Mímir - 01.06.1989, Side 9
skólanum, en þá fremur í Almennri bók-
menntafræði en íslenskum fræðum.
Astæða þess liggur einnig í augum uppi; Al-
menn bókmenntafræði hefur haft á að skipa
yngri kennurum, sem hafa tileinkað sér nýjar
aðferðir. Minna hefur farið fyrir nýjungum inn-
an Islenskudeildarinnar og má þar vafalaust að
einhverju leyti kenna um fjárskorti og tíma-
skorti. En einnig metnaðar- og áhugaskorti,
eða einfaldlega: Ihaldsemi.
Þetta eru vissulega hörð orð um okkar virðu-
legu deild. Engu að síður sönn sem best má sjá
endurspeglast af minnkandi áhuga nemenda á
náminu. Stúdentum fer fækkandi frá ári til árs
og ef menn telja ástæðuna vera lækkandi gengi
húmanískra fræða eru þeir svo sannarlega á
villigötum. Inn í íslenskar bókmenntir þarf að
hleypa fleiri nýjum stundakennurum (helst
þyrfti vitanlega að fjölga stöðugildum) og
senda okkar ágætu Iærifeður í rannsóknarleyfi
til að kynna sér nýjustu stefnur og strauma.
Helst á skólabekk í háskóla erlendis!
Við Háskóla íslands ættu að gilda sömu regl-
ur og við háskóla erlendis; að kennarar sanni
hæfni sína, ekki bara við fyrstu starfsumsókn,
heldur áfram með stöðugum framlögum til
fræðanna. Þetta er einfaldlega spurning um líf
og dauða fyrir fræðigrein eins og okkar. Og eins
og stúdentar flestir vita (og skammast yfir á
kaffistofunni) er lítið líf í deildinni okkar í dag.
Svar mitt er því í stuttu máli þetta: Sú blóm-
lega bókmenntaumræða sem á sér stað á okkar
dögum hefur ekki náð inn í Islensk fræði og því
er prófessor Sveinn Skorri að orða þarna sök
deildar sinnar, enda beinist hið háðska skop
Guðmundar Andra, sem Sveinn Skorri talar
um, einmitt að þeirri deild fyrst og fremst.
Soffía Auður Birgisdóttir
nemandi á Cand.mag. stigi í
Islenskum bókmenntum.
Mímir þakkar eftirtöldum aðilum
veittan stuðning.
Bókaútgáfan Iðunn
Stofnun Árna Magnússonar
Benedikt Gunnarsson myndlistarmaður
Morgunblaðið
Bókmenntastofnun Háskóla íslands
Seðlabanki íslands
9