Skessuhorn - 29.05.2024, Page 22

Skessuhorn - 29.05.2024, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202422 Matarvagninn Mæstró street food hefur verið fastur punktur í miðbæ Grundarfjarðar síðustu sumur. Vagninn sjálfur er kominn til ára sinna þó að veitingarnar úr honum standi alltaf fyrir sínu. Nú hafa eigendur Mæstró keypt matargám sem mun taka við af vagninum. Þau Sólveig Ásta Bergvinsdóttir og Almar Þorleifs- son eru eigendur Mæstró og opn- uðu núna í maí við góðar undir- tektir íbúa og ferðamanna. „Við ætlum samt að eiga vagninn áfram og munum nota hann til að bjóða upp á pylsur og báta annars staðar en hér,“ segir Sólveig. „Það er gott að geta keyrt til viðskiptavina í nágrenninu eins og í brúðkaup eða ættarmót,“ bætir hún við. Vinna hefst fljótlega við að inn- rétta nýja gáminn og reikna þau með að opna hann í júní. tfk Varðskipið Freyja kom til Grundar- fjarðar föstudaginn 17. maí síðast- liðinn en tilefnið var að eyða hvíta- sunnuhelginni við bryggju. Þetta glæsilega skip lá við landfestar fram yfir helgina og hélt svo út á miðin þriðjudaginn 21. maí. Áhöfnin var á bakvakt og til taks um borð. tfk Gunnhildur Lind Hansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Borgarness. Gunnhildur hefur langa reynslu og þekkingu úr starfi klúbbsins en hún hefur verið viðloðandi hann frá unga aldri. Hún hefur síðasta árið unnið við markaðssetningu klúbbsins og móttöku gesta á golfvellinum. Gunnhildur er sjálfstætt starf- andi ljósmyndari en mun verða í 60% starfshlutfalli fyrir klúbbinn. Hún tekur við af Finni Guðmunds- syni sem ráðinn var framkvæmda- stjóri í desember 2023 en Finnur var búinn að undirbúa golfsumarið sem nú er komið á fullt. Í samtali við Skessuhorn segist Gunnhildur hlakka til sumarsins og að henni þyki það spennandi að vinna fyrir klúbbinn sinn. Þá segir hún völlinn líta vel út eftir veturinn. Margrét Katrín Guðnadóttir, einn stjórnar- manna í GB, nefndi við blaða- mann að nú þegar væri búið að leggja inn pöntun um gott veður í sumar og að stjórninni hlakki til samstarfsins við Gunnhildi Lind. Á sama tíma þakkar stjórnin Finni Guðmundsyni fyrir hans vinnuframlag til klúbbsins. hig Birgir Alexandersson er einn af nýliðunum á strandveiðum. Hann er nýbúinn að festa kaup á sínum fyrsta báti en hann er reyndar vanur sjómaður, hefur róið á stærri skipum undanfarin ár frá Suðurnesjum. En Birgir hefur mikinn áhuga á fisk- veiðum og langaði að vera sinn eigin herra á strandveiðum. Vel hefur gengið hjá Birgi í þeim fáu róðrum sem hann hefur farið og allt gengið að óskum, enda er Breiðafjörður- inn mjög gjöfull, en Birgir gerir bát sinn Timon SH út frá Ólafs- vík. Á myndinni er Birgir með 30 kílóa þorsk sem hann fékk nýverið á handfærin skammt frá Ólafsvík. af Gunnhildur í starf framkvæmdastjóra Golfklúbbs Borgarness Vill verða sinn eigin herra við veiðarnar Gunnhildur Lind Hansdóttir. Keppendur á stærsta móti Golfklúbbs Borgarness, Hjóna – og Parakeppni GB, pútta á 18. flöt Hamarsvallar. Ljósm. glh Breytingar framundan hjá Mæstró Þessi ungi herramaður var ekki svikinn af pylsu og ávaxtasafa úr Mæstró. Freyja eyddi hvítasunnuhelginni í Grundarfirði Freyja við landfestar í Grundarfirði með Kirkjufellið í baksýn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.