Skessuhorn - 29.05.2024, Side 55

Skessuhorn - 29.05.2024, Side 55
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2024 55 heim frá Danmörku, það var svo helvíti dýrt að borga gáminn.“ Þýðir lítið að slást við Samherja En hvernig kom það til að Ómar er nú kominn upp á Skaga, og tekinn við fiskmarkaðnum þar? „Það var hringt í mig, hann Böðvar [Ingva- son] sem var með markaðinn, við þekktumst. Ég hafði verið með fiskmarkað í Hafnarfirði, sem ég kallaði fiskmarkað á hjólum. Ég sá um að landa þessu þarna í Hafnar- firði og keyrði síðan aflanum í Sandgerði eða til Reykjavíkur á Fiskmarkað Íslands. Svo þegar Fiskmarkaður Norðurlands opnaði markað í Hafnarfirði datt botninn úr því, ég ætlaði ekkert að fara að slást við Samherja. Það má lítið sveifla hendinni gegn svona stórum köllum, en ég var svo sem ekkert að erfa það við þá. Böðvar var sem sagt að hætta og hringdi í mig og spurði hvort ég gæti ekki hugsað mér að koma upp á Skaga, það vantaði mann, og hann sagði að þeir sæju ekki fyrir sér að það yrði neitt hægt að veiða ef ekki væri fyrir markaðinn. Svo ég kom og fundaði með fólki, bara núna eftir áramótin. Ég fór síðan og ræddi við Fiskmarkað Íslands og þeir brugðust hinir kátustu við svo það varð úr að ég tók þetta að mér, sem verktaki fyrir þá.“ Algjörir jaxlar á Akranesi Ómar segir að ef ekki hefði tekist að halda starfsemi fiskmarkaðar á Akranesi áfram hefði verið hætt við að fótunum væri kippt undan veiðum þar. „Þetta eru nokkrir bátar, og auk þess grásleppan og svo hátt í tuttugu bátar sem eru á strandveiðum. Þeir segja mér að það sé hátt í hundrað kílóum meira á bát í ár en var í fyrra, og þá eru það um 1,7 tonn á dag meira sem verið er að landa úr strand- veiðibátunum. Það hefði verið hel- víti dauft ef því hefði ekki verið hægt að landa á Akranesi. Ég lít upp til allra þessara kalla sem eru við veiðar héðan frá Akra- nesi, margir af þeim eru fullorðnir menn, algjörir jaxlar, sem standa kannski þetta 14 tíma á dag á sjó. Ég reyni að hjálpa þeim við að hífa og græja og gera þegar þeir koma í land, og viðmótið, kurteisin, sem ég fæ frá þessum köllum er frábær. Það er bara eins og ég sé einn úr áhöfninni og mér líður eins og ég sé bara kominn aftur á sjóinn.“ Byrjar kannski í golfinu eftir liðskiptin Spurður hvað hann sjái fyrir sér varðandi framtíðina, hvort að hann, 68 ára gamall, muni halda áfram að reka fiskmarkaðinn á Akranesi til lengri framtíðar, segir Ómar að hann sjái ekki langt fram í tímann í þeim efnum. „Ég er orðinn svo gamall maður. Þetta ræðst bara.“ Spurður hvernig hann kunni við sig uppi á Akranesi, hvort hann hafi þekkt þar fólk áður en hann flutti, heldur Ómar nú það. „Dóttir mín býr hérna á Skaganum, með barnabörnin, svo það er frábært að geta heimsótt hana og börnin. Það hefur hins vegar ekki gefist mik- ill tími til þess því það hefur verið svo brjálað að gera. En ég sé fyrir mér að strax í júlí geti það breyst, þá verði strandveiðarnar stopp- aðar því það er búið að fiskast svo vel að það verði búið að fisk- ast upp í þessi tíu þúsund tonn eða hvað þetta eru. Þá getur maður bara farið að taka daginn snemma, farið í sundlaugina og í sólbað. Svo þegar ég verð búinn að komast í liðskiptin get ég kannski byrjað í golfi, ég get svo lítið labbað núna að það verður ekki fyrr en eftir það. Mér líður afskaplega vel hérna, allir sem ég hitti og spjalla við eru eins og bestu vinir mínir. Ég kann rosalega vel við mig hér og við fólkið.“ fr/ Ljósm. mm Það hefur verið gríðarmikið að gera hjá Ómari að undanförnu, enda hefur gefist mjög vel. Þau eru mörg handtökin dags daglega á fiskmarkaðnum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.