Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 6

Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 6
sem fær nýja merkingu, mætti taka orðið mildi. Upphaflega mun það hafa merkt ör- læti, sbr. mildingr. Þetta orð fer síðan að sam- svara hinu kristna hugtaki, sem á latínu er nefnt clementia ellegar pietas. Einnig mætti nefna orðið fall, sem í fornmáli hefur ýmsar merkingar, svo sem brún, faldur, neðri hluti klæðis og endi, en fær á 13du öld málfræði- lega merkingu og samsvarar þá latneska orðinu casus, sem raunar gat merkt klæðisfaldur. I öðru lagi eru tökugervingar, en það eru ný- gervingar í máli, sem myndaðir eru að útlendri fyrirmynd. [Tökugervingar hafa verið nefndir þýðingarlán [JakBen Þættir 95} á íslenzku eða tökuþýðingar [HH Þættir lll},1 sbr. Lehnii- bersetzung á þýzku eða loan translation á ensku.} Sem dæmi um tökugerving mætti nefna orðið samvizka, sem er nýsmíð, gerð að fyrir- mynd latneska orðsins conscientia. Einnig mætti nefna málfræðiheitið meðalorpning, sem kemur fyrst fyrir í Fjórðu málfræðiritgerð Snorra- Eddu og er gert eftir latneska málfræðiheitinu interjectio. I þriðja lagi eru tökuorð, en það eru erlend orð, sem tekin eru í mál og aðlöguð kerfi þess, þannig að málnotendur eru sér þess oft ekki meðvitandi, að um aðskotaorð sé að ræða, held- ur telja, að erfðarorð sé þar á ferðinni, en raun- ar er sömu sögu að segja um öll velgerð nýyrði. Sem dæmi um tökuorð mætti nefna orðið túlk- ur, sem komið er úr slavnesku, rósa, komið úr latínu, og ríkr, sem komið er úr keltnesku. Sé gerður samanburður á fiokkunarkerfi því, sem hér er notað, og hinum flokkunarkerfun- um fjórum, sézt, að fylgt er sömu meginstefnu. Kerfi HAUGENS, sem gert er á grundvelli hinna tveggja fyrstu, mætti taka til saman- burðar. Helzta frávik frá því er það, að aðai- flokknum Loanshifts {7}2 er sleppt, en undir- flokkarnir, Extensions [8} og Creations [12}, eru gerðir að aðalflokkum og nefndir töku- merkingar {8} og tökugervingar [12}. Er hér farið eftir athugasemdum Evelyn S. COLE- MANS, eins og þær koma fram í grein hennar: Zur Bestimmung der Wortentlehnungen im Aithoschdeutschen í Zeitschrift fúr deutsche Sprache 21sta bindi, lsta til 2að hefti [82—83}, en niðurstöður COLEMANS koma algerlega heim við athuganir mínar á nýyrðasmíði í ísienzkri málfræði á miðöldum, en athugan- ir COLEMANS voru gerðar á orðaforða í riti þýzka skáldsins Notkers, sem skrifaði á forn- háþýzka mállýzku á lOdu og lltu öld [sbr. ritgerð COLEMANS: Die Lehnbildungen in Notker Labeos Consolatio-Ubersetzung: Ein Beitrag zur Lehngutforschung. Harvard Uni- versity 1963.} Undirdeildum í flokkun HAUGENS er sleppt hér, einkum fyrir skýrleika sakir. Engu að síður er oft þörf nákvæmari greiningar á tökuyrðum, og yrði sú skipting gerð á 4ða stigi, sbr. fyrstu mynd. A það skal bent, að ekki er gerður greinar- munur á tökuorðum [assimiliertes Lehnwörter, assimilated ioanwords} [4} og lánsorðum [Fremdwörter, unassimilated loanwords} [5}, eins og gert er í skiptingu BETZ og HAUG- ENS, og er þar farið eftir flokkun GNEUSS og COLEMANS, enda er ógerningur að skilja þarna á milli með vísindalegum aðferðum, eins og COLEMAN bendir réttilega á [sbr. Bestimmung 70—72}. Sumir þeir, er um flokkun nýyrða hafa fjall- að, greina sérstaklega Teillehnwörter, sem einn- ig hafa verið nefnd hyhriden Bildungen á þýzku, en loanhlends á ensku og bastarðar á íslenzku. Er þá átt við orð, sem gerð eru að er- lendri fyrirmynd að nokkrum hluta, en að nokkru af innlendum formeiningum og sam- kvæmt innlendu málkerfi. Er hér oft um sam- sett orð að ræða, þ. e. a. s. orð, sem gert er af tveimur eða fleiri merkingarlegum formeining- um (S-morfemum), en einnig getur verið um að ræða ósamsett orð og þá notaðar til víxlis innlendar og erlendar formeiningar. Bastarðar mega því heita undirdeild allra flokka nýyrða og þurfa raunar ekki að vera tökuyrði að nokkrum hluta, sbr. aðra mynd. Sem dæmi um bastarð, sem að hluta er 6

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.