Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 10

Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202410 Matvælaráðuneytið hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestinga- stuðning í nautgriparækt og sauð- fjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2024. Í nautgriparækt bár- ust 138 umsóknir, þar af voru 62 vegna nýframkvæmda og 76 vegna endurbóta á eldri byggingum. Heildarkostnaður við fjár- festingar nautgripabænda vegna framkvæmda á árinu 2024 er samkvæmt umsóknum tæpir fimm milljarðar króna. Til úthlutunar eru 268 millj. kr. og styrkhlutfall reiknast um 5,4% af heildarfjár- festingakostnaði. Í sauðfjárrækt bárust 135 umsóknir. Þar af eru 38 umsóknir vegna nýframkvæmda og 97 vegna endurbóta á eldri byggingum. Heildarkostnaður við fjárfestingar sauðfjárbænda vegna framkvæmda á árinu 2024 er 2,2 milljarðar kr. Samkvæmt nýgerðu samkomu- lagi um endurskoðun á sauðfjár- ræktarsamningi eru nú auknir fjár- munir til ráðstöfunar í fjárfestinga- stuðningi greinarinnar eða samtals 238 millj kr. og styrkhlutfall reikn- ast um 11% af heildarfjárfestinga- kostnaði. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði gripa og aukinni umhverfisvernd. Hægt er að sækja um stuðning til sömu framkvæmdar í allt að þrjú ár samfleytt. mm Síðastliðinn miðvikudagsmorgun, þegar olíuflutningabíl var ekið niður heimreiðina að Hrísum í Flókadal, vildi ekki betur til en svo að veg- kanturinn gaf sig og sat bíllinn pikkfastur. Hægara sagt en gert var að ná bílnum upp en heildar- þunginn var um 26 tonn. Beðið var eftir öðrum olíuflutningabíl til að létta farminum af bílnum svo hægt væri að ná honum upp. Klaki er ekki enn farinn úr jörðu og víða aurbleyta, ekki síst á melum. mm Tæplega þriðjungur Íslendinga kaupir föt og skó á netinu á meðan aðrir gera sér ferð út í búð. Þetta er niðurstaða könnunar sem Rannsóknasetur verslunarinnar framkvæmdi. Þar kemur fram að Íslendingar kaupa fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslanafyrir- tækjum sem bjóða upp á net- verslun. Tæplega annar hver hlutur sem Íslendingar flytja inn eru föt eða skór. Íslendingar kaupa jafn mikið í netverslun af innlendum fataverslunar fyrirtækjum og þeir fengu sent af fötum frá Kína á árinu 2023. Þau viðskipti námu 3,7 millj- örðum króna. Bretland, Banda- ríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda föt hingað til lands eftir pantanir Íslendinga í erlendri netverslun. mm Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt og nautgriparækt Nýtt fjós er nú í byggingu á Helgavatni í Þverárhlíð. Myndin tengist þó ekki fréttinni með beinum hætti. Ljósm. Skessuhorn/hig Kanturinn lét undan síga Um þriðjungur Íslendinga kaupir fötin á netinu Forsetakosningar 1. júní 2024 Kjörfundur í Sveitarfélaginu Stykkishólmi vegna forsetakjörs þann 1. júní n.k. verður í Grunnskólanum að Borgarbraut 6, frá kl. 10:00 til kl 22:00. Kjósandi skal framvísa gildum skilríkjum á kjörstað. Kjörstjórn SK ES SU H O R N 2 02 4 S V E I T A R F É L A G I Ð S T Y K K I S H Ó L M U R S K E S S U H O R N 2 02 4 Auglýsing um kjörfund vegna forsetakosninga 2024 Kjörfundur vegna forsetakosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 1. júní. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 10-22. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Kjörfundur í Dalabyggð vegna forseta- kosninga verður í félagsheimilinu Dalabúð laugardaginn 1. júní 2024. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00. Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forseta- kosninga liggur frammi til kjördags á skrif- stofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, alla virka daga kl. 9:00 – 13:00. Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæða- greiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjör- stjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðar- manni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Yfirkjörstjórn Dalabyggðar Forsetakosningar 2024 SK ES SU H O R N 2 02 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.