Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 54

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 54
MÓÐURMÁLSÞÁTTUR Á öðru stigi íslenzkunáms til B.A. prófs er hafin kennsla í meðferð móðurmáls (hagnýt málfræði einn tími í viku á seinna misseri). Fagna þessu eflaust flestir íslenzkunemar, þar eð rekja má námsgreinarval þeirra margra til áhuga á daglegri meðferð móðurmálsins. I Ijósi þessa þykir ritnefnd Mímis ekki illa til fundið, að Mímismenn riti í blað sitt hugleiðingar um þetta efni. Hugmyndin er, að „Móðurmálsþáttur" verði fast- ur liður í blaðinu, ef ekki kemur í bága við skoðanir næstu ritnefnda, og er von okkar, að sem flestir leggi hér orð í belg. ■— Helgi Þorláksson ríður á vaðið með nokkrar hugleiðingar um málvernd og málhreinsun, sem aðrir geta svo bætt við eða gagnrýnt í næsta blaði,ef verkast vill. íslenzk málvöndunarstefna hefur löngum verið ósveigjanleg og ekki þekkt nema tvennt: rétt og rangt Með málvöndun er hér átt við málvernd í fyrsta lagi og í öðru lagi málhreinsun. I ágætri grein í ritinu Stíganda á Akureyri (I. árg., 2. hefti, okt.—des. 1943) bendir Halldór Hall- dórsson á það, að hugtakið „málfræðilega rétt" er ekki til og segir síðan: „En hugtakið „rétt" er siðfræðilegt, og „rétt mál" verður því ekki skilgreint á málfræðilega vísu, heldur eftir þeim meginreglum, sem menn koma sér saman um að fara eftir um málvöndun." Islenzkum málvöndunarmönnum (og þá ef til vill eink- um íslenzkukennurum) gleymist oft, að málið er beygjanlegt cg sveigjanlegt og fylgir engum stærðfræðilegum reglum. Það er oft ekki annað- hvort-eða, heldur bæði-og (sbr. grein H. H.). Svo að vikið sé fyrst að málvernd, þá er það kenning málvöndunarmanna, að rétt mál sé, að karlar kvænist (sbr. kvonfang, kvonbænir), en konur giftist (þær eru gefnar mönnum sínum). Þess vegna sé rangt að segja, að maður sé giftur eða giftist. Til er máltækið: communis error facit jus (almenn villa veitir réttinn) og á það vel við hér. Það er bæði mjög almennt og hefur verið sagt um aldir, að karlmenn séu giftir eða giftist. Mér er einnig stórum til efs, að þetta sé rangt mál, þar sem sagt er um brúðhjón, að þau séu gefin saman, og á það þá jafnt við um brúð- gumann sem brúðina. Því má segja um karl- mann, að hann sé giftur eða giftist (miðmynd í þolmyndarmerkingu) og af því þá ef til vill dregið gifta sig, sem er jafn „rétt" eða „rangt", hvort sem í hlut á karl eða kona. Hins vegar er betra mál að segja, að karlmaður kvænist. Iþróttamál er oft litið óhýru auga af mál- vöndunarmönnum, og er þá einkum gagnrýnd notkun fleirtölumyndanna af árangur og keppni, sem þar tíðkast. Er því óspart haldið fram (eink- um af íslenzkukennurum), að myndirnar árangr- ar og keppnir séu rangt mál, enda örgusm mál- leysur, þar sem þær komi í bága við íslenzkar reglur og venjur. Þetta væri réttmæt gagnrýni, ef satt væri. En hæpið er, að svo sé. Agætir ís- lenzkumenn tala um leiðangra, og orðin ævi og gleði, sem eru af sama beygingarflokki og 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.