Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202454
Margur væri farinn að huga að
starfslokum sínum á 68. aldursári,
enda er almenna reglan sú að fullur
réttur til lífeyristöku miðist við 67
ára aldurinn. Fágætara er að fólk
á þessum aldri hefji nýtt starf, sem
meira að segja inniber flutninga
milli byggðarlaga og gjörbreytingu
á háttum. Það er hins vegar það sem
Ómar Hafsteinn Magnússon gerði
fyrr á þessu ári, þegar hann tók að
sér að reka fiskmarkað á Akranesi.
Fiskur og sjávarútvegur hafa verið
ær og kýr Ómars lengst af ævinni,
þó hann hafi víða komið við. Og
nú er hann fluttur upp á Akranes,
rekur þar starfsstöð Fiskmarkaðs
Íslands, og hefur síðustu vikur
staðið heilu og hálfu dagana á haus
enda óhemju mikið verið að gera.
„Ég á svo erfitt með að stoppa, ég
hef unnið alla tíð eins og skepna.
Það eina sem er fyrir mér í þessu er
að ég bíð núna eftir að komast í lið-
skipti, líklega á báðum hnjám. Þetta
eru afleiðing þess að ég lenti í slysi
á sjó árið 1976 sem hefur verið að
plaga mig síðan.“
Farinn að heiman
fimmtán ára
Ómar er Vestfirðingur í húð og
hár, ættaður úr Dýrafirði, Súganda-
firði og Grunnuvík á Ströndum, en
fæddur og uppalinn á Ísafirði. Þó
römm sé sú taug er rekka dregur
heimatúna til, staldraði Ómar
reyndar ekki mjög lengi við á Ísa-
firði, hann var farinn að heiman
fimmtán ára gamall. „Við vorum
átta systkinin, tíu í fjölskyldu í
tveggja herbergja íbúð. Það var ekki
hægt að skipta um skoðun þar inni,
ef maður gekk inn þurfti maður að
bakka út aftur. Ég fór því fimmtán
ára á vertíð í Garði, var þar á ver-
búð og var að vinna í frystihúsinu.“
Spurður hvort það hafi ekki
verið slark fyrir fimmtán ára strák
að vera allt í einu fluttur að heiman
og á verbúð játar Ómar því svo
sem. „En þetta var nú samt flott-
asta ár sem ég hef upplifað held
ég, við vorum þrír strákar þarna
og einhverjar þrjátíu stelpur. Það
var stuð, það var partý. Það var svo
mikið af fólki þarna, þetta var ekki
eina verbúðin í Garði einu sinni.
Svo það var nóg um að vera.“
Fiskurinn var
allsráðandi
Síðan þá hafa sjórinn og fiskurinn
verið helsta viðfangsefni Ómars
lengst af. „Það má segja það.
Fiskurinn var auðvitað allsráð-
andi í þjóðfélaginu á þessum tíma.
