Mímir - 01.06.1989, Side 5

Mímir - 01.06.1989, Side 5
Um innihaldsleysi — Einkennist bókmenntaumræðan af ákveðnu innihaldsleysi á okkar dögum? — Sveinn Skorri Höskuldsson: Þegar ritstjórn Mímis leggur þessa spurningu fyrir mig stafar það væntanlega af því að hún vilji biðja mig að tala skýrar en ég gerði í óbeinni staðhæfingu í símtali um skáldsögu Guðmundar Andra við einn af ritstjórum Þjóð- viljans. t>ar var allt rétt eftir mér haft, en viðtal- ið óundirbúið og lítið um röksemdafærslu eins og verða vill í skjótri atburðarás. Orð mín um, að „ádeilan [. . .] beinist fram- ar öðru að ákveðnu innihaldsleysi í bók- menntaumræðunni á okkar dögum,“ lýsa skiln- ingi mínum eða túlkun á tilteknum efnisatrið- um í sögu Guðmundar Andra. Túlkunin getur að sjálfsögðu verið röng. Ég er þó enn þeirrar skoðunar eftir nýjan lestur sögunnar að hún fari nær réttu. Af hverju stafar þá það innihaldsleysi (ættum við frekar að kalla það merkingarleysi?) sem á er deilt? Við gætum e.t.v. orðað það svo að skopast sé að vantrú og oftrú á bókmenntakenningar. Prófessorinn í sögunni er „eins og prestur genginn af trúnni“. Unga fólkið grípur hins vegar til óljósra kenninga eins og þær væru það lásagras sem lokið gæti upp öllum fylgsnum. Ef við erum hreinskilin held ég að við hljót- um að játa að hvort tveggja fyrirbærið þekkjum við úr veruleikanum umhverfis, og bæði fela þau í sér hættu á innihaldsleysi. Sá fræðimaður, sem hættir að fylgjast með nýjum kenningum, hvort heldur það er af van- trú eða andlegri leti, gengur á endanum inn í sjálfan sig uns hann snýst eins og gömul grammófónplata þar sem nálin sargar sömu tónana aftur og aftur. ] hinu felst þó ekki minni hætta á innihalds- leysi er menn elta tískusveiflur fræðanna álíka gagnrýnislítið og táningar fylgja „tíu á toppn- um“ í vinsældalistum poppsins. Síðan er kenn- ingu eða einu saman nafni kenningarsmiðs slegið fram af svipaðri glaðbeittni og af segir í kvæði Arnar Arnarssonar: Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi. Skák og mát! Hverfum nú frá útleggingu á sögu Guðmund- ar Andra að spurningunni. Mætti ég þá hefja svar mitt á annarri spurn- ingu: Höfum við not eða þörf fyrir skáldskap og viti borna umræðu um skáldskap? Ég held það. Þó get ég ekki sannað það — síst aföllu „vísindalega“. Ég hef fyrir löngu sætt mig við guðlausan heim, en ég get ekki sætt mig við skáldskaparlausan heim. Hvað er þá skáldskapur eða til hvers er skáldskapur? Við því kann ég ekki fremur svar en spurn- ingunni um það hvers vegna við erum hér haf- rekin „sprek á annarlegri strönd“. Skáldskapur er líka margvíslegur og marg- ræður og því geta svörin vísast verið mörg. — Skáld eru sjáendur, var eitt sinn sagt. Ein leið að skáldskap er að líta á hann sem tjáningu þess hversu skáld sjá heiminn og tilvist okkar í heiminum. Vísindamenn leita reglu og sanninda eftir röklegum leiðum. Skáld freista þess eftir öðr- um leiðum að finna sannleik og koma skipan á 5

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.