Skessuhorn - 29.05.2024, Page 51

Skessuhorn - 29.05.2024, Page 51
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2024 51 Við sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins Skessuhorn fór á stúfana og kíkti miðvikudaginn 15. maí niður á bryggju á Arnarstapa. Nokkur fjöldi ferðamanna var gangandi um svæðið en niðri á bryggju voru hafnarstarfsmenn að störfum. Einn strandveiðibát hafði rekið upp á sker og sat þar fastur en strand- veiðisjómaðurinn á bátnum var kominn út og kallaði „halló!“ hátt og snjallt. Annar strandveiðibátur kom þá að og kannaði aðstæður. Brátt voru þeir báðir komnir í bið- röðina eftir löndun. Bátarnir voru í röðinni, sátu eins og á baðkari og biðu karlarnir í rólegheitunum eftir að kom- ast að bryggju til að landa dags- skammtinum. Hafnarstarfsmenn voru með hraðar hendur við lönd- unina og greinilegt að tækni og reynsla við krana og lyftara var þar á ferð. Bátarnir voru svo bundnir við hvern annan, allt smúlað og raf- geymar settir í hleðslu. Gluggar voru hreinsaðir, kosturinn yfirfar- inn fyrir næsta dag og einn hundur dreginn upp með einu fiskikarinu. Nokkrir strandveiðifélagar eru komnir saman til að spjalla um veiði dagsins. „Það koma allir hingað rétt fyrir sex að morgni og þá förum við út, einn í einu. Þetta er kerfi sem er búið að vera í nokkurn tíma en hér áður fyrr var þetta töluvert meira bras. Einn bátur fór þá kannski um fjögur leytið. Hann var kannski við bryggjuna og þá þurfti hann að binda alla hina bátana aftur svo að þá ræki ekki upp í fjöru. Þetta var alveg heljarinnar vesen en þetta er kerfi sem er að svínvirka,“ heyrð- ist á tali þeirra. Þessir sjóarar voru þeir Magnús, Helgi og Jóhannes. Spjall þeirra barst síðan í hvernig fisk þeir hafi fengið, hversu lengi þeir voru á stíminu út á miðin og svo framvegis. „Ég fer nú að gera mig kláran í að fara upp þessa bless- uðu brekku,“ segir Helgi og hinir félagarnir hlæja. Sjómaðurinn sem kom til aðstoðar félaga sínum á skerinu röltir af stað. Þá er kallað: „Ætlar unglingurinn bara að hlaupa upp brekkuna! Voru einhver björg- unarlaun?“ Það er hlegið. Á meðan er haldið áfram að landa myndar- legum þorski í frábæru veðri í hinni ægifögru höfn á Arnarstapa. hig Dagstund á Arnarstapa Einn strandveiðibátur nálgast bát sem hafði rekið upp á sker. Þétt setin höfnin á Arnarstapa. Bátur kemur inn í höfnina, úr löndunarbiðröðinni. Byrjað að landa. Hafnarstjórinn snar í snúningum á lyftaranum. Magnús, Helgi og Jóhannes að spjalla um daginn og veginn. Þorski af öllum stærðum var landað þennan dag.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.