Það voru öll pláss full af skipum,
ólíkt því sem nú er orðið. Mér
finnst þetta svolítið bágt fyrir
þessi byggðarlög. Tökum til dæmis
Akranes, hér voru sum stöndug-
ustu fyrir tæki á landinu, margar
útgerðir með togara og marga
báta. Við getum nefnt Keflavík
líka, maður þurfti að fara út í þrjá,
fjóra báta til að komast út í sinn
bát við bryggjuna. Það var allt fullt
af bátum en í dag er af sem áður
var víða. Það var hægt að labba um
borð í næsta bát og fá pláss, og ef
maður var duglegur þá var manni
helst ekki hleypt í land aftur.“
Eftir ríflega eitt og hálft ár í
Garði færði Ómar sig til Keflavíkur,
þá á sautjánda ári, og fór að sækja
sjóinn. Hann munstraði sig í áhöfn
hjá Sævari Brynjólfssyni, aflakóngi
í Keflavík, sem síðar flutti sig til
Vestmannaeyja. „Hann tók mér
afskaplega vel, það var eins og ég
væri einn úr fjölskyldunni. Við
vorum á netum og síðan fórum
við á loðnu, á 70 tonna trébát! Við
lönduðum fjórum sinnum á dag,
það var mikið í gangi. Eftir ver-
tíðina sagði Sævar við mig: Ómar,
við skulum kíkja á bílasöluna. Ég
svaraði: Ég á engan helvítis pen-
ing maður, en Sævar sagði að ég
ætti fullt af peningum, ég væri
búinn að vera alla vertíðina og
ekki fengið krónu. Svo við fórum
niður á bílasölu og fyrsti bíllinn
sem ég eignaðist, þá nýkominn
með bílpróf, var Rambler Classic,
8 cylindra. Hann var bara borgaður
út í hönd. Þú getur ímyndað þér
hversu gaman það var fyrir sautján
ára gutta að spóla um á honum, það
var alltaf kjaftfullur bíll.“
Lamaðist eftir slys á sjó
Næstu árin var Ómar á ýmsum
bátum, á humarveiðum, á
netabátum og á línubátum. „Ég
held ég hafi verið á nánast öllum
bátum í Keflavík, og ef ég var ekki á
sjónum þá var ég að beita í þá. Árið
1976 fór ég fyrst á togara og var í
fjögur ár. Svo fór ég í land og fór að
beita en þegar ég var orðin þreyttur
á beitningunni fór ég aftur á sjóinn.
Sjórinn kallaði alltaf.“
Það var árið 1976 sem Ómar
lenti í slysinu sem hefur plagað
hann í fótum lengst af síðan, og
er ástæðan fyrir því að hann bíður
nú eftir að komast í liðskipti.
„Við vorum að veiða humar út af
Vestmannaeyjum og vorum að taka
trollið, það var tekið upp á síðuna.
Ég var á netaspilinu en það var
drauganet á spottanum sem ég ætl-
aði að reyna að ná af. Ég hins vegar
festist í því. Ég hugsaði að ég ætl-
aði að reyna að hoppa upp úr því
en náði ekki nógu hátt og spottinn
flæktist í fætinum á mér.“
Ómar var fluttur stórslasaður til
Vestmannaeyja og lá þar, lamaður,
í einar þrjár vikur. „Svo fór þetta
að koma aftur, mátturinn í fæturna.
Þetta tók á. Svo fór ég til Keflavíkur
og byrjaði í sjúkraþjálfun þar, og
sjúkraþjálfarinn sagði við mig að ég
yrði að gera betur, gera meira, ef ég
ætlaði að ná bata. Ég kvartaði yfir
því að fyndi svo mikið til í hnénu að
ég gæti ekki betur, en hann rak mig
áfram þrátt fyrir það. Svo endaði
með að ég fór upp á sjúkrahús og
bar mig aumlega, ég væri búinn að
vera að taka á því í sjúkraþjálfuninni
en það skilaði bara engu. Þá kom í
ljós að ég var brotinn inni í hnénu.
Ég er búinn að fara í átta uppskurði
á hægra hné til að hreinsa út alls
konar djöfulgang, liðþófa og allt
hvað er, og nú er ekkert eftir, það er
bara bein í bein.“
Þrátt fyrir slysið og meiðslin náði
Ómar bata, að mestu þó hann sé
enn að bíta úr nálinni með slysið,
og hélt áfram að vinna, á sjó fyrst
og fremst.
Of háar tekjur komu
í veg fyrir menntun
Árið 1989 flutti Ómar aftur vestur
til Ísafjarðar. Hann hafði þá skilið
að skiptum við konu sína og sótti
í baklandið fyrir vestan en þar átti
hann mikið af sínu fólki ennþá á
þeim tíma. „Ég réði mig á bát, nýjan
bát sem Norðurtanginn hafði látið
smíða, Hálfdán í Búð. Þetta var
fjölveiðiskip með frystingu og við
vorum á grálúðu sem við frystum.
