Mímir - 01.03.1968, Page 53

Mímir - 01.03.1968, Page 53
flettingar í henni, auk að sjálfsögðu nýnorskrar orðabókar, sem sýni honum, hvert orðið sé á ríkismáli. — En þetta er bara ekki öll sagan, því að orðabókin sannar okkur, þótt ekki sé um getið í formála, að nýnorsk þýðingarorð eru líka valin með tilliti til þess, að þau sýni sam- bandið milli tungnanna sem bezt, en tíðni orða í nýnorsku ekki látin sitja í fyrirrúmi, sem hlýt- ur þó að vera sjálfsögð krafa allra sem hyggjast nota bókina. Hér skal eitt dæmi látið nægja: Islenzka orðið ferðafélagi er skýrt svo: ferda- felage, reisekamerat, -fylgje. Orðið ferdafelage er að vísu kostulega líkt íslenzka orðinu, en mér er mjög til efs, að það sé nokkurn tíma notað af norskumælandi mönnum. Sumir þeirra mundu að vísu skilja það af hugarflugi sínu, en fjarri því allir. — Af þessum gerðum leiðir, að Islendingur þarf enn við þessa bók þriðju orðabókina, þ. e. bók, er sýni honum, hvert uppgefinna orða sé algengast, og sú bók er ekki til. Af framansögðu má öllum þegar ljóst vera, að orðabók þessi er ekki vísindalegt verk, sem menn geta óhræddir notað. Hún er hreinlega propagandarit sérvitra málstríðsmanna, og er full ástæða til að harma, að fyrsta íslenzk- norsk orðabók skuli hljóta þau örlög, þar eð vafalaust verður langt að bíða annarrar, fyrst þessi er komin. En fleira er athugavert við orðabókina en það sem þegar er fram komið. A bls. IX og X í inngangi eru gefnar fram- burðarreglur fyrir íslenzku. Einkennilega kem- ur þar fyrir sjónir, að ekki skuli notað alþjóð- legt hljóðritunarkerfi, en þar eru þeir sannar- lega ekki einir í sök Þorsteinn og Lehmann. Við höfum áður séð orðabækur með prívat- hljóðritun. Verra er, að í jafnstuttum kafla sem þessum skuli ekki vera rétt með allt farið. Þar segir t. d.: Sambandi rl, rn vert uttala „ddl, ddn" eller, i fáhöyrde ord eller fyreseggjord tale, „rdl, rdn." Döme: karl les „kaddlh" eller „kardlh," barn les „baddnh" eller „bardnh." — Það er nú svo. Ekki kemur þetta vel heim og saman við rannsóknir dr. Björns Guðfinnssonar. í riti því, er þeir Ólafur M. Ólafsson og Óskar Ó. Halldórsson unnu úr gögnum hans, er skýrt tekið fram á bls. 69, að algengastur framburður á þessum stafasamböndum sé sá, er þeir orða- bókarhöfundar telja ekki koma fyrir nema í fátíðum orðum og „fyreseggjord tale." Hinn framburðurinn sé fátíðari og fari mjög eftir einstökum orðum. En hitt er og slæmt, að upp- runalegs framburðar, „skaftfellska framburðar- ins" rl, rn er að engu getið. Þessi framburðar- er að vísu fátíður hér, en þess ber að gæta, að hann er sá framburður, sem útlendingar, amk. Norðmenn ættu hægast með að tileinka sér, þar eð þeir þekkja hann úr eigin tungu. Því hefði verið einboðið að geta hans sem leyfi- legs og viðurkennds framburðar. Og undar- legt þykir mér, ef þeim ágæta hljóðfræðingi Árna Böðvarssyni hefur sézt yfir þetta, og á hinn bóginn ófyrirgefanlegt af mönnum með enga sérmennmn í þessari grein að fá ekki kunnáttumann til að lesa kaflann yfir. I kaflanum Jamföring miliom islandskt og norskt formverk, bls. XXII—XXIV í inngangi, er ákaflega villandi að gefa aðeins mállýzku- myndir norsku orðanna. En það stafar vitan- lega af þessari meginógæfu bókarinnar, að hún er gerð á mállýzku. Og þá er komið að aðalhluta bókarinnar, sjálfu orðasafninu. Samkvæmt formála bókar- innar eru þar saman komin ein 50000 íslenzk orð og 10—12000 orðasambönd. Þetta er sann- arlega nokkurt þrekvirki, unnið af einum manni, eflaust að mestu í hjáverkum með anna- sömum störfum við skólastjórn, ritstjórn, spari- sjóðsstjórn og byggðasafnsvinnu. Um orðaval í slíkri bók má að sjálfsögðu deila, aldrei verð- ur allt tekið með og þá mörg matsatriði í burt- vísun. Yfirleitt sýnist mér vel hafa tekizt til, og af lauslegum samanburði við Islenzka orðabók, virðist allmiklu hafa verið í aukið af samsett- um orðum, sem vitanlega er sjálfsagt. Fátíð orð hefði e. t. v. mátt fella fleiri brott en gert hefur verið. Um gallana á verki Norðmannanna eða þýðendanna er þegar nóg rætt. Sums staðar hef- ur láðst að leiðrétta í próförk villur, sem ekk- 53

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.