Skessuhorn - 29.05.2024, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202436
Smári Axelsson býr í Stykkishólmi
með konu sinni Þórheiði Gunn-
laugsdóttur en saman eiga þau fjögur
uppkomin börn; Bergþór, Gunn-
laug, Hönnu Rún og Nökkva Frey
ásamt fjölmörgum barnabörnum og
tveimur lang afabörnum.
Smári er ekki að skafa að gest-
risninni í heimsókn blaðamanns en
þar var boðið upp á nýmalað kaffi
frá Guatemala. „Nökkvi vildi endi-
lega að ég leyfði þér að smakka þetta
blessaða kaffi. Viltu ekki mjólk?
Tengdadóttir okkar er frá Mexíkó og
hún kom með þetta,“ segir Smári og
tekur fyrsta sopann úr Arsenal bolla
sem hann rígheldur í. Smári spilaði
á yngri árum fótbolta en sjómanns-
og fjölskyldulífið hefur ávallt verið
í fyrsta sæti. „Nú hlustar maður á
þessi fótbolta podcöst, fylgist þannig
með fótboltanum en ég er byrjaður
að nota þessa frasa sem þar heyr-
ast. Ég er farinn að nota „sjjii“ alltof
mikið til dæmis út af þessum Dr.
Football þáttum og ég er að verða
66 ára í haust! „Sjjii,“ segir Smári og
hlær hátt.
Grundfirðingar
eru frábærir
Smári tekur sopa af kaffinu og en
fer nú að rifja upp upphaf hans á sjó.
„Ég byrjaði þegar ég kláraði grunn-
skólann. Þá fór ég á grásleppu með
Björgvini Guðmundssyni en fór svo
á skelveiðar með honum og Sigur-
jóni Helgasyni á Smáranum. Ferill-
inn byrjaði ekki vel en við náðum
að stranda í minni fyrstu ferð. Við
vorum bara að spæla egg og vorum
á stími út en þá lentum við beint á
skeri. Ég fer svo á Gullþór með
Viðari Björnssyni en þar um borð
voru reynslumiklir og skemmtilegar
menn sem hjálpuðu mér mikið og
voru með góðan húmor. Náði að
fara á síld fyrir austan um tvítugt en
ég ákvað að fara í Stýrimannskólann
árið 1980,“ segir Smári þegar hann
fyllir á Arsenal bollann sinn.
Smári fer svo með Viðari Björns-
syni á bátinn Sigurð Sveinsson sem
breytist svo í bátinn Svan. Smári
ákveður að færa sig yfir í að vera
skipstjóri á Kristni Friðrikssyni og
við tóku 17 ár sem skipstjóri hjá
útgerð Sigurðar Ágústssonar áður en
honum var boðið skipspláss á Farsæli
með Sigurjóni Halldórssyni hjá
útgerð Hermanns Sigurjónssonar,
sem stýrimaður og afleysingaskip-
stjóri. „Það var skemmtilegur tími.
Grundfirðingarnir eru frábærir. Her-
mann Sigurjónsson var þá við stjórn-
völinn og ég næ að kynnast honum.
Hann var einn af þessum gömlu
góðu mönnum og hann lifði fyrir
sjóinn. Hann sá vel um sitt starfs-
fólk, sína menn og stundum vorum
við nýkomnir af túr frá honum og þá
lá við að launin væru komin á undan
manni heim í Hólminn. Stundum
vorum við ekkert að gera á sumrin og
við mættum á bryggjuna í fyrsta túr
og þá kom hann og spurði; „Vantar
ykkur ekki pening drengirnir mínir
eftir sumarið?“ Alveg yndislegur
maður og var hann stöðugt í sam-
bandi við okkur, hvort sem við vorum
á landi eða úti á sjó,“ segir Smári.
Panama skurðurinn
Skelveiðar hrundu árið 2004 og var
þá keyptur rækjutogari sem Smári
var skipstjóri á. „Við gerðum rækju-
togarann út í eitt sumar en hann var
síðan seldur til Kanada. Þrír Kanada-
menn og við þrír Íslendingar sigldum
til Vancouver í Kanada og það voru
39 sólarhringir sem það ferðlag tók.
