Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 29

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 29
JÓNÍNA HAFSTEINSDÓTTIR: NOKKUR HEITI HÖFUÐBÚNAÐAR BROT UR RITGERÐ TIL FYRRI HLUTA PRÓFS í ritgerð þessari er fjallað um ýmis heiti höfuð- búnaðar bæði úr fornu máli og nýju. Gerð er grein fyrir merkingu orðanna og uppruna og getið skyldra orða í öðrum málum. Þá er og minnzt á gerð hlutanna og notkun þeirra, svo og breytingar, er á þeim hafa orðið. Þótt ritgerð- inni væri fyrst og fremst ætlað að vera mál- fræðilegs eðlis, varð hinn menningarsögulegi þátmr hennar býsna fyrirferðarmikill, enda ekki auðvelt að komast hjá því, þegar fengizt er við efni af þessu tagi. Þær glefsur, sem hér fara á eftir, eru teknar á víð og dreif úr ritgerðinni, og er þeim raðað hér í stafrófsröð. Aðalheimild um orð þau, sem fyrir koma í fornmáli, er bókin Altwestnóriische Kleider- kunde eftir Hjalmar Falk. Um merkingu orða í fornmáli er einnig stuðzt við Ordbog over Det gamle norske sprog eftir Johan Fritzner og An lcelandic-English Dictionary eftir Guðbrand Vigfússon og Richard Cleasby. Um merkingu orða í síðari tíma máli er stuðzt við orðabækur þeirra Sigfúsar Blöndals og Björns Halldórsson- ar í Sauðlauksdal. Nokkur dæmi eru tekin úr seðlasafni Orðabókar Háskólans. Vitneskja um uppruna orðanna og skyldleika við önnur mál hefur einkum verið sótt í Islandisches etymo- logisches Wörterbnch eftir Alexander Jóhannes- son og Norwegisch-danisches etymologisches Wörterbuch eftir Hjalmar Falk og Alf Torp. Þegar vitnað er í orðabækur þessar, er ekki getið blaðsíðutals, þar sem auðvelt er að finna tilvitnunina með því að fletta upp viðkomandi orði. Faldur Uppruna orðsins skýra Falk og Torp þannig, að það sé sama orð og fhþ. falt, nhþ. Falte, mlþ. volde, e. fold. Germanska frummyndin er #falda-, idg. *poIto-. Af sama stofni er sögnin að falda, sem er á gotnesku falþan, egs. fealdan, mlþ. volden, fhþ. faltan og faldan. Faldur hefur verið höfuðbúnaður íslenzkra kvenna alh frá því er elztu heimildir herma og fram á þessa öld. I Svarfdæla sögu segir um Yngveldi fagurkinn: „Hon var faldlaus ok hafði hárit bæði mikit ok fagrt".1 Af þessu má sjá, að tíðkazt hefur, að hárið væri hulið undir faldinum. Faldarnir hafa ekki ætíð verið jafn- háir. Til dæmis um það má taka vísu úr Eyr- byggju: Sólgrund Siggjar linda sjaldan hefr of faldit jafnhátt.. r Eftir frásögn Eyrbyggju að dæma hefur þótt mest skart að hafa faldinn sem hæstan. I Rígs- þulu er talað um að keisa fald, og mun þar vera átt við, að faldurinn sé sveigður. I orðabókum er faldur sagður vera hvít lín- hetta eða höfuðfat kvenna. Hvergi er í fornum 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.