Mímir - 01.06.1967, Page 49
GUÐRÚN KVARAN:
KVÆÐÍ ORT UM BÓLU-HJÁLMAR
Kaflar þeir, sem hér fara á eftir eru úr ritgerð minni
til fyrra hluta prófs í íslenzkum fræðum. Fjallar hún
um kvæði þau, sem ort hafa verið um Bólu-Hjálmar.
Erfitt er að búta í sundur svo vel fari, og hefi ég tekið
þann kostinn að birta lokakaflann; síðan er gerð
grein fyrir elzta kvæðinu, sem ég fann, þar á eftir
tveim þeirra merkari að mínum dómi, en að lokum
hinu yngsta. Síðan birti ég skrá yfir höfundana alla
ásamt skrá um þau rit, er kvæði þeirra um Hjálmar
birtust í.
Kvæðin um Bólu-Hjálmar kunna að vera fleiri
en þau, sem ég hef rekizt á. Erfitt er að vita með
vissu, hve mörg þau eru, slíkt krefst mikillar
vinnu og mikils lestrar. Við leit þessara kvæða
hef ég stuðzt við tímaritaskrá Landsbókasafns
og bókasafn Kára B. Helgasonar, forstjóra, sem
hann góðfúslega veitti mér leyfi til að nota. Alls
hef ég fundið 27 kvæði eftir 25 höfunda. Kvæði
þessi eru mjög svipuð að efnisvali, þótt um bein
tengsl muni ekki vera að ræða innbyrðis. I höf-
uðatriðum má skipta þeim í tvo flokka:
A. Kvæði, sem eru ort óbeint um ævi Hjálm-
ars.
Til þess flokks tel ég:
1. Jónas Jónsson: Hjálmar Jónsson
2. Símon Dalaskáld: Hjálmar skáld Jónsson
3. Einar Hjörleifsson Kvaran: Bólu-Hjálmar
4. Símon Dalaskáld: Kveðið þá skáldið reið
seinast um á Víðimýri
5. Matthías Jochumsson: Bólu-Hjálmar
6. Jón Stefánsson: Bólu-Hjálmar
7. Þorskabítur: Bólu-Hjálmar
8. Jón Þórðarson: Æfikvöld Hjálmars í beit-
arhúsum
9. Guðmundur Gunnarsson: Bólu-Hjálmar
10. Steinn Steinarr: A rústum beitarhúsanna á
Víðimýri
11. Benedikt Gíslason: Bólu-Hjálmar á bana-
stund
12. Kolbeinn Högnason: Bólu-Hjálmar
13. Bragi Sigurjónsson: Við beitarhúsin frá
Brekku
14. Snæbjörn Jónsson: tvær vísur
15. Andrés Valberg: Bólu-Hjálmar
16. Frímann Einarsson: Farið hjá Bólu
17. Feigur Fallandason: Bólu-Hjálmar
18. Hannes Pétursson: Bólugil
19. Helgi Konráðsson: Bólu-Hjálmar
20. Jakobína Sigurðardóttir: Til Bólu-Hjálm-
ars.
Ein höfuðástæðan fyrir litlum innbyrðis
tengslum getur verið sú, að flest eru kvæðin
eftir lítt lesna höfunda. Ljóð Einar H. Kvaran
voru ekki vel þekkt og Matthías virðist hafa
kastað höndum til síns kvæðis.
Sameiginlegt nær öllum kvæðunum er ádeila
49