Mímir - 01.06.1967, Side 7

Mímir - 01.06.1967, Side 7
fyrir sami orðskviður eða alkunnugt orðtak; ennfrem- ur skyldu menn vera varkárir að álykta rittengsl af stuttum, fastmótuðum orðum manns, sem vel mega hafa verið kunn í munnlegum frásögnum. En ef þessu og þvílíku er ekki til að dreifa, má yfirleitt segja, að líking í orðalagi sé merki um rittengsl. Auðvitað verður að viðhafa hér nærfærni og skilning á meiri eða minni líkindum; eitt orð, ein setning í tveimur ritum getur verið tilviljun, en líkindin aukast, því fleira sem líkt er og því sérstakara og veigameira sem það er. Á hinn bóginn, sé engin líking í orðalagi, þá er það að vísu augljóslega ekki fullnægjandi rök- semd móti rittengslum, en þá mun að öllum jafnaði leika vafi á sambandinu, nema eitthvað sérstakt at- riði komi til.5 Þessar röksemdir E. O. S. er auðvelt að fallast á, en þó mætti bæta því við, að sannarlega get- ur komið fyrir, að tveir höfundar semji ákaflega líka málsgrein vegna þess eins, að báðir eru að fjalla um sama fyrirbæri, en um ailt þetta verð- ur nánar fjallað síðar, og munu þá koma fram dæmi um hinar ýmsu gerðir líkinga. HVAÐA RIT ÞEKKTI HÖFUNDUR NJÁLU? Áður en tekið verður til við að kanna tengsl Njálu við Laxdælu, er ráðlegt að reyna að glöggva sig á, hvaða rit höfundur Njálu hefur þekkt. Um það efni má aðallega styðjast við þrennt, þ. e. áðurnefnda ritgerð E. Ó. S., Um Njálu, formála sama höfundar fyrir Njáls sögu í íslenzkum fornritum0 og rit A. C. Kersbergen um efnistengsl Njálu við aðrar sögurd A. C. Kersbergen telur mestar líkur benda til notkunar á fimm ritum, þ. e. Hænsa-Þóris sögu, Laxdælu, Eglu, Þáttar af Ásbirni8 og Hávarðar sögu Isfirðings. Minni líkur telur hún fyrir notkun eftirtalinna fjögurra rita: Heiðarvíga sögu, Ölkofra þáttar, Eyrbyggja sögu og Harðar sögu. Sýnu vafasamast telur hún þó, að höfund- ur Njálu hafi notað Harðar sögu. I riti sínu Um Njálu nefnir E. Ó. S. alls tólf rit, sem hann telur nær öruggt, að Njáluhöfund- ur hafi haft kunnugleika á. Þessi rit eru: Hænsa- Þóris saga, Laxdæla saga, Heiðarvíga saga, Eyr- byggja saga, Droplaugarsona saga, Vopnfirð- inga saga, Bandamanna saga, Lagaskrá(r), *Kristniþáttur, *Brjáns saga og ættartölur. Auk þessara rita telur E. Ó. S., að höfundur Njálu hafi e. t. v. þekkt eftirtalin rit: Egils sögu, Víga- Glúms sögu, einhverjar konungasögur og þætti og einhverjar fornaldarsögur, þá helzt Örvar- Odds sögu. Um önnur rit vísar E. Ó. S. til rits A. C. Kersbergen, og má gera ráð fyrir, að hann fallist á skoðanir hennar, þar sem hann getur ekki annars.9 Þegar E. Ó. S. ritar formála sinn að Njálu í Isl. fornr., virðist hann orðinn í vafa um sumar þeirra sagna, sem hann hafði áður talið sig sjá merki um í Njálu. Þar telur hann samtals níu sögur, sem Njáluhöfundur hafi nær sannan- lega þekkt, og eru einungis sex þeirra inar sömu og áður í Um Njálu. Þessar sögur eru: Laxdæla saga, Eyrbyggja saga, #Kristniþáttur, *Brjáns saga, ættartölur og lagaskrá(r), en nú hafa bætzt við Ljósvetninga saga, *Gauks saga Trandils- sonar, *saga Hróars Tungugoða — og auk þess einar tvær, sem hann telur líkur á, að Njáluhöf- undur hafi þekkt, *Fljótshlíðinga saga og *Þátt- ur af Þorgeiri skorargeir. Athyglisvert er, að í fyrri upptalningunni eru aðeins tvær sögur, sem nú eru týndar, en í síð- ari talningunni eru þær orðnar a. m. k. fjórar, ef ekki sex, auk ættartalna og lagaskráa, sem hvergi finnast á bókum. Þar sem hér var ætlunin að fjalla aðallega um rittengsl Laxdælu og Njálu, verður ekki að sinni farið út í þá sálma að spá í kunnugleika Njáluhöfundar við aðrar sögur, enda væri það óþarft verk. Við megum tvímælalaust gera ráð fyrir því, að annar eins snillingur og Njáluhöf- undur er, þegar hann birtist okkur, hljóti hann að hafa lesið allt, sem honum var tiltækt af rit- uðu máli. Hversu mikið það var, skahekki rakið hér, en óvarlegt sýnist a. m. k. að gera ráð fyrir hálfri tylft bóka, sem enginn maður núlifandi hefur augum litið. 7

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.