Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 57

Skessuhorn - 29.05.2024, Qupperneq 57
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2024 57 lífið hérna snýst svo mikið um fisk. Það eru allir boðnir og búnir að þjónusta og hjálpa ef eitthvað kemur upp á.“ Árni flutti á Akra- nes fyrir tíu árum síðan en hefur aldrei unnið þar. Hann hefur verið á sjó og svo í verktöku hingað og þangað. Hann lenti í vinnuslysi á bátnum árið 2019 og eftir það hefur vinnan minnkað hjá honum en Árni meiddist á baki og á vinstri öxl. „Þetta er auðvitað ekki hættulaus vinna. Maður er ekki eins öflugur og áður og þess vegna er ég kominn með nýja græju. Ég get sagt þér frá því að ég er búinn að græja bátinn minn með svona slóðadragara. Það er alveg nýtt á Íslandi, ég keypti svona hjá Ísfelli og þá er það þannig að rúllurnar draga inn fiskinn fyrir þig upp á yfirborðið. Þar tekur slóðadragarinn við og dregur slóð- ann á fiskinum um borð í bátinn. Það þarf ekki að gera það lengur á höndum eins og það hefur alltaf verið gert. Ég er með blóðgunarkar með lyftubotni og slóðadragarann til að auðvelda mér störfin um borð. Ég held að þetta sé framtíðin, ég held það verði fleiri og fleiri sem eigi eftir að fara út í þetta. Það eru þrír bátar í Ólafsvík sem ég veit um sem eru með þetta en það er ekki meira en það. Menn eru búnir að vera með þetta í Noregi svolítið lengur en við og ég frétti af þessu þar. Þegar maður er ekki nógu góður til heilsunnar fer maður að hugsa önnur ráð og reyna að gera þetta auðveldara fyrir sig. Málið er að hugsa í lausnum og það hef ég alltaf reynt að gera.“ Eins og heilsan leyfir þá stefnir Árni að vera á sjó næstu árin. „Ég var alltaf á línuveiðum á veturna en er hættur því og reyni að gera sem minnst. Ég reyni þó að hugsa um heilsuna en síðastliðinn vetur fór ég í meðhöndlun á baki á Háls- og bakdeild á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi. Þar er mjög gott að vera og starfsfólkið þar fær toppeinkunn frá mér. En annars er erfitt að róa á veturna, það eru válynd veður og svo er kvótaleigan það dýr að það er ekki grundvöllur fyrir því. Ef þú átt ekki kvóta þá er þetta miklu erfið- ara því línuveiði er svo dýr. Hvað framtíðin ber í skauti sér á eftir að koma í ljós en það er ljóst að sjórinn á sterk ítök í mér og það mun ekkert breytast,“ segir Árni að endingu. vaks / Ljósm. aðsendar SK ES SU H O R N 2 02 4 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2024 Bifreiðaskoðun (allar gerðir ökutækja) verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 6. júní Föstudaginn 7. júní Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 9090 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Blaðamaður Skessuhorns fór á stúf- ana og kíkti síðastliðinn miðviku- dag á bryggjurúnt í Stykkishólmi. Mjög vindasamt var þennan dag og var því afar rólegt við höfnina. Fuglalíf var þó talsvert og m.a. mátti sjá fjölmargar teistur á svamli. Flestir bátar virtust bundnir við bryggju og voru sjómenn að undir- búa báta sína fyrir næstu veiðidaga. Þröstur Auðunsson var að ditta að báti sínum Írisi SH 180. „Ég er bara að fara yfir bátinn, athuga olíu og rafgeyma og slíkt. Það voru allir bátar heima við í dag, nema einn, en hann hlýtur nú að fara að skila sér,“ sagði Þröstur, en hann er jafn- framt formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. Fljótlega fóru að streyma að bílar út á Stykkið og greinilegt að eitthvað var í gangi. Kristján Auðunsson, bróðir Þrastar, var þar mættur og tjáði blaðamanni að bátur væri á leið inn en það var Sæfari SH að koma inn til hafnar með mokafla. Eftir þá löndun sást til fleiri strandveiðimanna koma og gera báta sína klára fyrir næsta dag. hig Árni smitaðist snemma af trilluveikinni. Með fullfermi af grásleppu. Kíkt við á bryggjunni í Stykkishólmi Bátarnir vel bundnir. Þröstur Auðunsson að ditta að bátnum. Báturinn Sæfari SH siglir inn. Byrjað að landa úr Sæfara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.