Mímir - 01.06.1989, Síða 8
Pétur
Gunnarsson:
var víst líka ilpunktur á útkomudegi). í dag
sýnist okkur að samtímamenn Þórbergs hafi
kannski snúið stiganum öfugt, hann liggi raun-
ar upp og Suðursveitarbálkurinn (sem hann
lagði frá sér ólokinn, sumir segja af tómlætis-
sökum) — sé skíra gull.
„Okkar tími“, minnir hann ekki um margt á
yfirþyrmandi framleiðslu á umbúðum? Við
vöðum umbúðirnar í ökkla svo jafnvel gjafirnar
sem okkur voru gefnar sjást ekki en koma von-
andi í Ijós þegar tekið verður saman — ein-
hvern tíma.
Soffía Audur
Birgisdóttir:
Hvað veit maður um bókmenntaumræðuna
„á vorum dögum“? Annars vegar er í gangi
umræða manna á meðal um bækur sem þeir eru
að lesa. Því miður er hún hvorki algeng né
ástríðufull og miklu tíðara að fólk ræði kvik-
myndir eða sjónvarpsdagskrár. Bókaumræðan
er undarlega árstíðabundin og fer aðallega
fram í jólaboðum. Hún byggir á ákaflega ein-
földu módeli: Hefurðu lesið bók X? Ef já, þá
hvernig fannst þér? Síðan ræðst framhaldið
mikið af því hvernig dóma viðmælandinn fellir,
það er svo erfitt að tala vel um bók sem annar
segir að sé vond og það er svo erfitt að tala illa
um bók sem viðmælandinn segir að sé góð.
Hin opinbera bókmenntaumræða dregur svo
dám af grasrótinni. Ef áhugaleysi er um bækur í
grunninn þá er sennilegt að bókmenntaumræð-
una skorti jarðsamband og hún dragi uppi í
höndum fámenns skylduliðs eða kannski fari
bara út í allt aðra sálma, t.d. einhver fyrirbæri
mannlífsins sem gagnrýnandanum eru hugleik-
in.
Hitt er svo annað mál að bók getur ekki
vænst þess að fá um sig endanlegan dóm við
útkomu, ekki frekar en barn minningarorðin
við fæðingu. Þvert á móti: sú umræða sem mæt-
ir bók í fyrstu umferð er ákaflega tilviljana-
kennd og fyrirfram mótuð af fordómum og
stikkorðum. En því veðri slotar einhvern tíma,
gruggið sjatnar og við sjáum jafnvel til botns.
Suðursveitarbækur Þórbergs, svo dæmi sé tek-
ið nú 30 árum eftir að sú síðasta kom út — þær
mættu tómlæti á sínum tíma, gott ef gagnrýn-
endur kepptust ekki við að lýsa hverri bók sem
tröppu niður á við (reyndar virðist það furðu
oft hafa verið staðlað viðkvæði við nýrri bók
eftir Þórberg: að hún væri trappa niður á við frá
einhverjum ímynduðum upphafshápunkti sem
Hljómar það ekki klisjukennt ef ég svara
þessari spurningu bæði með jái og neii? Það
held ég sé þó hið eina rétta svar.
Ef við erum að tala um bókmenntaumræðu í
Háskóla íslands, og þá í íslenskum fræðum, er
svarið því miður: Já.
Ef við erum hins vegar að tala um þá bók-
menntaumræðu sem birtist okkur á síðum bók-
menntatímarita á borð við Tímarit Máls og
menningar og Skírni, er svarið hins vegar: Nei.
Ef við lítum svo lengra, út fyrir landsteinana,
má fullyrða að bókmenntaumræða hefur sjald-
an verið blómlegri.
Ástæðan er sú að á síðastliðnum 10 til 20
árum hefur bókmenntafræðin verið að sprengja
ramma fræðigreinarinnar.
í bókmenntaumræðunni í dag skarast fagur-
fræði, heimspeki, sálfræði, táknfræði, málvís- ^
indi, mannfræði, félagsfræði, sagnfræði o.s.frv.
í ríkari mæli og á frjósamari hátt en áður.
Frakkland og Bandaríkin fara þarna fremst í
flokki, en áhrifin ná langt, meira að segja til
íslands.
Þessara áhrifa gætir vitanlega einnig í Há-
8