Mímir - 01.06.1967, Qupperneq 34
14. öld hafi verið til ýmsar gerðir af húfum.
Sumar þeirra féllu þétt að höfðinu og var haldið
föstum með bandi, sem iá undir hökuna. N0r-
lund segir, að þessar húfur hafi verið nefndar
kveif á Norðurlöndum (á frönsku coiffe). Þær
voru alltaf úr þunnu efni, silki eða líni, og hafð-
ar innan undir öðrum höfuðfötum, höttum eða
hjálmum. Húfur þessar hafa verið algengar í
Frakklandi, en sjást sjaldan á norrænum mynd-
um. Hafa þær sennilega verið sjaldgæfar á
Norðurlöndum.34
Oll þau dæmi, sem nefnd hafa verið um
kveif, eru af útlendum uppruna. Falk nefnir
eitt dæmi um kveif í fornum íslenzkum ritum.
Það er í vísu í Gísla sögu Súrssonar, þar sem
kveif er hluti kenningarinnar kveifar raun, sem
táknar höfuð.35 Finnur Jónsson hefur lesið úr
þessu kveifar loraun.36 I Islenzkum fornritum
er í stað kveifar hraun hjá Finni haft hyrkneyfa,
og segir þar, að það sé breyting E. A. Kocks. í
handritum Gísla sögu er kenning þessi rituð með
ýmsu móti, en skýring Kocks hefur þótt vera hin
tækilegasta, sem völ var á.37 En hvort sem skýr-
ing Finns Jónssonar er rétt eða röng, má telja
líklegt, að kveif hafi ekki verið notuð á Islandi,
þar sem hennar er hvergi getið í ritum.
Kveif er einu sinni nefnd í vísu eftir Eggert
Ólafsson. Vísuna nefnir hann „Um prjónað
ígulker":
Heila-þak yfir hyir
hærum sauðar, en eg mæri
kveif alskipuð ofin
átta litar þáttum .. .3S
Motur
I germönskum málum er ekkert orð, sem skylt
á við orðið motur. Falk telur, að það hljóti að
vera tökuorð. Sennilega er orðið komið af lit.
múturas, sem er höfuðdúkur, vafinn um höfuð-
ið, og muturis, sem er hvítur líndúkur, sem
settur er á höfuð nýgiftra kvenna. Falk telur, að
orðin múturas og muturis séu af býzönskum
uppruna, komin af gr. mítra (höfuðband eða
-dúkur kvenna). Höfuðbúningur sá, er nefndist
mítra, mun vera upprunninn í Litlu-Asíu, svo og
heitið mítra. Höfuðbúnaður þessi, mítra, hefur
í fyrstu verið einhvers konar höfuðband, og því
hefur fylgt eitthvað, sem líktist því, er á erlend-
um málum er nefnt „turban". „Turban" hefur
einnig verið þýtt á íslenzku með motur. I Iðunni,
söguriti, sem Sigurður Gunnarsson gaf út 1860,
er sagt frá Tyrkjum í Egyptalandi. Þar segir m.
a. um klæðnað þeirra: „Á höfðinu hafa þeir
húfu, en ekki motur (Turban)."39
Eini motur, sem sögur fara af á Islandi, er sá,
sem Ingibjörg konungssystir gaf Kjartani Ólafs-
syni, og hann gaf Hrefnu, konu sinni, að línfé.
Motur sá var hvímr að lit, gullofinn og hin
mesta gersemi. Það má ráða af frásögn Lax-
dælu, að slíkir gripir hafi verið afar fáséðir, því
að sagt er um brúðkaupsveizlu þeirra Hrefnu og
Kjartans, „at engi var þar svá vitr eða stórauðigr,
at slíka gersemi hefði sét eða átta".40
Motur mun ekki hafa verið nákvæmlega hið
sama og faldur, heldur einhver dúkur, sem
brugðið var yfir faldinn eða var notaður með
honum á einhvern hátt, sbr. Laxdælu: „Hrefna
tekr nú ofan faldinn ok selr Kjartani motrinn,
ok hann varðveitir."41 Motur hefur sennilega
einkum verið brúðarlín eða sérstakt húsfreyju-
tákn, þar sem Ingibjörg ætlast til þess, að Kjart-
an gefi hann að bekkjargjöf.
I ritum frá síðari öldum kemur motur aðeins
fyrir sem liður kenninga í skáldamáli. T. d.
koma fyrir í rímum kenningarnar motra jörð
og motra njót og fleiri svipaðar.
I Snorra-Eddu segir, að motrur heiti konur,
sem faldi hvítum léreftum. Af því má ráða, að
motur hafi verið hvítur á lit. Motra er líklega
dregið af motur, en þó telur Falk, að um áhrif
geti verið að ræða frá lit. moterá (kona), en það
orð er þó ekki skylt múturas og muturis. Motra
kemur einu sinni fyrir í kvenkenningu í rímum.
I Jóns rímum leikara er kenningin motra silki-
tvinna.
Skupla
Alexander Jóhannesson segir, að skupla sé höf-
uðskraut kvenna og nefnir sem dæmi um skyld
34