Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 38

Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202438 Framhald á næstu opnu Rætt við Hjört Óla Halldórsson sem fór fyrst á sjó fermingarárið sitt og hefur alltaf tekist á við lífið af æðruleysi og dugnaði. Hann á 95 ár að baki og nýtur ævikvöldsins í góðri umönnun á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði. Lítið hús ­ hamingjusöm æska Það var í nóvemberbyrjun árið 1929 sem Hjörtur Óli kom í heim- inn á Patreksfirði, næstyngstur átta systkina, en tvær systur hans dóu ungar að árum. Æskuheimilið var lítið hús þar sem aðeins voru tvö herbergi, en; „einhvern veginn blessaðist þetta allt saman,“ segir hann brosandi þegar blaðamaður spyr hvort þetta hafi ekki verið erf- itt. Foreldrar hans höfðu kynnst á Patreksfirði, en voru bæði aðflutt þótt þau ættu þar allan sinn búskap. Móðir Hjartar hét Margrét Sig- ríður Hjartardóttir og var fædd árið 1890 á Valdastöðum í Bæj- arhreppi og faðir hans var Halldór Jóhannesson sem var fæddur árið 1891 á Húsavík en var frá Flateyjar- dal. Þau létust bæði á 8. áratug síð- ustu aldar. Haddi Möggu Halldór faðir Hjartar var lengst af háseti auk þess að vinna ýmis verk sem til féllu í landi, enda var marga munna að metta heima fyrir. Þar réð Margrét húsum í fjar- veru manns síns sem oft þurfti að fara í lengri túra þegar hann var á togurum. Þrátt fyrir stórt heim- ili segir Hjörtur að fjölskyldan hafi aldrei liðið skort og móðir hans vann líka úti þegar tækifæri gafst. „Og af því að pabbi var alltaf á sjó var ég kenndur við mömmu og kallaður Haddi Möggu,“ segir hann kíminn. „Það er meira að segja bátur á Patró núna sem heitir Haddi Möggu. Sá bátur er í eigu dóttursonar míns, Víkings Sindra Ólafssonar. Það var algengt að krakkar voru kenndir við mæður sínar því feðurnir voru alltaf á sjó og oft mikið fjarverandi. Mér leið bara mjög vel þegar ég var krakki. Mamma var góð móðir.“ Stóri hópurinn farinn Margrét móðir Hjartar var ein átta systkina og Hjörtur faðir hennar lést ungur úr lungnabólgu. Börnunum var þá flestum dreift á bæi eins og gekk og gerðist á þessum tíma. „En mamma flutti með Ólínu mömmu sinni á Patreksfjörð og þar átti hún eftir að kynnast pabba mínum,“ segir Hjörtur. „Ég verð að segja það að mér leið ljómandi vel í æsku.“ Voruð þið góðir vinir systkinin? „Já, en ég þekkti þau ekki öll vel,“ segir hann. „Þau fóru hingað og þangað.“ Systkini hans eru nú öll farin burt úr þessum heimi og hann er einn eftir af þeim stóra hópi. Þau hétu Jóhanna, Unnur, Jóhannes, Sigrún, Guðrún Fanney, Elísabet og Högni sem var yngstur, fæddur árið 1931. Einnig áttu þau uppeld- issysturina Kristínu Haraldsdóttur sem er systurdóttir Hjartar. Hún er á lífi og býr í Vestmannaeyjum. Snemma á sjó Hjörtur gekk í barnaskóla á Pat- reksfirði, en leið ekkert sérlega vel á skólabekk. „Um leið og skól- anum lauk á daginn var ég kominn niður í skúrana,“ segir hann. Hann segist hafa hent skólatöskunni inn um dyrnar heima og stokkið beint niður á höfn til að fylgjast með líf- inu þar. „Ég man ekki hvaða ár ég fermdist,“ segir hann. „En ég man að ég fór fyrst á sjó það ár; mig hafði alltaf langað á sjóinn.“ Báturinn sem um ræddi hét Ver og þeir voru fjórir á; þar á meðal var Gunnar mágur Hjartar. „Við vorum á snurvoð og lúðu og skötu,“ segir Hjörtur. Honum fannst ekkert erf- itt að fara til sjós svona ungur og varð lítið sem ekkert sjóveikur. „Ég fann bara dálitla velgju ef það var mjög slæmt í sjóinn. En ekki meira en það,“ segir hann. Heimþrá fékk hann heldur aldrei þótt ungur væri og var hæstánægður á sjónum. Launin voru þó ekkert sérlega mikil í þá daga, en það skipti hann minnstu máli. Kjalsvínið var svangt Eftir ferminguna fór Hjörtur á togarann Gylfa BA. Þar voru eðli málsins samkvæmt fleiri í áhöfn. Fannst þér erfitt að fara á togar- ann? „Nei, ég fór vel út úr því,“ segir Hjörtur. „En það var ekki sama sagan fyrir suma strákana, þeir lentu í því að það var alltaf verið að spila með þá.“ Nú, hvernig þá? spyr blaðamaður. „Jú, þeir voru beðnir um að gera hluti eins og að sækja vakúmið niður í vél, gefa kjal- svíninu og allt hvað eina. En ég lét ekki blekkjast!“ segir hann og hlær. Sáputogarinn Gylfi Hjörtur bætir því svo við að Gylfi hafi verið sáputogari og blaða- maður hváir við. Skýringin reyn- ist sú að sáputogarar voru þeir ensku togarar nefndir sem höfðu verið notaðir til að greiða fyrir skuldir Þjóðverja eftir seinna stríð, til fyrirtækis í Bretlandi sem þekkt var fyrir framleiðslu á sápu. „Það komu nokkrir slíkir hingað,“ segir Hjörtur kíminn. Við upp- flettingu á Vísindavefnum má sjá að svo virðist sem útistandandi skuldir Þjóðverja, meðal annars vegna kaupa þeirra á sápu- tegundinni Sunlight soap, hafi ekki fengist greiddar með pen- ingum. Greiðslan hafi því farið fram með vöruskiptum þar sem allt að fimmtán togarar hafi verið smíðaðir í Þýskalandi og sendir til Bretlands. Þess má geta að Sun- light sápan er ennþá í framleiðslu og má teljast merkilegt að varan sú hafi náð að eiga sinn þátt í sögu útgerðar heima á Íslandi. Af sjónum í póstinn Þegar vistinni á Gylfa lauk lá leið Hjartar upp í sveit, nánar tiltekið Síðan hef ég aldrei tekið lán! Hjörtur Óli Halldórsson. Anna Pálína Magnúsdóttir. Hjörtur umkringdur börnum sínum. Efsta röð frá vinstri: Friðbjörn (búsettur í Ástralíu), Steinunn Erla, Óttar, Hrund Pálína. Neðri röð frá vinstri Magnús S, Margrét S, Ingibjörg og Halla. Skúli Hjartarson. Hámeri veidd undir Látrabjargi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.