Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 52

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 52
Með þessu kvæði er engin breyting á erfi- ljóðagerð, en þó ef til vill ný stefna að mótast í huga höfundar. Þó að kvæðið beri keim Bjarna Thorarensen, ber meira á þeim umbrotum, sem áttu sér stað í Evrópu þessa tíma. Skoðanir Brandesar voru ofarlega í huga Einars, eins og ég hef áður greint frá og „krafan um andlegt frelsi, réttinn til frjálsrar hugsunar og frjálsrar rannsóknar",4 voru þar efst á baugi. „Þeim bar umfram allt að taka vandamál til meðferðar í verkum sínum, skera fyrir meinsemdir og herja á hleypidóma."4 Þetta allt finnst mér koma fram í kvæðinu sem barátta með hinum snauða og ádeilda á auðuga og skilningslausa. Einar hefur haft mætur á skáldskap Hjálmars eins og greinilega kemur fram í kvæði hans, sem endar á þessum Ijóðlínum: Það læsir sig gegn um líf og sál eins og ljósið í gegn um myrkur. BÓLU-HJÁLMAR Kvæði Þorskabíts birtist í íslendingi 18. jan- úar 1924.5 Það er ekki af tilviljun, að hann yrk- ir um þennan skáldbróður sinn. Þjóðfélagsað- staða þeirra var hliðstæð, og í lífi Þorskabíts endurspeglast ævi Hjálmars. Báðir voru þeir óskólagengnir alþýðumenn, sem fátækt og mis- skilningur léku grátt. Þorskabímr hefur án efa fundið tengslin við Hjálmar og því minnzt hans með þessu ágæta kvæði. I grein um skáldið seg- ir dr. Richard Beck: „Lang merkast og mikil- fenglegasta minningarkvæði Þorskabíts er þó Bólu-Hjálmarskvæði hans (Lögberg 23. ágúst, 1923), þrungið að hugsun og hreimmikið, minnir á rammauknar drápur fornskáldanna."6 Kvæðið er 120 vísuorð. Eyrstu fjögur erind- in minna talsvert á goðafræði Grikkja og Róm- verja eins og verða vill hjá rómantískum skáld- um, en Þorskabítur var í skoðunum rómantísk- ur og þó raunsæismaður öðrum þræði. Fyrst seg- ir frá því, er guðirnir höfðu ákveðið að gefa þjóðinni mikinn snilling, sem yrði stolt hennar og fyrirmynd. Gæddu þeir hann öllum þeim hæfileikum, sem mikilmenni þarfnast og að síð- usm skáldskapargáfunni. Var hann nú reiðubú- inn til þess að stíga niður til jarðar. En ekki eru allar ferðir til fjár. Eins og oft vill verða, beittu illar vættir hann vélum og mögnuðu sortabyl móti honum. Missti hann leiðar sinnar og mátti hýrast í hreysi við fátækt og örbirgð. Við slík örlög fylltist hann réttlátri gremju, misskilinn og smáður. Grönin fríð ei vex í kræklingshlíðum. Orninn svifhár ekki getur þrifist áts við garg og klið í fuglabjargi. Ef til vill má finna áhrif frá Þorsteini Er- lingssyni í kvæði Þorskabíts, enda minna mörg ádeilukvæði hans á Þorstein, því að báðir voru þeir miklir jafnaðarmenn. Þorskabímr reynir einn af fáum að mæla samtíð Hjálmars bót. Fyrst ei betur guðum tekist getur, glópska’ er að lá, þó mönnum yfirsjáist. Næstu átta erindi lýsa vei skáldskap Hjálm- ars, hvernig hann orti ógnþrungin og kröfmg ljóð, smellin kvæði, er hitm í mark, eða Ijóð, full trúarkrafts og alvöru.7 I fjórtánda erindi birtist von höfundar, er hann segir, að loks hafi runnið upp fyrir mönnum, að landið hafi misst mikinn anda og kvæði Hjálmars séu nú í heiðri höfð. Ef til vill yrðu þetta einnig örlög hans, sem átt hafði svo líka ævi og Hjálmar. Síðasta erindið er bæn höfundar til alföðurs um, að hann kenni þjóðinni að meta hið góða. Fái hún gætt þess, fullu’ er Fljálmar bættur, forn þá íslenzk dáð mun aftur rísa. Mikið kvæði, magnþrungið og myndauðugt, glögg örlaga- og skáldskaparlýsing. TIL BÓLU-HJÁLMARS Kvæðið Til Bólu-Hjálmars eftir Jakobínu Sig- urðardótmr, birtist í Þjóðviljanum 1. maí 1963. Það er alllangt eða 8 erindi, ádeiluþrungið. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.