Mímir - 01.06.1967, Side 58

Mímir - 01.06.1967, Side 58
og fóru menn heim stórum fróðari um þessi mál en áður. Tvær rannsóknaræfingar voru að venju, og voru þær haldnar í samvinnu við Félag íslenzkra fræða. A hinni fyrri, er haldin var viku fyrir jól, flutti Arnheiður Sigurðardóttir magister er- indi, er hún nefndi: „Lítil hugleiðing um eitt eddukvæði". Hin rannsóknaræfingin var haldin laugardaginn fyrir páska, en þar fjallaði próf. Jón Helgason um Hlöðskviðu. Eitt helzta verkefnið á starfsárinu var undir- búningur að fyrrnefndri afmælishátíð. Akveðið var, að afmælisins yrði bezt minnzt á þrennan hátt. I fyrsta lagi var ákveðið að gefa út hátíða- blað af Mími, og sá sérstök ritnefnd um útgáf- una, en Aðalsteinn Davíðsson, er þá hafði ný- lega lokið prófi í íslenzkum fræðum, ritaði í blað þetta ágrip af sögu Mímis í tutmgu ár. I öðru lagi var undirbúin dagskrá í Ríkisútvarpinu í til- efni afmælisins, og sá sérstök nefnd um þann undirbúning. Dagskráin hófst með kynningu á starfsemi Mímis, en því næst fluttu Mímismenn erindi fræðilegs eðlis, og hafa sum þeirra birzt á prenti í lítt breyttri mynd. I þriðja lagi var efnt til veizlu mikillar í Tjarnarbúð. Voru þar samankomnir flestir prófessorar deildarinnar og nær allir félagsmenn Mímis. Veizlustjóri var Dr. Jakob Benediktsson, en aðalræðuna flutti Dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, en hann var fyrsti formaður félagsins. Þá voru flutt- ir ýmsir þættir í samantekt helztu skálda og hugsuða félagsins. Sérstök nefnd annaðist og undirbúning hófs þessa, en allar nefndirnar höfðu með sér náið samstarf og samvinnu, bæði sín á milli og við stjórn félagsins. Mikil vinna var lögð í þessi hátíðahöld, og í heild má segja, að þau hafi tekizt hið bezta og orðið til þess að auka veg félagsins. Þorrablót eitt var haldið að venju, og að þessu sinni á þorraþræl. Blótið var framið í Lindarbæ. Aðalræðuna fiutti sá trausti Mímismaður, Björn Teitsson, og fjallaði hún um gamalt áhugamál hans. Ymsir aðrir lögðu sig og fram um að láta ljós sitt skína, og tókst flestum vel. Sumt þótti slíkt afbragð, að það var síðar flutt fyrir lands- lýð í útvarpi. Vítanefnd starfaði og af kappi og varð óvenju langlíf. Blót þetta var ágætlega sótt og þótti takast allvel. Blaðaútgáfa Mímis stóð í nokkrum blóma á árinu, þrátt fyrir nokkra fjárhagsörðugleika á tímabili. Aður er rætt um hátíðarblaðið, en auk þess kom út blað í marz, og að síðustu kom út blað þetta. Nokkurt átak var gert til þess að fjölga áskrifendum, og unnu einkum að því þeir Helgi Þorláksson og Jónas Finnbogason, og eiga þeir þakkir skildar fyrir framtak sitt. Einnig ber að þakka ritnefndarmönnum fyrrgreindra blaða mikið og tímafrekt starf við útgáfuna. Ymsir hafa ritað í þessi blöð, og auðvitað er efnið mis- jafnt að gæðum, en í heild má segja, að blaðaút- gáfan hafi orðið þeim og félaginu til sóma. Síðasta verkefnið á kjörtímabili núverandi stjórnar er undirbúningur ferðalags, en Mímir hefur oftsinnis gengizt fyrir rannsóknarferðum á ýmsa merkisstaði landsins. Stendur undirbún- ingurinn nú sem hæst, er þetta er ritað, og von- andi er, að ferðalagið takist sem bezt. I sambandi við þessi ferðalög Mímis er skylt að geta eins atriðis. Áður hefur komið fram í blaðinu Mími, að á tímabili var allt útlit fyrir, að tekið yrði fyrir frekari ferðalagastyrki Menntamálaráðu- neytisins til Mímis vegna tilkomu Heimspeki- deildarfélagsins. Núverandi stjórn tók málið upp að nýju bæði með bréfaskriftum og viðtöl- um. Varð sú niðurstaða, að félagið fékk greidd- an ferðastyrk frá síðasta ári og einnig styrk til ferðalags í ár. Ber sérstaklega að þakka ráðu- neytisstjóra í fyrrgreindu ráðuneyti fyrir skilning hans á þessum málum. Af framansögðu er Ijóst, að starfsemi Mímis hefur verið allmikil á þessum vetri, og hafa þar margir lagt hönd á plóginn, enda er Ijóst mál, að samheldni og samstaða félagsmanna er grund- völlurinn að þeirri reisn og virðingu, er Mímir hefur notið á liðnum árum. Er vonandi, að þessi samheldni eigi enn eftir að aukast í ffamtíðinni, Mími og íslenzkum fræðum tii góðs. Olafur Oddsson. 58

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.