Mímir - 01.06.1967, Síða 55

Mímir - 01.06.1967, Síða 55
keppni hafa fleirtölurnar ævir og gleðir í viss- um merkingum. Virðist óþarfi að amast við myndunum árangrar og keppnir frá því sjónar- miði, að þær brjóti beygingarreglur, enda hafa þær öðlazt viðurkenningu í Islenzkri orðabók (Reykjavík 1963). En árangrar er ljót orðmynd, og betur fer á að nota eintöluna, ef hægt er. Verður því hér að treysta á smekk og lagni blaðamanna sem annarra. I fyrrnefndri grein sinni telur Halldór Hall- dórsson ég þori það ekki og ég þori því ekki, jafn rétthátt. Ég þori það ekki sé eldra, en ég þori því ekki sé svo almennt á Vestfjörðum, að það hafi öðlazt þegnrétt (vitnar hér í: communis error facit jus). Þetta er engu að síður athuga- vert. Sögnin voga getur bæði verið áhrifssögn og áhrifslaus. Ymist er sagt: e-ð er ekki vogandi eða e-u er ekki vogandi. Hins vegar er alltaf sagt: það er ekki þorandi. Vart er nokkur, sem segir: því er ekki þorandi, enda sögnin þora ekki notuð á sama hátt og sögnin voga. Rétt er þess vegna: ég þori það ekki, bæði vegna merkingar og uppruna. Hér má ekki láta sam- eiginlega villu (eða venju) veita réttinn. Því þori ég ekki virðist merki venjulegrar þágu- fallssýki, sem gerir máiið órökrétt. Hins vegar virðist sem fólk noti þolfall oft ranglega, senni- lega af ótta við þágufallssýki, og mætti nefna þetta þolfallssýki. Dæmi um þetta eru setningar eins og það geri ég ekki ráð fyrir, eða það býst ég ekki við. Þetta skal látið nægja um málvernd, en næst rætt um málhreinsun. Slettur eru ekki eins hættulegar og „rangt mál", enda oft eðlilegar, þar sem íslenzkan á ekki til orð eða orðrétt þýð- ing er villandi. Ekkert er því til fyrirstöðu að taka erlend orð upp, ef þau fá íslenzka beyg- ingu og fara vel í málinu. Hins vegar nær engri átt að breyta merkingu sagnarinnar að keyra, þegar til er hin ágæta sögn að aka. Merkingin aka í sögninni keyra er greinilega úr dönsku komin. Slík erlend áhrif ber að forðast, og er óhætt að segja, að málvöndunarmenn hafi ekki sofið á verðinum í því efni. En oft er úr vöndu að ráða. I ýmsum vafaatriðum taka málvönd- unarmenn þá afstöðu að telja allt rangt, sem ekki er fornt, en á sér hliðstæður í dönsku. Dæmi um vafaorð eru sagnirnar mæta og byggja. Rétt mál sé að mæta manni á förnum vegi, enda sé það í fornu máli. Þetta er víst skilið svo, að þeir gangi til móts hvor við annan og mætist, er til móts þeirra komi. Onnur notkun sagnarinnar sé röng og beri vott um dönsk á- hrif. Þetta er of ströng regla. Virðist allt eins mega nota sögnina mæta alls staðar, þar sem mót er (mannamót), t. d. mæta á fund, mæta til leiks og alls staðar, þar sem menn hafa mælt sér mót. Hitt er annað mál, að þessi sögn er ofnot- uð, og ber að forðast það. Sögnin byggja er talin undir dönskum og þýzkum áhrifum t. d. í sambandinu byggja hús. Það sé því rangt. Rétt mál íslenzkt sé að reisa hús. Sé farið eftir þessu, er rangt að nota orðið bygging í merkingunni hús, t. d. skrifstofu- bygging, byggingarefni, byggingarfulltrúi eða þá nafnorðið húsbyggjendur o. s. frv. Verður að viðurkenna merkinguna reisa í sögninni byggja, þótt ekki hafi verið til í fornu máli og þótt Danir noti hana í þeirri merkingu. Hins vegar virðist óþarfi að viðurkenna notkun þess- arar sagnar t. d. í byggja skip (í stað smíða skip) og öðrum slíkum samböndum, enda ekki algeng. Sögnin fyrirbyggja er og óþörf. I henn- ar stað má hafa afstýra, girða fyrir, koma í veg fyrir. Hitt telja málvöndunarmenn þó hættu- legra, er erlend máltæki eru þýdd á íslenzku og fá íslenzkan blæ, t. d. drepa tímann (sem er á ensku to kiil time). Þetta heiti á íslenzku að stytta sér stundir. Ég get fallizt á þessa skoðun, svo framarlega sem hið erlenda máltæki er ó- rökrétt og önnur betri í íslenzku, eins og t. d. að taka e-m opnum örmum, sem er þýðing úr dönsku óþörf og órökrétt, en heitir á íslenzku taka tveim höndum eða taka fegins hendi. Hins vegar er fjöldinn allur af máltækjum, sem eru beinar erlendar þýðingar, en fara vel í málinu og koma að gagni. Ymis góð og gild orðtök eru orðréttar þýðingar úr erlendum málum (einkum dönsku). Eru dæmi um 65 slík í bók Halldórs Halldórssonar íslenzk orðtök (bls. 63—65). 55

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.