Mímir - 01.03.1968, Page 16

Mímir - 01.03.1968, Page 16
Geisli. Hér er því um tökumerking að ræða, en á latínu hét þetta fóik fyrst gentes en síðar pagani. I hinum hóp mannkyns var það fólk, sem nefnt var kristið. Lýsingarorðið kristinn er töku- orð, sem á rætur að rekja til latínu, þar sem orðið heitir christianus, en önnur mynd þess er raunar sérnafnið Kristján — Christian. Stofnun kristinna manna var í fyrstu nefnd heilög kristni á íslenzku og samsvarar því, sem á latínu er nefnt sancta ecclesia. Þá var töku- orðið kirkja aðeins notað um guðshús kristinna manna, en íslenzka orðið kirkja er sagt komið úr fe. cirice. Lærisveinarnir eru í elztu íslenzku heimild- um nefndir postolar, sem virðist vera tökuorð úr fe. postol, en í fornháþýzku heitir þetta orð postul. Þjónar kirkjunnar eru nefndir klerkar, og orðið sennilega komið úr fe. cler(i)c, en þang- að úr latínu. Orðið prestur er einnig notað snemma sem samheiti um þjóna kirkjunnar. Fræðimenn hafa sumir talið, að þarna væri um tökuorð úr fe. að ræða, en á því máli nefndust þessir menn preost. I nefndum fyrirlestri Hall- dórs Haldórssonar prófessors er á það bent, að tvíhljóðið eo í fornensku samsvari tvíhljóðinu jó/jú í íslenzku, sbr. fe. greot: grjót, fe. cleofan: kljúfa, og komi þessi samsvörun einnig fram í tökuorðum, svo sem: fe. preon: prjónn, fe. leodbiscop: Ijóðbiskup. Telur prófessorinn því, að orðið prestur sé ekki tökuorð úr fornensku, þar sem það hefði þá heitið prjóstur á íslenzku, heldur sé orðið sennilegast komið úr fornsaxn- esku, prester. Hér beitir prófessorinn hljóð- fræðilegri athugun og samanburði hljóðkerfa þeirra tungumáli, sem til greina koma. Er eng- inn vafi á, að aðferð þessi er mjög mikilsverð við rannsókn á uppruna tökuyrða. Enn mætti nefna orðið jól, sem lcemur fyrst fyrir í gotnesku á 4ðu öld: fruma jiulis og táknar þar nóvembermánuð. Fornenska orðið giuli var notað um tímann frá desember til janúar, að sögn Beda prests, og í Alfræði Is- lands kemur fyrir mánaðarheitið ýlir, sem mun þessu skylt, og er notað um tímann frá því um miðjan nóvember fram til miðs desembers. Orð- ið er því vafalaust komið úr grárri heiðni, enda var heiðin hátíð bundin þessum tíma, sennilega lokum uppskerutímans eða hækkandi sól og vetrarsólhvörfum. Þarna var um blótveizlu að ræða, dísablót, eins og Sighvatur nefnir í Austurfararvísum, og var blótað til árs og frið- ar. Með komu kristninnar tekur orð þetta að tákna fæðingarhátíð frelsarans. Hér er því um tökumerking að ræða. Auk tökuyrða, er varða sjálfa kirkjustjórnina og hátíðir kirkjunnar, búnað kirkju og klaustra, bárust hingað til lands tökuyrði, er snerta hina kristnu hugmyndafræði — sjálfa trúna. Orðið helvíti kemur fyrst fyrir í vísu, er Hallfreður vandræðaskáld orti á banadægri sínu. Ek mynda nú andask, ungr vask harðr í tungu, senn, ef sálu minni, sorglaust, vissak borgit. Veitlt, at vætki of sýtik, valdi guð, hvar aldri, dauðr verðr hverr, nema hræðumk helvíti, skal slíta. Skáldið segist hræðast helvíti, en hvað hrædd- ist hann? í fornensku táknar hellewite bæði refsingu og píslir fordæmdra svo og bústað fordæmdra, enda kann oft að vera mjótt á mun- um, en í fornsaxnesku merkir orðið helliwiti aðeins refsingu fordæmdra. Nú sýnist orðið í vísu Hallferðar ekki síður geta merkt píslir fordæmdra en bústað, enda þótt naumast sé unnt að skera úr um þetta. Hins vegar kemur orðið helvíti fyrir hjá Sighvati og merkir þar bústað fordæmdra. I áðurnefndum fyrirlestri Halldórs Halldórssonar prófessors beitir hann merkingarfræðilegri athugun við greiningu á uppruna þessa tökuorðs og sýnir fram á, að mun sennilegra sé, að orðið sé komið úr forn- ensku í íslenzku en fornsaxnesku. Orðið guðdómur samsvarar latneska orðinu divinitas, sem var andstæða humanitas, sem í 16

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.