Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 46

Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 46
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202446 og hestakerra. Heyið af engjunum var bundið í sátur og reitt heim á hestunum.“ Góð lending Það var svo um 1960 sem Guðmundur kynnist Sólveigu verðandi konu sinni og þau giftu sig árið 1961. Guðmundur tiltekur brúðkaupsdaginn, 15. júlí, svo hann er greinilega ekki einn þeirra eigin- manna sem ekki muna hann. Sól- veig heitir fullu nafni Sólveig Stefanía Jónsdóttir og foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson og Unnur A. Jónsdóttir í Stóru Ávík í Árneshreppi. Börnin þeirra eru sex talsins, Bergvin Sævar fæddur árið 1961, Birgir 1963, Unnur Pál- ína 1966, Guðbjörg 1975, Bryndís 1978 og Hafrún 1981. „Eftir að ég náði í konuna fórum við að hokra,“ segir Guðmundur. „En við áttum líka alltaf trillu og ég reri á henni alltaf þegar færi gafst. Það er ágæt lending á Munaðarnesi, góð fyrir smábáta, þó stundum væri snúið að setja upp. En það var mikið farið á skak og grásleppu.“ Árni mætti Trillan sem hér um ræðir var gömul trétrilla sem hét Guðmundur. „Hún hafði verið smíðuð árið 1909 í Vestmannaeyjum,“ segir nafni hans, og að sjálfsögðu fylgir saga: „Árið 1981 vorum við búnir að leggja trilluna til hliðar því við vorum komnir með nýjan bát fyrir grá- sleppuveiðarnar. Við lögðum henni þá þannig að börnin gætu leikið sér í henni. En svo kom Árni Johnsen norður og sem Vestmannaeyingi var honum öllum lokið þegar hann frétti uppruna trillunnar. Hann sagði að þá yrði hún að fara suður á safn. Skömmu síðar hringdi svo Sjóminjasafnið og vildi fá bátinn suður. Hann var fluttur með skipi í bátageymslu á vegum Þjóðminja- safnsins í Kópavogi. En svo kvikn- aði þar í og allt brann, það var alveg skelfilegt. Þarna voru meira að segja tvær trillur að heiman, frá okkur og af næsta bæ. Það var sorg- legt en svona er þetta.“ Ekkert róið Nýja trillan hét Guðmundur Gísli. „Að vísu ekki eftir mér heldur afa mínum,“ segir Guðmundur. „Gamla trillan hafði númerið ST 23 og ég hélt í það númer fyrir nýja bátinn. Hann er norður frá núna og liggur uppi á landi, það er ekkert róið. Ég fæ alltaf sting í hjartað þegar ég sé hann. En svona er þetta bara, ég var orðinn gamall og gat þetta ekki lengur. Við vorum loks orðin bara tvö eftir á bænum og fluttum í Grundarfjörð árið 2005. Þegar við bjuggum á Munaðarnesi vorum við bæði með búskapinn og trilluna. Ég hafði alltaf mun meira gaman af því að fara á sjóinn, ég var svo bundinn honum. En við vorum með kindur og 1-2 kýr, það var ekkert annað að gera með mikinn barnahóp. Það kom hins vegar niður á konunni að sinna búskapnum því ég var svo mikið úti á sjó.“ Sjávarháski Aðspurður um aðrar nytjar af jörðinni segir Guðmundur að áður hafi verið geysimikill reki, sérstaklega milli áranna 1960 og 1970. „Maður hafði varla undan að bjarga þessu úr sjó,“ segir hann. „Ég var nú nærri búin að drepa mig eitt sinn þegar ég var að sækja rekavið í sjóinn. Ég var einn á og var á leiðinni út fjörðinn með rek- ann þegar bátnum hvolfdi. Þetta gerðist mjög snögglega. Ég var venjulega alltaf í vesti en einmitt ekki þarna því þegar ég var að velta spýtunum niður fjöruna fór ég úr vestinu og gleymdi að fara í það aftur. Glópsháttur auðvitað,“ segir hann hugsi. „En það sem bjargaði lífi mínu var að þegar ég var einn hafði ég alltaf spotta fastan og vafði um handlegginn. Þegar bátnum hvolfdi hélt mótorinn áfram um sinn og sneri honum, en ég hékk í spottanum, annars hefði það verið búið! Þetta var nýr álbátur sem ég þekkti lítið. Ég var að draga spýtur sem höfðu einhvern veginn náð að skáskjótast og taka vitlaust í bátinn svo hann valt.