Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 24

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 24
brunnum óhroðans yfir lesendur Mímis. í stað þess vil ég leyfa mér að vitna í 11 ára gamla tímaritsgrein eftir Guðmund G. Hagalín, rit- höfund. Greinin heitir „Mammon menntar þjóðina”, og þar segir m. a. svo um nokkur sorp- rit, sem Hagalín hafði þá nýlega skoðað: „Stíll- inn á þessum sögum og þáttum var lágkúruleg- ur, víða grófgerður og sums staðar þrunginn sora, hugsana- og setningasambönd tíðum mor- andi af rökvillum og málið mengað klúryrðum, ambögum og erlendum slettum .. .”3 — Svona var þetta fyrir 11 árum og hefur ekkert breytzt síðan. Ennþá gefa gróðabrallsmenn óhindrað út alls konar sóðaleg rit og misþyrma jafnframt íslenzkri tungu. Þess vegna kom það mér nokk- uð á óvart, er ég las í téðri grein Hagalíns svo- felld ummæli um sorpritavandamálið: „Hjá frændþjóðum okkar hinum nánustu er það í at- hugun, hvað gera skuli í þessum efnum, og munu fulltrúar frá menntamálaráðuneyti Islend- inga vera þar með í ráðum.”‘ Virðist Hagalín fullviss um, að málið muni þarna í góðum hönd- um og úrbóta ekki langt að bíða, því að hann segir ennfremur, að hann muni „láta sér lynda að sinni að bíða þeirrar niðurstöðu, sem full- trúar okkar og annarra Norðurlandaþjóða kom- ast að um tiltækilegar aðgerðir ríkisvaldsins á þessum vettvangi."4 En mér er spurn: Hverjar urðu niðurstöður þessara athugana? Hverjar voru aðgerðir íslenzka ríkisvaldsins? Það skyldi þó aldrei vera, að ekkert hafi verið gert? Margir munu kannast við myndablöð, sem kallast „Sígildar sögur". I þessum myndablöð- um eru efnisútdrættir úr ýmsum öndvegisverk- um heimsbókmenntanna felldir inn í auða reiti á myndasíðunum. Vegna þess að hér er fjallað um heimsfræg bókmenntaverk, skiptir miklu máli, að vel takist til og frágangur allur sé vandaður. Því miður hefur orðið misbrestur á því, a. m. k. í hinni íslenzku útgáfu. Að vísu ber að virða útgefendum það til vorkunnar, að þeir þurfa að fella hina íslenzku þýðingu text- ans inn í fyrirfram afmarkaða reiti, og er þeim því mjög þröngur stakkur skorinn. Það afsakar þó ekki tilviljanakennda stafsetningu þessara rita né ýmiss konar málvillur. Ég athugaði um daginn Macbeth Shakespeares í slíkri útgáfu. Utgefendur þessir nefna sjaldnast þýðanda rit- anna á nafn — ekki heldur í þetta sinn, þótt þeir notuðu þýðingu sr. Matthíasar Jochums- sonar orðrétta. Þeir leyfðu sér að gera það orða- laust og urðu þó að misþyrma henni á ýmsa vegu með því að fella niður langa kafla úr málsgreinum og setningum. Afleiðingin varð sú, að hrynjandi varð öll meira og minna brjál- uð og orðasambönd og setningatengsl oft næsta furðuleg og torskilin. Þessum heiðursmönnum hefur reyndar verið ljóst, að ýmislegt í þýðingu sr. Matthíasar gæti vafizt fyrir lesendum á barns- aldri, ekki sízt eftir slíka meðferð, sem áður er getið. Þeir hafa því tekið það til bragðs að reyna að skýra neðanmáls ýmis orð úr textan- um, en því miður tekizt svo hrapallega í flest skiptin, að skýringarnar eru ýmist stórlega vill- andi eða beinlínis rangar. — Skulu nú sýnd nokkur dæmi um misþyrmingu þessara útgef- enda á texta sr. Matthíasar. í 2. atr. I. þáttar er verið að skýra frá vask- legri framgöngu Macbeths. Þar hljóðar þýðing M. J. svo: hinn hrausti Macbeth — hann ber nafn með rentu — að hamingjunni glotti og hristi brandinn, sem frægðin rauk af, drifnum mannadreyra.. .5 Þetta má virðast nokkuð torsótmr texti fyrir börn, en ekki verður hann auðmeltari í barna- útgáfunni: hinn hrausti Macbeth, hann ber nafn með rentu, að hamingjunni glotti og hristi brandinn, drifnum mannadreyra,.. .6 Hér fella útgefendurnir niður hluta máls- greinarinnar, en hirða ekki um að athuga, hverj- ar afleiðingar slíkt hefur fyrir það, sem fer á eftir. Afleiðingin verður sú, að aukafallið „drifn- um" kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Slíkar kórvillur em algengar í útgáfunni. — Beint framhald og niðurlag fyrrgreindrar orð- ræðu úr Macbeth hljóðar svo á ensku: 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.