Mímir - 01.03.1968, Side 28

Mímir - 01.03.1968, Side 28
3) Grund 4) Eiríksstaðir 5) Brú 6) Merki 7) Klaustursel 8) Fossgerði (nú Stuðlafoss) 9) Brattagerði 10) Þorskagerði 11) Vaðbrekka (í Hrafnkelsdal). Tvær þessara jarða eru taldar hjáleigur, sennilega Brattagerði og Þorskagerði, sem voru og eru enn í löndum Skriðuklausturs í Fljóts- dal. Hinar fimm fyrst töldu liggja allar vestan Jökulsár á Dal, hinar allar austan hennar, einn- ig Vaðbrekka, sem er í Hrafnkelsdal. A öllum Efra-Dal er þá aðeins eftir ein jörð í ábúð, en það er Aðalból, innsti bær í Hrafnkelsdal. Þar bjó ekkja ein, Kristrún Sigfúsdóttir að nafni, með vinnufólki sínu. Hún lét reka búfé sitt lengra inn í dalinn (inn á svo nefnd Faxahús), en þar var öskulítið. Af kirkjubókum Hofteigsprestakalls frá þessum tíma má sjá, að svo til allt fólk af öll- um þessum bæjum flyzt til Vopnafjarðar ösku- fallsárið, 1875. Aðeins einn, bóndinn í Klaustur- seli, Sölvi Magnússon, flyzt með konu og börn svo og vinnufólk norður að Svínadal í Keldu- hverfi, og hefur þar ef til vill verið um að ræða einhver skyldleikatengsl. Mikill fjöldi fólks flyzt og burt af öðrum bæjum Jökuldals, enda þótt ekki færu þeir með öllu í eyði. Er talið að alls hafi 190 manns flutt burt úr sveitinni þetta ár.r’ Fyrsta árið eftir öskufallið munu allir fyrr- nefndir bæir hafa verið í eyði. Þó mun nokkur gróður hafa náð að vaxa upp úr öskunni hið fyrsta sumar, einkum þar sem votlent var. A þetta minnist séra Sigurður Gunnarsson á Hall- ormsstað í blaðagreinum, sem hann ritaði þetta ár, um ástandið eystra. Er ekki laust við, að hann liggi ábúendum jarða Efra-Dals nokkuð á hálsi fyrir að hafa yfirgefið með öllu jarðir sín- ar. Hætt er þó við, að búskapur hefði reynzt erfiður á Efra-Dal fyrsta árið eftir öskufallið, svo mikil var askan og ólyfjanin, sem henni fylgdi. Bændur þar áttu heldur ekki annars úr- kosta en reka búpening sinn í öskulausu sveit- irnar fyrst í stað, og varð því erfitt að fram- kvæma hreinsun á þeim jörðum, er svo fjarri lágu, og hafa af þeim nytjar. Þetta mun þó víðast hvar hafa verið gert annars staðar á Hér- aði. Halldór Stefánsson fyrrv. alþm. telur það hafa verið almennast, að búendur í öskusveit- unum héldu til eins og í seli í öskulausu sveit- unum um sumarið og fengu þar heyskap eftir föngum, en flyttu síðan heim að mestu eða öllu leyti um haustið. Jafnframt vann einhver hluti vinnufólksins að því að hreinsa öskuna af tún- unum.'! — Var það einkum gert með því að safna henni saman í hrúgur hingað og þangað á túnunum og þekja yfir, eða þá með því að fleyta henni burt með rennandi vatni, þar sem lækir voru nálægir og hægt var að veita þeim á túnið. Þrátt fyrir þrotlaust starf við hreinsun jarð- anna mun hafa verið við ramman reip að draga, vegna þess hve feikilegt öskumagnið var á þess- um slóðum. Hafa liðið mörg ár, þar til landið náði sér aftur að fullu. Þorvaldur Thoroddsen lýsir því, hvernig umhorfs var á Efra-Jökuldal sumarið 1882, á þessa leið. Á túnunum á efri hluta Jökuldals t. d. Brú og Eiríksstöðum lágu fram með görðum háir vikurbing- ir eða skaflar, sem bornir hafa verið þangað eða fokið í skjól, og undir grasverðinum er alstaðar vikurlag, siétt tún eru sumstaðar orðin þýfð af vik- urbingjum, sem undir liggja og lítið gras sprettur upp úr. Rétt fyrir framan bæinn á Eiríksstöðum voru t. d. flatar og breiðar þúfur svo til komnar; þar var 11/2'—2 þuml. grasmold ofan á og fets þykt vikurlag undir. Vikurlagið er þó mjög misþykt á túnunum. Úthagar og beitarlönd hafa og orðið fyr- ir stórskemmdum.7 Án efa hefur mikið af öskunni fokið burt fyrir vindi eða skolazt með leysingarvatni og þannig minnkað stórlega. I mýrum og annars staðar, þar sem votlent var, sökk askan fljótt ofan í grasrótina, og gróður náði þar fljótt að 28

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.