“ Bjargvættir úr landi Guðmundur gat dregið sig að bátnum eftir að vélin stoppaði og náði þar taki. „Ég gat hangið á honum í klukkutíma,“ segir hann. „En var orðinn ansi dofinn samt. Þá hittist svo vel á að Guðbjörg og Hafrún dætur okkar voru að hjálpa okkur í sauðburði og höfðu farið til Norðurfjarðar í búð. Þær voru að koma heim á bíl þegar þær sáu til mín úti á firði og flýttu sér ásamt konunni minni niður að báti. Það vildi svo til að Guðbjörg hafði einu sinni áður sett utanborðsmótorinn í gang og kunni það, en hann hafði alltaf verið tregur í gang. En í þetta skipti rauk hann strax í gang. Eftir um tuttugu mínútna stím náðu þær að bjarga mér. Ég hef aldrei verið eins feginn um dagana eins og þegar þær drógu mig upp úr sjónum. En spottann geymi ég uppi í hillu hjá mér síðan.“ Martraðir í kjölfarið Var þetta ekki erfið reynsla að ganga í gegnum? „Jú elskan mín,“ segir Guðmundur. „Þetta stóð tæpt. Það var svo skrýtið að meðan þetta gekk yfir hafði maður ekki tíma til að verða hræddur, aðalmálið var að bjarga sér, ekkert annað komst að fyrstu. En eftir að ég sá að ég myndi nú hanga á bátnum þar til einhver kæmi fór ég að hugsa og það var skrýtin tilfinning. Ég fékk martraðir í margar nætur eftir atburðinn og þetta situr í manni og rifjast nán- ast upp daglega. Ég gleymi þessu aldrei, það er ekki hægt.“ Sjómennskan Sem ungur maður hafði Guðmundur byrjað á bát á heimaslóðum og það var á Djúpa- vík. „Svo vorum við vinirnir að velta fyrir okkur hvert við ættum að fara eftir áramótin,“ segir hann. „Það var venja að fara suður á ver- tíð. Sumir ætluðu sér í Sandgerði eða til Grindavíkur, en einn hafði verið í Grundarfirði áður og við vorum að spjalla saman. Þá sagði ég að kannski væri bara ágætt að ég kæmi með honum í Grundarfjörð. Og hann hringdi í gamla skipstjór- ann sinn sem réði mig á stundinni. Og ég fór og var í nokkrar vertíðir. Þarna var ég 18 ára, árið 1957.“ Sigurfari og Hjálmar Þeir félagarnir fóru á vélbátinn Sigurfara SH 105 sem var 46 tonn, skipstjórinn var Hjálmar Gunn- arsson. „Framan af vetri var ég að beita í landi,“ segir Guðmundur. „En svo var farið á net þegar fór að líða á veturinn. Þetta gekk ágætlega og ég kom aftur árið eftir, kunni vel við mig hérna. Fólkið var gott og sérstaklega skipstjórinn sem var einstakur maður. Ég fór með Sigur fara á síld norður og austur fyrir land; þá var alltaf veidd síld í um tvo mánuði á sumrin. Ég hef ekki upplifað annað eins og að koma til Siglufjarðar á þessum tíma, það var alveg svakalegt í landlegunum þar. Þetta var stórt bæjarfélag og svo komu þarna kannski hundrað bátar inn. Það logaði allt í slags- málum eftir böllin um helgarnar. En það drapst nú enginn svo ég muni! Það var bryggja við bryggju eiginlega svo langt sem augað eygði og síldin var keyrð upp af bátunum beint í kassana hjá konunum sem söltuðu á planinu. Við mokuðum upp í tunnur og svo var sturtað úr þeim í vagna sem ekið var upp bryggjuna. Erfitt en gott Guðmundur segir það hafa verið þrældóm að moka upp í tunnurnar um borð. „En maður var ungur og þreytan fór fljótt úr manni, það er annað en núna,“ segir hann. „Við gistum alltaf um borð í bátnum og það var étið ótrúlega mikið af síld; mér fannst það nú heldur þreytandi til lengdar! Kokkurinn var dug- legur að láta okkur éta þetta, það var aðallega soðin síld, ég man alla vega ekki eftir öðru. En maður brenndi miklu og var alltaf svangur.“ Hann hlær við tilhugsunina. „En þarna var skemmtilegur félagsskapur.“ Guðmundur er búinn að prufa alla sjómennsku nema á togara. „Ég fór aldrei á togara,“ segir hann. „Og sé stundum eftir því að hafa ekki gert það. Á sumrin var ég svo alltaf heima. Og þegar heyskapurinn var búinn réri maður alltaf á skaki fram á haust.“ Gott að vera í Grundarfirði Sólveigu og Guðmundi líður vel í Grundarfirði. „Núna býr nær öll fjölskyldan hérna,“ segir hann. Guðbjörg Jónsdóttir var Guðmundi góð. Munaðarnes áður fyrr, öll þessi hús eru horfin í dag. Guðmundur ólst upp í húsinu lengst til hægri og í stóra húsinu efst til vinstri byrjuðu Sólveig og hann sinn búskap. F.v: Einar og Indriði föðurbræður Guðmundar. Guðmundi líður best á sjó. Sólveig og Guðmundur fluttu í þetta hús á Munaðarnesi árið 1991. Guðmundur slær enn með orfi og ljá á Munaðarnesi. Guðmundur og Sólveig á sextíu ára brúðkaupsafmæli sínu. Myndin er tekin á Munaðarnesi og sjá má Drangaskörðin í baksýn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.