Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 26
Hins vegar ætti að varða við lög að misþyrma
verkum eins og Macbeth og þýðingu sr. Matt-
híasar með svona lélegri útgáfu. Utgefendun-
um tekst að fara svo hrapallega með hina kjarn-
yrtu þýðingu sr. Matthíasar, að málið er á köfl-
um hvorki bundið né óbundið, heldur aðeins
samsafn sjaldgæfra orða í óvenjulegri orðaröð.
Afleiðingin verður sú, að í huga barnsins, sem
les þetta, greypist andúð og fyrirlitning á þessu
torskilda stagli. Auk þess er líklega vandfundið
verk, sem er í eðli sínu síður við barna hæfi en
Macbeth Shakespears, og í meðferð Sígildra
sagna hlýtur það að virðast lítið annað en rugl-
ingsleg frásögn af ógeðfelldum manndrápum.
Eg vil þá loks víkja að þeirri grein eftirlætis-
bókmennta unga fólksins, sem ég tel sýnu á-
hrifamesta. Það eru dægurlagatextarnir. Eins og
drepið var á hér að framan, er það nánast heilög
skylda hvers tánings að kunna sem mest af nýj-
ustu dægurlagatextunum og hafa þá helztu yfir
daglega með viðeigandi raddbeitingu, líkt og
kaþólskum mönnum þótti í eina tíð skylt að
þylja Lilju á degi hverjum. Auk þess glymja
dægurlögin í útvarpinu sýknt og heilagt, og
margir táningar eiga segulbönd og plötuspilara,
sem þeir þenja í tíma og ótíma. Menn geta því
gert sér í hugarlund, hvílík áhrif þessi síendur-
tekni Ijóðaflutningur hlýtur að hafa á bók-
menntasmekk og máltilfinningu þeirra, sem fyr-
ir honum verða eða hafa hann í frammi. Skulu
nú sýnd hér fáein dæmi um það, hvers konar
ljóð það eru, sem unglingarnir láta sér tíðast
um munn fara. Ljóðin eru tekin stafrétt eftir
ljóðabókunum.
ER NOKKUÐ EÐLILEGRA?
Er nokkuð eðlilegra en að elska einhvern heitt?
Er nokkuð eðlilegra en ástin yfirleitt?
En ef þú öðrum ert með og elskar mig ei neitt
er nokkuð eðlilegra dapur sé ég þá
að því segja frá’. (!).
Er nokkuð eðlilegra ég elti’ þá löngum þig?
Er nokkuð eðlilegra að elska yfir sig?
Að sjá þig dansa og líta dreymandi á mig,
er nokkuð eðlilegra?
Ég ærist hreint og beint,
óður Ijóst og leynt
og stað og stund ég gleymi þá.
En þó að þú sért svekkt
er þetta eðlilegt,
því þetta gerist öllum hjá.
Er nokkuð eðlilegra en ósamkomulag?
Er nokkuð eðlilegra en að gráta heilan dag
en síðan hlæja og sættast og syngja gleðibrag,
er nokkuð eðlilegra.. .10
Líklega hafa útgefendur Ijóðabókarinnar mis-
þyrmt þessum texta eirthvað. Mér er ómögu-
legt að ætla höfundi textans alla þessa vitleysu,
því að hann er háskólastúdent.
LEYNDARMÁL
Viltu eignast leyndarmál,
sem ég geymi’ í minni sál,
leyndarmál, sem varðar aðeins þig og mig.
Leyndarmál svo stórfenglegt,
furðulegt og yndislegt.
Viltu lofa að segja ekki frá.
Ég veit, að nú ég elska þig
og ég veit, að ef þú elskar mig
eins mikið og ég dái þig
verður þú ávallt góð við mig.
Þá að lokum mun ég eignast þig.
Nú veizt þú mitt leyndarmál
um mitt mikla ástarbál,
leyndarmál um aðeins þig og mig.
Ég veit, að nú ég elska þig o. s. frv.17
Af greiðasemi við höfund þessa texta hirði
ég ekki að birta nafn hans.
Einn textinn hefst svona:
Ljúft með þig ég leiði í dansi
langa nótt í faðmi mér.18
Ein vísan í texta eftir annars ágætan höfund
hljóðar svo í heftinu Beztu danslagatextarnir:
Það var logndrífa’ og ládauður sjór,
er hinn látni í gröfina fór.
og ekkjan með sjarmi
frá svuntu a8 barmi —
menn sáu, að hryggðin var stór:,:19
26