Mímir - 01.03.1968, Síða 18
EIRÍKUR ÞORMÓÐSSON:
BÓKAEIGN MÖÐRUVALLAKLAUSTURS 1461
Árið 1296 setti Jörundur biskup Þorsteinsson
(1266—1313) klaustur af reglu heilags Ágúst-
inusar á Möðruvöllum í Hörgárdal. Lét hann
reisa þar klausturhús og upp úr 1300 einnig
kirkju mikla.
Klaustrin á Islandi voru mikil menningarset-
ur, eins og raunar flest önnur klaustur í hinum
vestræna heimi. Vafalaust hefur kennsla í
klaustrunum farið fram nokkurn veginn að
staðaldri og bæði bræðrum verið kennt og
mönnum utan klausturs. Námsefnið var að
mestu prestleg fræði, þótt margt þeirra væri að-
eins greinar almennrar menntunar. Möðruvalla-
klaustur hefur aldrei orðið slíkt menningarból í
vitund manna sem mörg önnur helgisetur í
landinu. Afmr á móti hafa deilur klausturmanna
og Hólabiskupa og einnig bruni klaustursins og
kirkjunnar orðið minnisstæðari en hið kyrrláta
klausturlíf, sem lítið kveður jafnan að, nema
bókmenntaverk eða önnur afrek hins gamla
klausturanda varðveittust. Þó að ekki sé kunn-
ugt um neinar bókmenntir frá Möðruvalla-
klaustri, er samt til mjög merk skrá þaðan frá
1461 yfir bækur klaustursins. Skal nú vikið
nokkru nánar að þeirri bókaskrá, en hana er að
finna í máldaga þeim, er Olafur biskup Rögn-
valdsson (1460—1495) lét gera yfir eignir allra
kirkna í biskupsdæmi sínu. En Ólafur er sagður
hafa verið vel gefinn maður og fjárgæzlumað-
ur mikill. Því miður er mikill hluti máldaga
Möðruvallaklausturs glataður, en þó vill svo
vel til, að bókaskráin er í þeim hluta, sem eftir
stendur. Samkvæmt skránni á Möðruvalla-
klaustur eftirtaldar bækur:
ij. grallarar at ollu oc. ij. ofuller. ij. sequen-
ciubækur fullar oc adrar. ij. ofullar. þrir kanar
med nockurum Messum. tuær bækr epistolar-
um et euangeliorum per annvm. collectarius
missalis per annum. Messobækur. ij. at pistlvm
oc gudspiol(l)um fra aduentu til paska. oc hin
þridia fra aduentu til passionem domini. ij.
Messobækur de tempore at ollu med saung fra
aduentu til paska. Messobok te tempore fra
paskum til aduentu. ij. processionalia. paskabok
de sanctis oc de tempore med Messum oc
syngiande. brefere de sanctis med Messum
syngiande j tueim hlutvm fra jonsMesso
baptiste til aduentu. kirial godr med venite.
Messobok de tempore et (de) sanctis fra paskvm
til de trinitatem. iij. brefer nockut fram a sumar
de sanctis et de tempore med saung. ij. adventu
brefer med saung oc messur. oc þridia vm jol
til lxx. t(u)au legendaria de sanctis per annum.
oc þridia fra olafsmessu til paska. ij. legendaria
de tempore fra aduentu til paska oc þridia fra
paskum til aduentv. jtem antephonarius de
tempore et de sanctis per annum sæmiligur.
jtem. v. bækur de tempore et sanctis syngiande
fra aduentu til paska. antefonabok de tempore
et de sanctis fra paskum yfer trinitatem. jtem
antefonabok fra paskum til aduentu de sanctis
et de tempore sæmilig. antefonarium de temp-
ore fra paska (!) til aduentu. vtlenzsk jstoria-
bok vm sumarit. antefonarius fra trinitatem til
aduentv de tempore et de sanctis. antefonarium
de tempore fra pask(um) til adven(tu). ante-
fonarivm de sanctis fra jonsMesso baptiste til
aduentu. anti(fonariu)m fra. lxxam til paska de
tempore. oc sidan de tempore et sanctis yfer
trinitatem. anti(fonariu)m fra jonsMesso til
adven(m) de sanctis. lesbok de dominicis fra
augustus manad til aduentu. anti(fonariu)m de
18