Mímir - 01.03.1968, Page 51

Mímir - 01.03.1968, Page 51
lesa ekki aðrir en þeir, sem nokkurn áhuga hafa á sögu, og ég hygg, að þeir muni flestir vilja vita nokkuð, hvaða heimildir sagnfræðingurinn hefur fyrir orðum sínum. Mikil þörf er á betri skrám með bókinni, og má vera, að bætt verði úr því síðar. Staðanafna-, atriðisorða- eða heimildaskrár eru engar. Aðeins er skrá um „helztu mannanöfn”, sem auk þess virðist hafa verið gerð, áður en gengið var frá umbroti, svo að hún vísar rangt til um nokkurn hluta bókarinnar. Þannig má í skránni finna nöfn 13 manna, sem vísað er til á bls. 215. En sé flett þar upp, blasir við heilsíðumynd af norskri hefðarfrú frá 13. öld og enginn maður nefndur á nafn. Er vandséð, með hvaða rökum höfundur orðar slíkan fjölda manna við þessa einkar prúðmannlegu konu. Þá hefur þeim Flosa Sigurbjörnssyni og Grími Helgasyni, sem sáu um prófarkalestur, sézt yfir allt of margar prentvillur, þótt margt hafi birzt verra að því leyti. Utlit bókarinnar er snoturlega unnið af Gísla B. Björnssyni. Myndir eru margar og ýmsar skemmtiiegar. Sumar eru að vísu dálítið handa- hófslega valdar. Til dæmis er óþarft og lítt frumlegt að prenta þarna einu sinni enn hina alþekktu mynd af fjárrekstrinum í Þjórsárdal (bls. 117). Gott hefði verið að hafa uppdætti af skiptingu landsins milli höfðingja á 13. öld. Það vekur athygli við lestur bókarinnar, að málfar er yfirleitt gott og lipurt, þótt hún sé annars að flestu leyti heldur flausturslega gerð. Bendir það til, að höfundi sé í meira lagi létt um að skrifa. A stöku stað má þó finna sama agaleysið í stíl og í efnismeðferð. Til dæmis kemur fyrir óhófleg málfyrning. Sagt er, að lögsögumaður hafi sagt upp lögin í kirkju, „ef veður var úsvást” (bls. 95). Að því er segir á bakhlið kápu, er þetta upp- haf að fjögurra binda verki um íslenzka sögu. Þetta er einkar þarft fyrirtæki. Samfellda Is- landssögu af þessari stærð hefur einmitt vantað mjög tilfinnanlega, einkum þó vegna tímans eftir lok þjóðveldis. Það er sorglegt, að upp- hafið skyldi ekki vera ögn vandaðra, því að það er trú mín, að ekki hefði þurft nema litla vinnu til viðbótar, til þess að þetta yrði góð bók. Björn Þorsteinsson skortir hvorki hugkvæmni né þekkingu, og bókin ber vott um vissa við- leitni til umbóta í íslenzkri söguritun. Hún hefði aðeins þurft að fá rækilegri fágun. En of seint er að sakast um orðinn hlut, og framhald ritsins verður vafalaust vel þegið, jafnvel þótt þar verði ekki allt fullkomið heldur. Gunnar Karlsson Þorsteinn Þ. Víglundsson og Eigil Lehmann: Islandsk-norsk ordbok, Islenzk-norsk orðabók. Sunnmöre Vestmannalag, Bergen 1967. XXIV + 374 + 8 síður. Verð kr. 450.00. Líklega er orðabókagerð einna mest vandaverk þeim er við málvísindi fást af einhverju tæi, enda mun samning slíkra bóka talin víða um lönd margra manna verk um langan tíma. Ekki á þetta hvað sízt við um tvítyngdar orðabækur, þ. e. a. s. bækur þar sem uppsláttarorð eru gef- in á einni tungu, en þýðingar síðan á aðra. Eftir því sem mér er kunnugt, er einna nýjust slíkra bóka, þar sem annað málið er íslenzka, Islenzk-norsk orðabók, samantekin af Þorsteini Þ. Víglundssyni, fyrrverandi skólastjóra í Vest- mannaeyjum, en þýðingar gerðar líklega að einhverju leyti af honum, en þó einkum af séra 51

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.