Mímir - 01.06.1967, Page 47

Mímir - 01.06.1967, Page 47
íslenzkum málsháttasöfnum, bera saman varí- anta og þ. u. 1. Það verður að bíða síns tíma. Tilvitnanir útgefenda á eftir hverjum máls- hætti hef ég yfirleitt ekki gátað. Skýringar á skammstöfunum þessara tilvitnana eru á bls. 385—394 í Islenzkum málsháttum. Tölurnar innan sviganna tákna blaðsíðu í þeirri bók. Gaman er að börnunum, sagði karl, átti sjö börn og áttunda umskipting. FJ (22). Mitt var, en ekki þitt, kvað bófi, greip annars pening af gólfi. LestrÞB (36).18 Eigi skal bogna, kvað karl og skeit standandi. K (37). Bróðir, bróðir, sagði refurinn við rakkann bund- inn. 2888 (43) og FJ (263). (Engin millitil- vísun).10 Oll erum vér brotleg, kvað abbadís, hún hafði brók ábóta undir höfði. HSch (44). Hér mun eldur af verða, sagði refur, dreit á ís- inn. FJ (69). Snælega snuggir, kváðu Finnar, áttu andra fala. Mork. 138 (84). Frændi, frændi, sagði refur við rauðan hund. FJ (98).19 Margt er til gaman gjört, kvað munkurinn, hann barði á sér eistunum við stokkinn. Syrpa (104). Svei þér, svo svartur þú ert, sagði grýtan við leirpottinn. LestrÞB (121).19 Allt heldur helvítunum, herra minn, sagði karl- inn, sem fylgdi biskupinum. 300 (128). Hart á móti hörðu, sagði skraumi, þá hann skeit móti skruggu. HSch (132). (skraumi: gortari, skrumari). Hvar er allt fólkið, sagði bóndi, hjákonan var ekki á pallinum. FJ (143). Hvöss eru hvinna járnin, sagði bóndinn, hann brýndi hnífinn biskupsins. GÓ (159). Ekki er allt gott, sem höfðingjar borða, sagði karl, hann át mustarð með skeið. LestrÞB (162). Of nær nefi, kvað karl, var skotinn í auga. Hkr. III 381 (175). Þetta er vegurinn okkar allra, sagði karl, hann bar hund, sem hann hafði hengt. LestrÞB (175). Urt járn, kvað kerling, átti hníf deigan. Sex sög. 77 (178). (úrt járn: sorajárn). Hlýr hangandi tetur, kvað kerling og festi garn- hnoða fyrir rass sér. K (178). (Hlýr: hlýjar). Hart á móti hörðu, sagði kerling, hún settist á stein. LestrÞB (178). Allt er gott kjötkyns, sagði karlinn, át kapal- hildirnar. ÞT (180). Sérhver hefur sína lund, sagði karlinn, hann reið torfstakki. HSch(2l4). Lítið massast, sagði karlinn, hann hjó fimm sinnum í skarifífil, en hann stóð sem áður. LestrÞB (224). Era hlumms vant, kvað refur, dró hörpu að ísi. Mork. 137 o. v. (263). Ekki má í allt sjá, þá mikið liggur við, kvað refur, hann beit fót sinn úr boga. LestrÞB (264). Stikk (Stingið) mér í, kvað reka, hún stóð ein saman. Mork. 172 (265).20 Oft verður slíkt á sæ, kvað selur, var skotinn í auga. Fms. VIII 402 (280). Lengi skrjálar á þurru (skorpnu) skinninu, sagði kerlingin, hún klóraði sér á maganum. GÓ (293). Ann hver sínu, sagði karl, hann kyssti fjalhögg (saumhögg) sitt. FJ (339). Ærslafull er æskan, sagði kerlingin, hún stökk yfir sauðarlegginn. 300 (379). TILVITNANIR OG ATHUGASEMDIR: 1 Svo leyfi ég mér að kalla það málsháttaform, sem greinin fjallar um, og er orðið hugsað líkt og söguljóð og sögukvœði, þ. e. málshættir, sem segja sögu. Nafnið skýrist við lestur greinarinnar. 2 Lestrarbók handa alþýðu á íslandi eptir Þórarinn (sic) Böðvarsson, Kaupmannahöfn ... 1874. Bls. 29. — í þessari bók er dálítið safn af sögumáls- háttum og öðrum málsháttum, sem lagðir eru einhverjum í munn, á bls. 28—29, gr. 7. 3 Um aðdraganda þessara orða kerlingar, er fræg urðu, má lesa í Biskupa sögum gefnum út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi, Kh. 1878, öðru bindi, bls. 267, og í lslands Arbókum í sögu- 47

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.