Mímir - 01.06.1967, Síða 51
Svarið birtist í næstu erindum. Titrandi kváðu
hörpustrengirnir undraröddum, þar til strengur-
inn hrökk í tvennt, er harpan, örþreytt, var
spennt hinzta sinn. Hetjan er fallin. Frjáls flaug
hún á vængjum Appolons yfir markalínu lífs og
dauða. Finnst mér fara vel á því að segja skáld-
ið hafa flogið á vængjum Appolons, sem var
hinn „háleiti verndari skáldskaparlista, söngs
og hljóðfærasláttar,"2 með hörpuna að kenni-
merki. Appolon gegndi sama hlutverki með
Grikkjum og Bragi, hirðskáld Oðins, hjá nor-
rænum þjóðum. Höfundur heldur áfram að
vitna í forna goðafræði, er hann kallar skáldið
heilagt ljós vizkunnar, listasmíði Minervu, en
hún var verndargyðja handiðna og lista.
Rós skáldanna, einn af oddvimm íslenzkrar
ljóðagerðar, er brotin af stilknum, og eftir er
sár, sem lengi er að gróa til fulls. En þótt rósin
fölni, eru fræin eftir, sem festa rætur í hjörtum
fólksins og æxlast frá kynslóð til kynslóðar.
hann kvað í gleði, kvað í harm,
kvæði sem aldrei munu deyja,
meðan að hafa hjarta’ í barm
höfðingjar sveinar frúr og meyjar.
BÓLU-HJÁLMAR
Kvæði Einars H. Kvaran, Bólu-Hjálmar, birtist
fyrst á prenti í Skuld þriðjudaginn 21. marz
1882, en síðan hefur það verið prentað í öllum
útgáfum Ijóðmæla hans. I minnisbók, sem í eru
skráð nokkur ljóða Einars, stendur, að kvæðið
sé ort í Kaupmannahöfn 23. október 1881. Það
er fróðlegt að sjá, hvernig höfundur vinnur
verk sitt, bætir inn í, breytir og strikar yfir.
Einar hefur upphaflega haft kvæðið erindi
lengra en birtist í Skuld og erindið, sem hefst
á: Sá hann sólfagra..., er aðeins prentað þar.
Erindið, sem fellt er algerlega niður er þannig:
Bæn hans var heit
sem hyrja logi
fyrir þér, Island
og frelsi þínu. —
Kalt var hatrið
köld voru hæðiorð
frá svellandi hjörtum
sona þinna.
Kvæðið er þungt og þmngið karlmennsku.
Lýsingin á förumanninum er svo lifandi, að í
hvert sinn, sem mér verður hugsað til Hjálm-
ars, sé ég þessa mynd fyrir augum:
Tign er á enni —
tötrar á brjósti,
eldur í augum —-
aflleysi’ í fótum, —
fylkis er svipur —
fram rétt er höndin,
spakmæli á vörum —■
spjátrungar flissa.
Finnst mér þetta erindi minna dálítið á Sœ-
mund Magmísson Hólm eftir Bjarna Thoraren-
sen, en þar stendur:
Hjartahreinn —,
í huga duldust
guðdómsljós, oftla
glýju þó hulin.
Og þó hugvit hans
höndum þreifði,
honum hinn heimskasti
hyggnari þóttist.
Jónas Jónsson frá Hriflu segir svo í formála
fyrir ljóðmælum Hjálmars gefnum út af Menn-
ingarsjóði: „En Einar Hjörleifsson Kvaran orti
um Hjálmar eina ljóðið, sem er samboðið minn-
ingu hans." Síðan birtir hann þetta erindi:
Orð hans var þungt sem græðis gnýr
þá gengur að ofsaveður
og himinninn yfir hamförum býr
og hafaldan inngangs kveður.
Og aldrei það hrein sem heimskingjans mál
þess hljómur var bitur og styrkur
og lcesti sig gegnum líf og sál
sem ljósið í gegnum myrkur.3
Ekki veit ég, hvar Jónas hefur fengið þessa út-
gáfu af kvæðinu. Eg hef borið þetta erindi sam-
an við Skuld og ber á milli það, sem ég hef
undirstrikað. Munurinn er að mestu sá sami í
öllum útgáfum ljóðmælanna.
51