Mímir - 01.03.1968, Side 45

Mímir - 01.03.1968, Side 45
af aldarfarinu á ísafirði og gjörræði Magnúsar landshöfðingja og Lárusar H. Bjarnasonar gegn Skúla Thoroddsen. Þorsteinn drepur á margt, sem aldrei hefur verið fjallað um að ráði fyrr, og nýtur þess. Aldamótatímabilið hefur lítt ver- ið rannsakað, og ekki er vöLá góðu sagnfræði- riti um þennan mikilsverða kafla sögu okkar. Ein helzta uppgötvun hans er áhrif Islands- banka í upphafi aldarinnar. Hann gengur svo langt að líkja stofnun bankans við sjálfa heima- stjórnina. A bls. 7 í Eldur í æðum telur hann komu Hannesar Hafstein og Emils Schou, fyrsta bankastjóra Islandsbanka, með s. s. Lauru, haustið 1903, mestu siglingu, sem Islandi hefur hlotnast, síðan Ingólfur landnámsmaður kom yfir hafið, stærsta viðburð Islandssögunnar, síð- an alþingi var stofnað á Þingvöllum fyrir þús- und árum. Þetta eru stór orð. Þýðing Islands- banka eru Þorsteini tilfinningamál. Hann getur ekki setið á strák sínum að hnýta í þá, „sem Þverskallast við að skilja þetta enn í dag”, eins og hann orðar það. Þorsteinn leggur mikið kapp á að lýsa and- rúmslofti þessara ára. Hann dregur fram mynd- ir úr þjóðfélaginu hér og þar. Hann birtir fjöl- marga gamanbragi, sem ortir voru um menn og málefni, en eru ómerkilegir að öðru leyti, lýsir daglegu lífi, verðlagi og öðru slíku. Hann kryddar frásögn sína með ættfræði og slær þar vissulega á veikan streng hjá Islendingum. Eins og fyrr segir tekst Þorsteini yfirleitt að ná allgóðri yfirsýn yfir einstakar persónur og málefni. Þegar tekur hins vegar til hinna smærri atriða, læðist að manni sá grunur, að ekki sé of mikilli nákvæmni til að dreifa. Hann virðist skrifa sig upp í eldmóð og hættir þá til að skálda upp í eyður, hirðir ekki um að leita staðfestingar smáatriða. Dæmi um þetta er á bls. 24 í I fótspor feðranna. Þar stendur: „ ... og Iþaka, sera enskur auðmaður gaf og Sverr- ir Runólfsson hlóð og múraði og þegar hann hafði lokið því viðfangsefni, sem var talið mesta stórvirki, treysti hann sér loks til við fyrrnefnda steinbrú yfir lækinn og þótti hún enn stærra undur." Hið sanna í málinu er, að Sverrir gerði til- boð í smíði Iþöku, en gengið var fram hjá hon- um og verkið falið dönskum mönnum. Hins vegra hlóð Sverrir steinbrúna. Hér hefði verið auðvelt að fletta upp í jafn aðgengilegu riti og Skuggsjá Reykjavíkur, Reykjavík 1961, eftir Arna Ola, en þar er byggingarsaga Iþöku rakin. A öðrum stað fullyrðir Þorsteinn, að það hafi verið Svínahraun, sem rann árið 1000, er menn vissu ekki, hverju goðin reiddust. Slæmur ljóður er á bókinni, að ekki skuli fylgja formáli, þar sem höfundur greinir frá vinnubrögðum sínum. Tilvitnanir eru engar, og er það höfuðsynd, þó að um alþýðlegar bækur sé að ræða. Hins vegar bíður nafna- og heim- ildaskrá síðasta bindis. Vonandi verður þar rækilega gerð grein fyrir heimildum, ekki síður munnlegum en skriflegum. Bækurnar eru í stóru broti, letrið læsilegt, en kaflaskil stundum handahófsleg. Agætar myndir prýða bækurnar og hafa sumar þeirra ekki birzt áður. Eflaust ná þessar bækur tilgangi sínum að vekja athygli yngri kynslóða og forvitni. Ég hef heyrt marga hrósa þeim. Þorsteini er því nokk- ur ábyrgð á höndum, þar sem hann er braut- ryðjandi í könnun þessa tímabils. Leitt væri, ef bækurnar reyndust ekki jafn traustar og þær eru skemmtilegar. Guöjón Friðriksson Björn Þorsteinsson: Ný Islandssaga. Þjóðveldisöld. Heimskringla, Reykjavík 1966. 304 bls. Grein þessi er rituð í janúarmánuði 1967, þótt ekki yrði af birtingu hennar fyrr en nú. Ég hef af ásettu ráði ekki breytt einu orði í greininni síðan. Eru lesendur beðn- 45

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.