Mímir - 01.06.1967, Síða 44

Mímir - 01.06.1967, Síða 44
BRYNJÚLFUR SÆMUNDSSON: SÖGUMÁLSHÆTTIR1 Eftirfarandi greinarkorn mun eiga rætur stnar í veru minni á Handritastofnuninni síðastliðið ár. Þá fékk ég það verkefni dag nokkurn að fletta tveim eða þrem litlum málsháttasöfnum í leit að málsháttum með vissum formseinkenn- um, sögumálsháttum, eins og ég leyfi mér að nefna þá. Nú árangurinn varð ekki sérlega mikill, hins vegar vöktu þessir málshættir at- hygli mína fyrir það, hversu hnyttilegir þeir gátu verið. Seinna komst ég svo að raun um, að á íslenzku myndi að líkindum aldrei hafa verið skrifaður stafkrókur um sögumálshætti. Þótti mér því rétt að vekja athygli á þeim og vænti þess, að verða megi einhverjum lesendum Mímis til fróðleiks. Það sem sérstaklega einkennir sögumálshætti og greinir þá frá öðrum málsháttum er formið. Þeir eru byggðir upp af þrem þáttum. Fyrsti þátmrinn er stutt setning, sem greinir það sem sagt er (dictum); annar þátturinn greinir, hver hefur sagt þessi orð (þau eru lögð ákveðinni persónu í munn) og hefur oftast formið: sagði/ kvað/mælti (eða önnur sögn sömu merkingar) þessi eða hinn; þriðji þáttur sögumálsháttarins er eins konar skýring á því, sem á undan er komið og segir gjarna frá aðstæðum, sem voru fyrir hendi, er orðin voru sögð, segir nokkra sögu — og kemur tíðast eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Það er einmitt þessi togstreita á milli fyrsta hluta (dictum) og þriðja hluta (fact- um) sögumálshátta, sem gefur þeim gildi. Aðal- gildi þeirra — ef ekki hið eina — er nefnilega skopgildið, því að sjaldnast flytja þeir mikla lífsspeki eða vísdóm. Ekki er ótítt, að fyndnin sé heldur af hrjúfara tæi, og stundum verður gamanið nokkuð grátt, en jafnframt áhrifa- mikið (drastískt): „Eg ætlaði ofan hvort sem var," sagði kerling, hún datt ofan um stiga og hálsbratit sigf eða þá að það er kaldhæðnislegt: Ekki má í allt sjá, þá mikið liggur við, kvað refur, hann beit fót sinn úr boga; en eins al- gengt mun þó vera, að gamanið sé meinlaust og góðlátlegt, svo sem næg dæmi eru um hér á eftir, t. d.: Hvar er allt fólkið, sagði bóndi, hjá- konan var ekki á þallinum. Stundum er upphafið málsháttur út af fyrir sig, t. d. er hvort tveggja til: Hvöss eru hvinna járn og Hvöss eru hvinna járnin, sagði bóndinn, hann brýndi hnífinn biskupsins. Algengara mun þó vera, að allir þrír þættir sögumálshátta myndi eina órofa heild og fyrsti þátturinn, dictum, hafi lítið gildi einn saman. Dæmi: Mitt var (það), en ekki þitt, kvað bófi, greip annars pening af gólfi. Mitt var er enginn málsháttur eitt sér. Það mun ekki ótítt, að málshættir séu auknir, þ. e. að bætt sé við þá sagði karlinn, sagði kerl- ingin eða öðru slíku. Oft virðist þó eins líklegt, að málshættir, sem þannig eru lagðir einhverj- um í munn án skyringar, séu styttir, og að sag- 44

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.