Mímir - 01.03.1968, Page 7

Mímir - 01.03.1968, Page 7
tökuyrði, má nefna taparöx, en fyrri hluti orðs- ins er tökuorð, komið úr fornslavnesku, en síð- ari hlutinn er erfðaorð. Skáldpípa er annað dæmi um bastarð. Þar er fyrri hlutinn erfðar- orð, síðari hlutinn tökuorð komið úr latínu. Orðið leikari er gert af merkingarlegri form- einingu, sem er af innlendum toga spunnin [leik-], þ. e. erfðarorð, en hin málfræðilega formeining [-ari], viðskeytið, er tökugerving- ur gerður að fyrirmynd latnesku formeiningar- innar -arius. COLEMAN fjallar í athugunum sínum um bastarða tökuyrða [Bestimmung 72—73}, og telur þá skiptast í tvennt. I fyrsta lagi eru þeir, sem eru til orðnir fyrir frekari þróun innan málkerfisins sjálfs {„innersprachlichen Weiter- entwicklung"}. Er þá t. a. m. átt við nýyrði, sem gert er af erfðaorði og málfræðilegri form- einingu (forskeyti eða viðskeyti), sem gert er að erlendri fyrirmynd, en skilur sig í engu frá innlendum formeiningum, sem fyrir eru í mál- inu. Dæmi um slíkan bastarð gæti verið leikari eða áblásning, sbr. latneska orðið aspiratio. I öðru lagi eru þeir bastarðar tökuyrða, sem að orðmyndun eru gerðir að erlendri fyrirmynd og því nýjung innan málkerfisins. Mætti taka sem dæmi eitthvert þeirra nýyrða, sem gerð eru að fyrirmynd þýzkra orðmynda og enda á -erí, eða latneskra sagna og enda á -era. Fyrri flokknum má ávallt skipa undir töku- gervinga, hinum síðari annaðhvort undir töku- orð eða tökugervinga. Má því með öllu sleppa þessum flokki, enda greiðir það mjög skiptingu nýyrða, eins og sjá má, ef litið er á aðra mynd. Enda þótt COLEMAN greini Lehnubersetz- ungen sem undirdeild Lehnbildungen {sbr. töflu I 415], tekur hún fram, að Lehnubersetzungen séu í raun ekki undirdeild Lehnbildungen, held- ur sjálfstæður flokkur {Bestimmungen 82}. Var þessi og niðurstaða mín, og geri ég því töku- gervinga að sérstökum flokki {sbr. töflu I 512]. Þá bendir COLEMAN á, að í mörgum tilvik- um sé erfitt að greina að Lehnúbersetzungen og Lehniibertragungen {sbr. töflu I 451 og 16 svo og greiningu HAUGENS á exact creations og approximate creations}. Verði því oft að láta liggja milli hluta, í hvorum flokknum orð á að vera. Að því er tekur til athugana minna, get ég tekið enn dýpra í árinni og sagt, að venju- legast sé ógerningur að greina þarna á milli, enda er um algerlega geðlægt mat á merkingu orða að ræða, sem ekki getur talizt trausmr vís- indalegur grundvöllur. Er því látið nægja að hafa á þessum stað einn flokk, tökugervinga, sem svarar til þess, er HAUGEN nefnir crea- tions {12}. Það sem COLEMAN nefnir Lehnwortsatz {tafla I 411], tel ég vera undirdeild tökugerv- inga, ef tekið væri að greina þá frekar niður, sem kann að reynast nauðsynlegt við nákvæma athugun orðaforðans, en hér er reynt að leggja meiri áherzlu á skýrleika skiptingarinnar, eða eins og COLEMAN segir: Forðast verður að láta flokkunina ganga út í öfgar og greina of mikið, einkum þegar um orðaforða fornháþýzku er að ræða svo og annarra formála, þar sem með þeim hætti væri hægt að lenda í hreinar ógöngur vegna ónógra sönnunargagna og gleyma sér í vangaveltum um kenningar, sem skortir all- an vísindalegan grundvöll og nákvæmni. {Bestimmung 83]. Helmut GNEUSS segir í riti sínu: Lehnbild- ungen und Lehnbedeutungen im Altenglischen. {1955}, að enn hafi engar starfsreglur, sem ófrá- víkjanlegar séu, verið settar um athugun á á- hrifum eins tungumáls á annað og bætir við, að engar slíkar reglur verði settar. {HAUGEN Language 32 761]. í ritdómi um bók GNEUSS í Language 1956 gerir Einar HAUGEN þá at- hugasemd við þessi ummæli, að vandkvæði þessara athugana séu ekki einkum bundin að- ferðum þeim, sem notaðar séu, heldur heim- ildunum, sem unnið sé úr. Segir HAUGEN, að þegar gera skuli könnun á tökuyrðum, verði að endurgera atburði þá, sem urðu, er hin erlendu máláhrif komu fram. En til þess vanti oft ýms- ar staðreyndir, einkum þegar fengizt sé við at- hugun á tungumálum löngu horfins tíma. 7

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.