Mímir - 01.03.1968, Page 31
því bændur í þessum sveitum ekki annars úr-
kosta en reka búfénað sinn, einkum sauðfé og
hross, í hinar öskuminni sveitir, og mun svo
yfirleitt hafa verið gert. Þess ber þó að gæta, að
ekki er hægt að tala um algera eyðingu býlanna
á þessu svæði, því að burflutningur þessi átti
sér aðeins stað eitt sumar, hið fyrsta eftir ösku-
fallið. Jafnan mun og eitthvert fólk hafa orðið
eftir á bæjunum, sem vann að hreinsun öskunn-
ar úr túnum og beitilöndum, eftir því sem hægt
var, svo og heyöflun, er á sumarið leið. Flestir
munu hafa haft þann hátt á, að þeir bjuggu
eins og í seli um sumarið í þeim nærliggjandi
sveimm, þar sem spratt upp úr öskunni og
höfðu þar heyskap, en fluttu svo allt heim um
haustið: fólk, fénað og heyfeng.
Yfirleitt munu menn hafa rekið fé sitt í þær
sveitir öskulausar er næstar lágu. Þannig munu
t. d. allflestir Jökuldælingar hafa rekið í Vopna-
fjörð. Af Mið-Héraði ráku menn í yztu sveitir
Héraðs, sem sluppu að mestu við öskufall:
Hlíð, Tungu og Hjaltastaðaþinghá, einnig of-
an í firðina nokkuð, t. d. Reyðarfjörð, syðst í
Breiðdal og sveitirnar þar fyrir sunnan, senni-
lega allt suður í Lón og Hornafjörð. Fljótsdæl-
ingar og sennilega einnig Skóga- og Skriðdals-
bændur ráku fé sitt inn á afréttirnar inn af
Fljótsdalnum, sem lágu fyrir sunnan öskumörk-
in, og sátu þar yfir því. Tókst þetta vonum
framar, sem þakka má því, hversu tíðarfar
reyndist hagstætt, það sem eftir var vetrarins.
Það mun þó ekki hafa verið auðvelt að gæta
fjár svo fjarri öllum mannabyggðum.
Aðeins er mér kunnugt um einn bónda á
öllu þessu svæði, sem tók sig upp með fólk og
fénað og flutti í fjarlæg héruð. Var það bónd-
inn á Skriðuklaustri í Fljótsdal, Sigfús Stefáns-
son, og kona hans, Jóhanna Jörgensdóttir.
Fluttu þau með búsmalann og nokkurn hluta
vinnufólksins norður að Skinnastað í Axarfirði,
en þar var þá sonur þeirra hjóna, séra Stefán
Sigfússon, prestur. Næsta vor, 1876, flytja þau
svo aftur austur að Skriðuklaustri, og hefur þá
jörðin að einhverju leyti verið í eyði í eitt ár.11
Ekki ber þó að líta svo á, að þetta sumar,
1875, hafi ekkert kvikt verið skilið eftir í
öskusveitunum á Héraði og víðar. Því fer fjarri.
Yfirleitt var ekki annað rekið en sauðfé (eink-
um geldfé) og hross. Kýr voru hafðar á gjöf,
þar til nægur gróður var sprottinn upp úr ösk-
unni eða þar sem hreinsað hafði verið. Varð
það ekki fyrr en á áliðnu sumri. Margt fólk
varð og eftir á bæjunum, bæði til þess að hirða
gripina, sem eftir voru skildir, og einnig til að
sjá um endurreisnarstarfið, hreinsun túna og
beitilanda og svo heyöflun, sem víðast hvar
varð nokkur, er á sumarið leið.
Samkvæmt framangreindum athugunum hafa
því alls 18 jarðir verið yfirgefnar í eitt ár eða
meira á öllu öskusvæðinu. Af þeim voru 11 á
Jökuldal efra, 6 eða 7 í Heiðinni og svo Skriðu-
klaustur í Fljótsdal að nokkru leyti. Meira varð
það ekki, enda ærið nóg í ekki þéttbýlli héruð-
um en þá voru á Austurlandi. Geysi mikið tjón
varð og á flestum jörðum á öskusvæðinu, eink-
um á Héraði. Segir svo í Fréttum frá Islandi ár-
ið 1875, að ómögulegt sé að telja allan þann
skaða, sem öskufallið hafi valdið, því síður að
meta hann til verðs. Er þess getið, að meiri og
minni skemmdir hafi orðið á undir 200 jörð-
um auk þeirra, sem eyddust.12 Má geta nærri, að
minna þurfti til að koma raski á þau byggðar-
lög, sem fyrir þessu ógurlega öskufalli urðu,
svo og þær sveitir, sem tóku við hinu brott-
flutta fólki.
Víst má telja, að mikil fólksfækkun hafi
orðið í öllum þeim sveitum, sem askan féll á,
þótt ekki yrði alger eyðing á bæjunum. Stafar
það vitanlega af því, að búskapurinn hlaut að
dragast mjög saman við öskufallið, og jarðirnar
gátu þarafleiðandi ekki framfleytt svo mörgu
fólki sem áður. Af kirkjubókum þessa árs
(1875) má sjá, að mikið af fólki flyzt brott af
mörgum bæjum, einkum af vinnu- og lausa-
fólki. Einkum eru mikil brögð af þessu á sum-
um bæjum á Jökuldal utan við Gilsá, t. d. Gili,
Hvanná, Hofteigi, Hjarðarhaga og Gauksstöð-
um. Margt af þessu fólki flutti síðar til Vestur-
heims.
Björgvin Guðmundsson tónskáld getur þess
31