Skessuhorn - 29.05.2024, Side 30

Skessuhorn - 29.05.2024, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202430 Albert Guðmundsson er einn þeirra manna sem byrjaði ungur að árum að fara til sjós. Hann segist fyrst hafa farið á sjó á 16 ára afmælis deginum á línubátnum Gunnari Bjarnasyni SH frá Ólafs- vík. „Það kom þannig til að þegar ég var í skóla var starfskynning á vegum skólans og ákvað ég þá að prófa að fara til sjós en sambekk- ingar mínir fóru í frystihúsið, kaup- félagið eða í önnur fyrirtæki. Ég man að það var fimm tíma stím á miðin og leið mér strax vel um borð og fékk þarna nasaþefinn af sjómennskunni. Áhafnarmeðlimir tóku mér líka vel og létu mig prófa ýmis verk um borð,“ segir Albert. Eftir þetta var ekki aftur snúið. „Þarna ákvað ég að stunda sjó- mennsku eftir að skólagöngu minni lyki. Svo spillti ekki þeirri ákvörðun að flestir vinir mínir voru komnir á sjó á þeim tíma,“ segir hann. „Síðan fór ég í lausa- róðra á netabátnum Sigurvík og fór fjóra róðra á þeim báti og það má segja að ég hafi byrjað form- lega sjómennsku þar. Mitt fyrsta fasta pláss var svo á netabátnum Steinunni SH. Um hausið 1981 réði ég mig svo á bátinn Jóa á Nesi og var þar í mörg ár,“ segir Albert og bætir við að honum hafi liðið einstaklega vel þar um borð. „Eftir að skipsplássi mínu á Jóa á Nesi lauk breytti ég um og fór á dragnótar- og netabátinn Hug- borgu SH 87 og var þar í nokkur ár. Síðan kaupi ég minn fyrsta bát árið 1989 og átti þann bát í eitt ár og var á handfærum. Þá seldi ég bátinn og keypti skel 80 frá Akureyri; splunku nýjan bát sem ég skírði í höfuðið á föðurömmu minn Ásthildi. Ég var á handfærum og línu á þeim báti og átti hann til 2005 þegar ég seldi hann. Ég réri aðeins yfir sumartímann og fram á haust, en yfir vetrar tímann var ég á ýmsum vertíðarbátum.“ Söðlað um Síðar á árinu 2005 flutti Albert ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og réði sig fljótlega á Aðalbjörgu II. Þar var hann á drag- nótar- og netaveiðum í eitt ár. Eftir það ræður hann sig til starfa hjá Löndun ehf og hefur stundað þá vinnu síðan; að landa úr togurum. Eins og sígaunalíf „En heimþráin var sterk og gat ég ekki alveg slitið mig frá rótunum í Ólafsvík og réri á strandveiðibáti í tvö sumur frá Ólafsvík. Síðan keypti ég mér strandveiðibát- inn Kríu árið 2015 og átti hann í fimm ár, seldi hann þá og keypti mér annan bát af bróður mínum sem ber nafn móður minnar, Matthildur SH. Ég er á honum í dag,“ segir Albert sem stundar nú strandveiðar frá heimabæ sínum Ólafsvík. Hann bætir svo við að hann losni seint við heimþrána, en það fylgi því smá ókostur að þurfa að keyra til Reykjavíkur á fimmtu- degi og svo aftur til Ólafsvíkur á sunnudegi. „En þetta er gaman,“ segir hann en bætir við að það sé svo sem ekki mikið mál að keyra þetta fram og til baka. „Þetta er eins og sígaunalíf og ég á góða vini hér í Ólafsvík. Það er mikið til félagsskapurinn sem gerir þetta skemmtilegt. Það eru ekki margir dagar sem strandveiði- tímabilið stendur yfir og fer þeim dögum reyndar alltaf fækkandi. Það er hins vegar allur kostn- aður að aukast við smáútgerð af þessu tagi. Alls konar gjöld sem við strandveiðisjómenn þurfum að standa undir og má segja að allur maímánuður fari í að greiða reikninga. Svo ekki verður maður ríkur af þessu,“ segir Albert að lokum. af Fór ungur til sjós og ræturnar fyrir vestan toga sterkt Rætt við Albert Guðmundsson sem nú stundar strandveiðar frá Ólafsvík Albert með vænan þorsk sem hann fékk í síðustu viku á strandveiðunum. Albert er þekktur sem góður handfæraveiðimaður og naskur á að finna veiðislóðirnar. Hér er hann á báti sínum Kríu SH. Albert ungur að árum. Albert hér á Hugborgu SH ásamt Kristni Þorgrímssyni. Hér er Albert að koma úr róðri með kjaftfullan bát. Brosmildur á Ásthildi SH á línuveiðum. Albert og Kristinn Þorgrímsson voru hinir mestu mátar. Þegar Kristinn lauk sinni sjómennsku beitti hann fyrir Albert þegar hann var á línuveiðum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.