Sigldum niður til Panama og þar
tóku við þessar svokölluðu slussur
í Panama skurðinum. Báturinn fer
í þrjár slíkar og hækkar jafn óðum,
áður en við tekur stöðuvatn sem við
sigldum upp á. Þetta voru 45 mílur
sem við sigldum og svo var farið í
þessar slussur Kyrrahafs megin og
við sigldum alla leið til Vancouver.
Þessi framkvæmd var svo rosaleg að
maður gerði sér ekki grein fyrir því
á meðan hún stóð yfir. Við vorum
nefnilega ávallt með eitthvað fólk
sem náði að koma sér um borð í bát-
inn okkar og var bara að borða sinn
kvöldmat og svo lét það sig hverfa.
Þetta var mjög undarlegt en ég var
ávallt að fylgja öðrum bát í gegnum
skurðinn þannig að ég náði ekki
að láta þetta fólk heyra það,“ segir
Smári og hlær.
Boðið til Bíldudals
Smári var búinn að vera í ýmsum
störfum áður en honum var boðið
pláss á Bíldudal sem stýrimaður á
brunnbáti. Hann var stýrimaður á
ferjunni Baldri, starfsmaður í Skipa-
vík í Stykkishólmi, stýrimaður
og afleysingaskipstjóri á bátnum
Farsæli frá Grundarfirði. „Mér var
boðið þetta pláss fyrir vestan og þar
var fín vinna. Var þá að sækja lax út
í kvíarnar og pumpa honum upp á
land. Ég vann þarna í nokkurn tíma,
prófaði að fara á grálúðuveiðar en í
miðju Covid var mér boðið að ger-
ast stýrimaður á þjónustubáti hjá
Arnarlaxi. Í dag er ég skipstjóri hjá
Sjótækni á þjónustubáti fyrir laxeld-
isfyrirtækin fyrir vestan, að þjónusta
kvíarnar. Við erum þrír sem búum
um borð í bátnum og erum við
þar í hálfan mánuð í senn. Þetta er
mjög fjölbreytt starf og erum við að
fara á milli Patreksfjarðar og inn í
Djúpið,“ segir Smári.
Áhyggjur af
fiskistofnum
Nú er borið á borð súkkulaði
með kaffinu en umræðan fer nú
yfir í fiskistofna hér við land. „Ég
hef miklar áhyggjur af hinum og
þessum stofnum sem við höfum
verið að veiða úr, sem eru að týn-
ast úr hafinu. Meira að segja þorsk-
stofninn, sem við höfum verið að
reyna að byggja upp, er að klár-
ast. Skötuselurinn, skarkoli, stein-
bítur og sólkoli til dæmis, eru
bara að týnast. Ég hef alveg tekið
þátt í þessari eyðingu, viðurkenni
það alveg. Ég og allir hinir sjó-
mennirnir. Allavega rækjunni og
skelinni. Við þurfum að stýra þessu
miklu betur,“ segir Smári.
Fjallganga og
19 í forgjöf
Blaðamaður nær að róa Smára með
því að bjóða honum Extra tyggi-
gúmmí og förum við nú að spjalla
um næstu ár. „Við hjónin erum
mjög dugleg að fara út að ganga
í náttúrunni. Við höfum held ég
farið allan þennan fjallgarð sem þú
sérð hérna út um gluggann og við
munum halda því áfram. Við erum
búin að bóka einhverjar skipulagðar
ferðir en annars finnst okkur gaman
að fara bara eitthvert út, bara við
tvö að ganga. Svo ætla ég að reyna
að njóta þess að spila golf, ekki að
taka því of alvarlega og ef ég þekki
drengina mína rétt munu þeir reyna
að koma mér í keppnisástand en ég
mun reyna að halda þeirri vitleysu
frá,“ segir Smári að lokum.
hig
Launin voru á undan manni í Hólminn
Rætt við Smára Axelsson skipstjóra um lífið á sjónum
Smári heima við með Arsenal bollann sinn.
Gunnlaugur sonur Smára og báturinn Svanur SH 111. Báturinn Kristinn Friðriksson SH 3.
Þórheiður í fjallgöngu á Fimmvörðuhálsi.
Smári í fjallgöngu á Kaldbaki.
Gunnlaugur, Nökkvi Freyr, Bergþór og Smári saman í golfi.