Mímir - 01.06.1967, Side 43
Annars fer Þorgeir allt aðrar leiðir í myndsköp-
un sinni en þessir tveir höfundar, og tækni hans
er öll önnur. Ég hef sjaldan lesið skáldskap, þar
sem jafn ríkulega eru hagnýttir þeir möguleik-
ar, sem fólgnir eru í einföldustu tjáningarmiðl-
um tungunnar; leikur Þorgeirs að orðum, tákn-
um og hugmyndum er iðulega stórum aðdáun-
arverður.
Um þennan ljóðaflokk mætti enn margt
segja, og ýmislegt annað í ljóðum Þorgeirs væri
gaman að fjalla um. Þess er ekki auðið að sinni.
Það sem vakti fyrir mér með samantekt þessarar
stuttu greinar var einungis að vekja athygli
þeirra, sem enn eru þessum Ijóðum ókunnir, á
því, hvert skáld við eigum, þar sem er Þorgeir
Sveinbjarnarson. Hann er ekki hávær eða um-
sláttarmikill höfundur, en ber þá virðingu fyrir
list sinni, sem ýmsum gæti orðið til eftirdæmis.
Ég hygg, að enginn verði svikinn á að skyggnast
inn í ljóðheima hans. Ef grein þessi verður ein-
hverjum hvatning í þá átt, er hún ekki til einsk-
is samin.
MIKIÐ ÚRVAL BÓKA
Dönsk — ensk — þýzk — amerísk blöð
Pappír — ritföng
Handtöskur — innkaupatöskur
Bókhlaðan hf.
Laugavegi 47
Ú R O G KLUKKUR
Þér getið verið örugg um að fá réttar upplýsingar um gœði úra, sem ég hefi á boðstólum. Mikið úrval
til sýnis, þar á meðal úr frá Thommen-úraverksmiðjunum svissnesku, sem eru nú 1 1 5 ára. — Það eru
hin kunnu Revue-úr, sem hér hafa notið mikils álits síðan um síðastliðin aldamót. — Margar gerðir
af stunda-klukkum, þ. á. m. frá Kienzle og Junghans. — Ábyrgðir á úrum og klukkum eru tryggar Vegna
reyndra og góðra fagmanna, sem hjá mér vinna.
Sigurður Tómasson, ursmiðup
Skólavörðustíg 21 (hús Fatabúðarinnar)
43