðurkenndri skóla,- íþrótta- eða æskulýðssamkonu. Aldur miðast við fæðingarár.
FORELDRAR VERUM SAMTAKA!
www.samanhopurinn.is
Foreldrum er heimilt að stytta þennan tíma en ekki lengja. Bregða má út af reglu-
FORELDRAR VERUM SAMTAKA!
Þjálfari meistaranna
þjálfar yngstu börnin
Í sumar samdi Ólafur Jónas Sigurðs-
son við Aftureldingu og mun hann
þjálfa 1.-4. bekk í körfuboltanum í
vetur. Það eru frábærar fréttir að fá
Ólaf í starf þessarar ungu deildar en
þar er á ferðinni
gríðarlega öflugur
þjálfari sem er
öllum hnútum
kunnugur í
Mosfellsbænum
þar sem hann
er búsettur og
kennir í Kvíslar-
skóla. Má segja
að koma hans sé enn einn liðurinn
í uppgangi körfuboltans í Mos-
fellsbæ sem hefur vaxið gríðarlega
undanfarin ár. Ólafur kemur til
Aftureldingar frá Val þar sem
hann stýrði kvennaliði félagsins
til Íslandsmeistaratitils auk þess
sem hann er hluti af þjálfarateymi
A landsliðs kvenna í körfubolta.
Það er því spennandi fyrir yngstu
iðkendurna að mæta í körfu og
fá leiðsögn frá Íslandsmeistara.
Tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga að
kíkja á æfingu og prófa.
Í dag, fimmtudaginn 14. september, halda
meistaraflokkar Aftureldingar í blaki í
æfinga- og keppnisferð til Spánar, nánar
tiltekið til Las Palmas.
Á því móti verða m.a. bestu lið Spánar
bæði kvenna- og karlamegin svo þetta
verður eflaust lærdómsrík ferð og góður
undirbúningur fyrir komandi leiktíð. Liðin
koma heim þriðjudagskvöldið 19. septemb-
er og eiga bæði fyrstu leikina sína í úrvals-
deildunum daginn eftir. Stelpurnar okkar
taka á móti liði Álftaness og strákarnir á
móti liði Stál-Úlfs að Varmá miðvikudaginn
20. september.
Stelpurnar enduðu í 2. sæti eftir frábæra
viðureign við KA sem á endanum hampaði
titlinum góða í vor eftir rosalega leiki og
strákarnir duttu út í undanúrslitum, líka
móti KA sem einnig hampaði Íslandsmeist-
aratitlinum karlamegin.
Bæði liðin stefna alla leið í vetur og ætla
sér langt og vonumst við til að bæjarbúar
mæti á leikina og styðji við bakið á liðunum
okkar í vetur.
Afturelding hefur nýja önn með stórri breytingu en það er með
trega sem félagið tilkynnir að Svava Ýr hefur, eftir 30 frábær ár,
ákveðið að láta gott heita með Íþróttaskóla barnanna.
Hún og hennar aðstoðarfólk hefur í samvinnu við Aftureld-
ingu unnið gríðarlega gott starf fyrir samfélagið í heild sinni og
er henni þakkað kærlega fyrir sitt framlag.
„Blakdeild Aftureldingar með Valal í fararbroddi mun taka
við verkefninu og erum við gríðarlega ánægð með það, þau
sóttust eftir verkefninu enda með gríðarlega fært fólk í sínum
röðum, íþróttamenntað og marga í námi sem tengist börnum og
íþróttafræði.“
Stefnt er á að skólinn fari aftur í gang laugardaginn 23. sept-
ember, en það verður nánar auglýst á facebooksíðu félagsins.
Skráningar fara fram í gegnum Sportabler, nánar auglýst síðar.
Afturelding burstaði Ægi 5-0 á Malbikstöðinni að Varmá í næstsíð-
ustu umferð Lengjudeildar karla um síðustu helgi.
Mikil stemming var á leiknum eins og vanalega á heimaleikjum
en Himmi Gunn og Steindi Jr. stýrðu skemmtilegu bingói fyrir
áhorfendur í hálfleik.
Afturelding mætir Þrótti R. í Laugardal klukkan 14:00 á laugardag
í lokaumferðinni. Afturelding er í 2. sæti fyrir lokaumferðina en með
hagstæðum úrslitum er möguleiki á að vinna deildina og komast í
Bestu deildina í fyrsta skipti í sögunni. Verði 2. sætið niðurstaðan
mun Afturelding fara í umspil um sæti í Bestu deildinni.
Stelpurnar kláruðu tímabilið sitt um síðustu helgi þegar liðið
gerði jafntefli við FHL fyrir austan. Afturelding endar fyrir miðju í
Lengjudeildinni þetta sumarið.
Blakið að fara á fullt
Magnús Már Einarsson, þjálfari
meistaraflokks karla hjá Aftur-
eldingu, og Enes Cogic aðstoð-
arþjálfari hafa báðir framlengt
samninga sína til tveggja ára
eða út tímabilið 2025.
Maggi og Enes eru að klára
sitt fjórða tímabil með Aftur-
eldingu en undir þeirra stjórn
hefur liðið bætt árangur sinn ár
frá ári. Annað árið í röð hefur
Afturelding slegið stigamet
félagsins í Lengjudeildinni og
þegar tvær umferðir eru eftir er
liðið í harðri baráttu um sæti í Bestu deildinni, þvert á allar spár fyrir mót.
„Það er gríðarlegur heiður að þjálfa uppeldisfélagið og ég hlakka til að gera það áfram
næstu árin. Trúin og liðsheildin í hópnum er stórkostleg og við erum staðráðnir í að klára
núverandi tímabil af krafti og ná markmiðum okkar. Strákarnir í liðinu hafa lagt mikið á
sig á þessu tímabili og eiga mikið hrós skilið.
Umgjörðin í kringum liðið er fyrsta flokks og stemningin á leikjum í Mosfellsbæ er mögn-
uð. Við erum gífurlega þakklátir fyrir að eiga frábæra stuðningsmenn og erum staðráðnir í
að halda áfram að bæta liðið og taka skref fram á við næstu árin,“ segir Maggi.
Maggi og Enes framlengja
maggi, gísli og enes
Lokaumferð Lengjudeildarinnar um helgina
Barist um sæti í
Bestu deildinni
Svava Ýr leggur
flautuna á hilluna
Nýstofnuð Borðtennisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir opnu húsi
í Lágafellsskóla í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima.
Æfingar hafnarMOSFELLINGUR
Hvað Er
að frétta?
SEndu okkur línu...
mosfellingur@mosfellingur.is