Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 13
Áhrif Papa, þessara manna, sem trúað er að
hafi verið kristnir einsetumunkar, virðast eng-
in vera, nema ef telja má þrjú eða fjögur ör-
nefni.
Flestir landnámsmanna komu úr Noregi, þar
sem kristinna áhrifa gætti lítt á 9du öld. Nokk-
ur hluti landnámsmanna var engu að síður
kristinn — helzt þeir er komu vestan um haf.
I Landnámu er þess yfirleitt getið, að vísu
með allbreytilegri nákvæmni, hvaðan land-
námsmenn voru. Að vísu verður að fara gæti-
lega, þegar nota skal þessa heimild, bæði vegna
þess að ekki er getið nema lítils hluta land-
námsmanna og ekki síður vegna hins, að margt
í Landnámu eru yngri arfsagnir, sem e. t. v.
hafa bolað burtu upphaflegttm frásögnum, eins
og Jón Jóhannesson getur í riti sínu Gerðir
Landnámsbókar [8—10].
Um 12 af hundraði þeirra manna, er Land-
náma getur um, hvaðan voru, komu vestan um
haf —■ frá Bretlandseyjum. Margt þetta fólk
hafði áður flutzt úr Noregi eða var norrænt að
ætt. Nokkrir eru þó sagðir keltneskir. Með
þessu fólki hafa borizt kristin áhrif, því
að sumt hefur verið kristið, eins og Landnáma
greinir frá: Ketill hinn fíflski í Kirkjubæ, Or-
lygur að Esjubergi, sem reisti Kólumkilla hin-
um írska kirkju á bæ sínum, en á ofanverðri
13du öld eru sagðar hafa verið til úr þeirri
kirkju Orlygs járnklukka og plenarium, og
megum við hafa þessa sögn fyrir satt, að tali
fróðra manna nú. Jörundur hinn kristni í Jör-
undarholti, síðar Görðum, gerðist einsetumaður
í elli sinni, og frændi hans Asólfur alskik, er
fór um við tólfta mann, og er álitið, að þeir
hafi verið af flokki kuldea, guðs þjóna, sem
voru keltneskir munkar og fóru jafnan tólf
saman. Enn má nefna Auði djúpúðgu og Helga
magra, sem bæði voru kristin, þótt Helgi væri
nokkuð blendinn í trúnni. Auk þessa fólks, sem
var norrænt að ætt, eru nefndir keltneskir land-
námsmenn, sem sennilega hafa verið kristnir,
svo sem bræðurnir Kalman og Kylan, Þormóð-
ur hinn gamli og Ketill Bresason.
Með þessum kristnu mönnum hafa án efa
borizt margvísleg kristin áhrif, bæði hvað varð-
ar mál og siði, enda þótt nú sé erfitt að greina
slíkt. Þó má benda á örnefni, sem hugsanlega
eru frá þessum kristnu landnámsmönnum runn-
in: Kirkjubær, Krosshólar, Krossá, Krossavík,
Kristsnes, Kirkjusandur.
Af þessu má ætla, að fyrstu áhrif kristninnar
á íslenzkan orðaforða hafi komið vestan um
haf —- frá Bretlandseyjum.
I kjölfar þess, er Heinrekur fyrsti Þýzka-
landskonungur sigraði Dani í styrjöld um 934,
komu aukin þýzk áhrif í Danmörku, sem ruddu
kristni braut til norðurs, og á lOdu öld tekur á-
hrifa trúboða að gæta víða á Norðurlöndum.
Á ofanverðum dögum Aðaldags erkibiskups
í Brimum, sem lézt 988, var farin til Islands
fyrsta kristniboðsferð, er sögur fara af, þegar
Þorvaldur víðförli frá Stóru-Giljá í Þingi kom
til landsins ásamt Friðreki biskupi af Saxlandi
til að láta skíra frændur sína. Lítið varð þeim
ágengt, en heiðnir menn ortu níð um þá félaga:
Hefir börn borið
biskup níu.
Þeirra er allra
Þorvaldur faðir.
Þarna kemur fyrir tökuorðið biskup, sem
hugsanlega gæti verið komið úr fornsaxnesku,
þar sem það heitir biscop.
Eftir Stefni Þorgilsson kom hingað annar
sendimaður Olafs konungs Tryggvasonar,
Þangbrandur biskup. I íslenzkum heimildum er
hann talinn saxneskur, en Historia Norwegiæ
segir Þangbrand hafa komið vestan um haf
með Olafi konungi. Hið sama segir Theodricus,
en telur Þangbrand flæmskan að ætt.
Á þessu skeiði hefur því mátt búast við á-
hrifum frá Þýzkalandi á orðaforða málsins —
þótt í litlu væri.
Sumarið áður en kristni var lögtekin á Is-
landi, kvað Hjalti Skeggjason kviðling þenna
að Lögbergi:
Vil ek eigi goð geyja.
Grey þykkir mér Freyja.
13