Skessuhorn - 29.05.2024, Page 47

Skessuhorn - 29.05.2024, Page 47
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2024 47 Heillaóskir, sjómenn ! Snæfellsbær óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn. Mynd: Ólafur Bjarnason SH-137 landar við Ólafsvíkurhöfn í kvöldsólinni 2. september með átta tonna afla. Lífeyrissjóður www.gildi.is Um leið viljum við vekja athygli á kostum séreignarsparnaðar. Tryggðu þér 2% launahækkun með séreignarsparnaði hjá Gildi eða auktu framlag í tilgreinda séreign án þess að greiða meira. Nánari upplýsingar á gildi.is Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn „Við erum búin að framleiða um fjörutíu afkomendur fyrir plássið!“ Sævar sonur þeirra hafði bent þeim á hús þar sem þau keyptu og búa í enn. „Við keyptum það, en vorum að vísu áfram í ein tvö ár fyrir norðan,“ segir Guðmundur. Húsið sem þau bjuggu í á Mun- aðarnesi er nú í eigu barnanna og er í ágætu standi. Þau fara þangað á sumrin og njóta þess mjög. En samfélagið sem var er farið, nú býr enginn á Munaðarnesi lengur nema yfir sumarið. „Þetta var ansi erfitt svæði á veturna,“ segir hann. „Við lokuðumst yfirleitt inni á haustin af snjóum og snjóflóðum. Leiðin í kaupstað til Norður- fjarðar var að hluta til mikið snjó- flóðasvæði; maður varð oft að sæta lagi þegar hætta var á snjóflóðum sem gengu alveg í sjó fram. Það var sérstaklega erfitt að koma börnunum í skóla á veturna. En við hefðum ekki verið þó svona lengi þarna ef við hefðum ekki fengið vélsleðana, þeir breyttu öllu; fóru yfir allt og nýttust bara betur eftir því sem snjórinn varð meiri. Það var gjörbylting. En svo kom að því að við vorum orðin fullorðin og það var ráðlegt að fara á meðan maður gat staðið í lappirnar. Svo við fórum að huga að flutningi.“ Hugurinn leitar norður Við höfum farið vítt og breitt um sjómennskuna og mannlífið á Ströndum. Guðmundur segir það hafa verið bestu dagana þegar hann var á sjónum. „Að vera einn úti á sjó og kóngur í sínu eigin ríki, það er bara tilfinning sem maður getur ekki átt nema með sjálfum sér,“ segir hann. „Svo er það veiðin, þetta hangir allt saman. Það líður ekki sú nótt að mig dreymi ekki að ég sé fyrir norðan. Ég skrepp þangað á hverri nóttu og baksa með pabba og bræðrum hans. Síðast í fyrrinótt var ég með þeim í heyskap.“ gj/ Ljósm. úr einkasafni Fjölskyldan saman komin. F.v: Sævar, Birgir, Unnur Pálína, Sólveig, Guðmundur, Guðbjörg, Bryndís og Hafrún. www.skessuhorn.is Fréttaveita Vesturlands

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.