Mímir - 01.06.1967, Side 12
3. Ásgerðr var in vænsta kona ok in g0rviligsta,
vitr kona ok allvel kunnandi. Bls. 104.
4. ... Þorgerðr var væn kona ok kvenna mest, vitr
ok heldr skapstór ... Bls. 242.
II. Bjarnar saga Hitdœlakappa, Isl. fornr. III.
5. Hann átti dóttr, er Oddný hét, kvenna vænst ok
skörungr mikill... Bls. 113.
III. Gísla saga Súrssonar, Isl. fornr. VI.
6. Þat töluðu sumir menn, at Bárðr fífldi Þórdísi
Þorbjarnardóttur; hon var bæði væn ok vitr.
Bls. 7.
7. Þorgrími lízk systir þeira brœðra væn... Bls.
18-19.
8. Refr átti sér konu, er Álfdís hét, væn at yfirliti,
en fárskona sem mest í skapi ok var inn mesti
kvenskratti... Bls. 86.
IV. Fóstbrceðra saga, ísl. fornr. VI.
9. Þórdís hét dóttir Grímu; hon var væn ok vinnu-
góð ... Bls. 161.
10. Þorbjörg var kurteis kona ok eigi einkar væn ...
Bls. 170.
V. Bandamanna saga, Isl. fornr. VII.
11. ... er Svala hét... Hon var væn kona ok ung.
Bls. 305.
VI. Vatnsdxla saga, Isl. fornr. VIII.
12. ... en dóttir hans hét Valgerðr, ofláti mikill ok
væn at sjá. Bls. 47.
VII. Hallfreðar saga, ísl. fornr. VIII.
13. ... dóttir þeira hét Kolfinna; hon var væn kona
ok ofláti mikill. Bls. 140.
VIII. Kormáks saga, ísl. fornr. VIII.
14. Dóttir hans hét Steinvör, væn ok vel at sér...
Bls. 257.
IX. Hrafns þáttur Guðrúnarsonar, Isl. fornr. VIII.
15. Signý hét kona hans, en Helga dóttir; hon var
væn ok vel at sér. Bls. 324.
Þá eru talin samtals fimmtán dæmi úr níu
sögum, og hafa þó ekki verið teknar til athug-
unar allar sögur í útgáfu Hins ísienzka fornrita-
félags.
b) kostr — kvenkostr
I. Gunnlaugs saga ormstungu, Isl. fornr. III.
1. ... ok engi kostr þótti þá þvílíkr sem Helga in
fagra í öllum Borgarfirði ok víðara annars staðar.
Bls. 60.
II. Grettis saga, Isl. fornr. VII.
2. ... átti systur, er Rannveig hét; hon var inn
bezti kvenkostr. Bls. 34.
3. Ásdís var ógefin ok þótti vera inn bezti kven-
kostr. Bls. 35-36.
4. ... átti dóttur gjafvaxta, er Gýríðr er nefnd; hon
var fríð kona ok þótti harðla góðr kostr. Bls. 135.
III. Hallfreðar saga, ísl. fornr. VIII.
5. Már mælti: „Ráð hefi ek hugat fyrir þér, þú skalt
biðja Kolfinnu, dóttur Ávalda; þar skortir eigi fé,
ok er hon kostr góðr." Bls. 145.
6. Um kveldit verðr þeim tiðrœtt um kvenkosti.
Narfi mælti, segir engan jafngóðan kvenkost sem
Steingerði... Bersi mælti: „Spyrsk mér til, sem
þverbrestr muni á vera, þó at kostrinn sé góðr."
Bls. 225.
Eru þá talin alls sex dæmi úr þrem sögum,
og hið sama gildir og áður: Ekki hefur verið leit-
að í öllum sögum í útgáfu Hins íslenzka forn-
ritafélags.
Vitanlega sannar þessi upptalning ekki, að
höfundur Njálu hafi ekki getað haft lýsingu
Laxdælu sér til fyrirmyndar, er hann tók að lýsa
Unni, en varasamt sýnist að fullyrða nokkuð um
tengsl sagnanna á þessum stað. Svo algeng sem
orðin „væn" og „kostr" eru í Islendingasögum,
hversu litlar líkur eru þá ekki fyrir því, að unnt
sé að sanna, hvaðan höfundi Njálu kemur fyrir-
mynd í þessu dæmi?
Af upptalningunni hér að framan sést einnig,
að þau orð, sem E. O. S. felldi brott úr lýsingum
Laxdælu og Njálu, eru aðeins endurómun al-
gengra kvenlýsinga, og sýnist allt eins ástæða til
að leyfa þeim að fljóta með.
Þá skal gefið yfirlit yfir hin önnur dæmi, sem
E. O. S. nefnir „til frekari sannindamerkja um
það, að höfundur Njálu hafi þekkt Laxdælu."33
Laxdœla, ísl. fornr. V.
1. Þetta fréttir Óláfr,
faðir hans, ok aðrir
frændr hans ok
Njála, ísl. fornr. XII.
1. En er þeir kómu
heim, urðu menn
fegnir ... Bls. 84.
12