Mímir - 01.06.1967, Page 20
ERIK SIMENSEN:
HELGA BRENNER:
NOKKRAR ATHUGASEMDIR VIÐ
ATLAKVIÐU
Þessar hugleiðingar eru sprottnar af kennslu
Bjarna Guðnasonar prófessors, þegar hann fór
yfir Atlakviðu með erlendum stúdentum í Há-
skóla Islands haustið 1966. I því sambandi var
oft höfð hliðsjón af riti Jóns Helgasonar: „Tvær
kviður fornar", enda eru varla til betri skýring-
ar á kvæðinu sjálfu og stöðu þess í fornger-
mönskum bókmenntum.
Sú bók hefur einnig þann kost, að hún vekur
athygli lesandans á meðferð textans í handrit-
inu og gerir honum ljóst, hversu varðveizlan
skiptir miklu máli, hve mikið skilningur manna
velmr á því, hverja leshætti þeir velja, þegar
varðveizlan er ill eða a. m. k. tortryggileg. Það
getur enginn vafi leikið á því, að sum vísuorð,
e. t. v. heil erindi, í Atlakviðu eru illa varðveitt,
enda er það ekki nema eðlilegt, ef kvæðið er
meðal elztu eddukvæða, eins og flestir fræði-
menn gera ráð fyrir. Og stundum verður ekki
hjá því komizt að breyta textanum til þess að
geta fundið einhverja skynsamlega hugsun í
honum. Hitt er annað mál, að sumt hefði getað
haft gildi fyrir samtímamenn skáldsins, þó að
nútímalesendum sé það að mestu leyti eða með
öllu óskiljanlegt. En örðugt er að skera úr með
fullri vissu, hverjar Ijóðlínur eða vísur séu úr
lagi færðar, og á hvern hátt þetta hafi gerzt.
Þegar menn standa andspænis þessu vandamáli,
kemur ágreiningur skýrt fram. Sumir breyta
miklu, eins og tíðkaðist meðal útgefenda á 19.
og langt fram á þessa öld, aðrir minna, þó að
fæstir skýrendur leyfi sér að láta textann standa
óbreyttan.
Utgáfa Jóns fylgir handritinu betur en marg-
ar aðrar, samt tekur einnig hann á einum stað
tilgátu fram yfir varðveittan texta. Þessi breyt-
ing (sem Bugge hafði þegar gert) kom okkur
Helgu Brenner til að velta fyrir okkur spurn-
ingunni, hvort hér væri ekki hægt að verja texta
Konungsbókar (Codex Regius). Við nánari at-
hugun fannst okkur hinn varðveitti texti betur
samfara listrænu einkenni kvæðisins, að vísu
engu meginatriði, en samt atriði sem verður
lesandanum nógu Ijóst, ef hann athugar textann
frá listrænu sjónarmiði. Við styðjumst hér aðal-
lega við útgáfu Neckels/Kuhns (Heidelberg
1962) ásamt Bugges (Kria 1867) og Jóns
Helgasonar (Rvík 1962). Auk þess höfum við
tekið tillit til skýringa í orðabók Fritzners og
Lexicon Poeticum, og til ýmissa ritgerða til-
greindra í neðanmálsgreinum.
Erindið eða vísuhelmingurinn, sem um er að
ræða, er þessi:
Fengu þeir Gunnar
og í fjötur settu,
vinir Borgunda,
og bundu fastla.
(18. er.)
Utgefendur hafa hneykslazt á þriðja vísuorð-
inu: „vinir Borgunda", sem er talið villa fyrir
„vin Borgunda" á þeirri forsendu að þessi orð
20