Við komum í land með hundrað
tonn á meðan Guggan kom með
250 tonn, en við vorum með hærri
hlut en þeir sem voru á henni.“
Spurður hvort hann hafi fyrst
og fremst verið háseti eða hvort
hann hafi haft tíma til að mennta
sig meðfram sjómennskunni segir
Ómar að hann hafi tekið alls konar
námskeið en aldrei farið í lengra
nám. Hann hafi þannig tekið 30
tonna skipstjórnarréttindin til að
mynda, þegar hann var á Hálf-
dáni í Búð. „Blessaður vertu, ég er
með alls konar réttindi, þó ég hafi
verið hálfgerður tossi sem krakki.
Ég er með meiraprófið, bæði stóra
og litla lyftaraprófið, sjókokkinn,
alls konar námskeið og réttindi.
Ég tók meiraprófið árið 1984 en
ég byrjaði ekki að nota það fyrr en
um 2000. Maður hugsaði alltaf að
það væri gott að geta menntað sig
meira, en það var bara svo mikill
peningur í húfi. Ég var alltaf með
svo góðar tekjur á sjónum og í
fiskinum að það gekk bara aldrei
upp að taka sér frí frá því til að
mennta mig.“
Mublusmiður í
Danmörku
Árið 1995 tók Ómar sig aftur upp
og flutt þá til Danmerkur. Spurður
hvernig hafi staðið á því segir hann:
„Mig langaði bara til að prófa
eitthvað nýtt. Ég var mublusmiður
í gríðarstórri fabrikku þar, trén
komu upp að verksmiðjunni og
fóru út sem mublur. Þetta voru 64
þúsund fermetrar, eins og Smára-
lindin, en bara á einni hæð. Þegar
menn fóru í kaffi og mat, þá hjól-
uðu þeir því þetta var svo stórt.“
Ómar byrjaði þó fyrst í því sem
hann þekkti best eftir að hann
kom út til Danmerkur, fiskinum.
„Ég fór fyrst einn túr á sjó, bara
einn dag samt, á Eystrasaltinu.
Það var ekkert að hafa, ekki bein
úr sjó, við drógum eina ýsu. Ég
spurði kallinn hvort ég mætti ekki
bara eiga hana, og fékk hana. Það
var einhver viðbjóðslegasti fiskur
sem ég hef smakkað, olíubrækju-
bragðið af henni og drullan, þetta
var alveg hræðilegt.
Svo fór ég að vinna í frystihúsi
þarna úti, við vorum tveir
Íslendingar og sáum eiginlega
alveg einir um vélasalinn í því
þarna úti. Ég var þarna í rúmt hálft
ár en þá var ég búinn að fá nóg og
ákvað að flytja mig í húsgagnaverk-
smiðjuna. Ég held að þetta fyrir-
tæki hafi ekki lifað nema í eitt og
hálft ár eftir að ég hætti.“
Í Danmörku var Ómar í um
það bil fjögur ár en hélt svo heim
og fór að vinna hjá Samskipum, á
lyftara þar. „Það var nú aðallega til
að borga fyrir gáminn sem ég flutti
„Sjórinn kallaði alltaf“
Rætt við Ómar Hafstein Magnússon, fiskmarkaðsstjóra á Akranesi
Sjórinn og fiskurinn hafa verið ær og kýr Ómars frá unga aldri.
Þó aldrei hafi gefist tími til að ganga menntaveginn í lengri tíma hefur Ómar aflað
sér ýmissa réttinda og þekkingar. Lyftaraprófið er þar á meðal
Ómar reynir að aðstoða sjómenn eftir bestu getu þegar þeir koma að landi með
aflann, meðal annars við að hífa.
Ómar viðurkennir að það hafi verið
sláttur á þessum unga töffara á
sínum tíma. Ljósm. úr einkasafni